Munaðarlaus í stjórnmálum

Slit á viðræðum við ESB

Það fylgir því tómleikatilfinning að finna sig ekki lengur heima í Sjálfstæðisflokkum, eftir 45 ára þátttöku, og eins og að verða munaðarlaus. Nú hafa öfgahóparnir algerlega náð völdum og rekið smiðhöggið í að losna við frjálslynda frjálshyggjumenn eins og mig úr flokkunum.
Bjarni sagði í sjónvarpi í gær að engu skipti hvort umsóknin væri dauð eða steindauð. Ef svo er þá hefði hann átt að láta málið liggja kyrrt. Stóri munurinn þarna á milli liggja í því að með því að loka endanlega á umsóknarferlið verður það ekki hafið aftur nema með þinglegri ákvörðun allra ESB ríkjanna. Það er meiriháttar mál og má segja að með þessu hafi þjóðernissinnar lokað á inngöngu í náinni framtíð, jafnvel þó þjóðin vildi það!
Miðað við þau stóru átakamál sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir er þetta svona eins og maður sem sundríður straumharða jökulá; tvísýnt er hvor hinum bakkanum er náð og allt lagt undir vegferðina. Þegar komið er yfir út í harðasta strauminn byrjar hann að berja á hestinum og skamma hann fyrir gamlar syndir, þó svo að það geti orðið báðum að fjörtjóni.
Miðað við ástandið í efnahagsmálum Íslendinga í dag er óskiljanlegt að hefja þau átök sem fylgir endanlegri lokun á viðræður við ESB. Margt orkar tvímælis um inngöngu eins og málum er háttað í Evrópu í dag, en ekkert réttlætir þó að útiloka enn valkostinn til að bæta lífskjör á Íslandi. Við erum að fást við risavaxin mál þessa dagana og óskiljanlegt að hefja þessi átök við þjóðina, og marga sjálfstæðismenn.

Markaðsbúskap eða pólitíska fyrirgreiðslu

Sem sjálfstæðismaður trúi ég á markaðshagkerfi og frelsi einstaklingisins. Ég er algerlega á móti pólitískum aðgerðum þar sem gengið er á hag margra til að tryggja hag fárra. Reyndar trúði ég því að þetta væri inngreypt í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum að losa um gjaldeyrishöftin, sem er hættuleg aðgerð og nauðsynlegt að hafa sem flesta með í stökkinu þegar það er tekið. Ríkisvaldið er með yfir 60% af íslenskum lánamakaði og það ásamt krónunni kostar um 2-3% hærri vaxtamun en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Íslenska króna kostar okkur yfir 100 milljarða á ári, miðað við skýrslu Seðlabankans um peningamál, og engin sýn að það muni breytast. Íslendingur sem tekur íbúðarlán til langs tíma greiðir því íbúðina sína tvisvar miða við sænskan nágranna sinn. Bakbeinið í ESB er markaðshagkerfi og samkeppni, hvortveggja sem mikill skortur er á á Íslandi. Hér er umræðan þannig að verðlag byggi á góðvild kaupmannsins en ekki samkeppni. Ríkið er á fullu á samkeppnismarkaði og mest munar þar um Íbúðalánasjóð sem einn og sér heldur uppi hluta af háum vaxtamun ásamt stórkostlegum meðgjöfum úr ríkissjóð.
Bjarni var ekki trúverðugur í gær og reyndi ítrekað að sveigja hjá að hann er eð ganga bak orða sinna við mig sem kjósanda flokksins. Hann reiknar með að 80% af þjóðinni séu kjánar og fullyrti að ekkert hefði komið útúr samningaferlinu við ESB. Sannleikurinn er að búið var að loka flestum köflum nema landbúnaði og sjávarútveg. Hvað landbúnaðinn varðar er ekki hægt að gera verr en staðan er í dag og allir samningar við ESB mun bæta lífskjör á Íslandi. Hvað sjávarútvegsmálin varðar þá hef ég sett mig vel inn í þau mál og vel mögulegt að semja um málaflokkinn. Hefði það ekki tekist hefði samningur aldrei verið samþykktur hvort sem er.
Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með umræðum andstæðinga þessara viðræðna og lítið verið um rök og málefnalega umræðu. Hæst stendur í þessari umærðu Staksteinar, sem eru skrifaðir eins og höfundur gangi ekki heill til skógar, slíkir öfgar og öfugmæli hafa leitað á þær síður. Helst mætti skilja að Evrópuþjóðir væru okkar helstu óvinir og betra að halla sér að Rússlandi og Kína.

Pólitískur ómöguleiki

En hvert leita pólitískir utangarðsmenn eins og ég? Á ég þá hvergi heima? Er það svo að frelsi, markaðshagkerfi og samkeppni eigi ekki hljómgrunn í íslenskri pólitík. Nokkuð sem er undirstaða velmegunar í vestrænum ríkjum. Framsóknarflokkurinn er ómögulegur samstarfsflokkur en það er Samfylkingin líka. Flokkur sem gengur gegn grundavallar atriðum til að halda uppi öflugri verðmætasköpun á Íslandi á ekki að hafa völd. En vill Sjálfstæðisflokkurinn ganga þá leið? Flokkurinn er ekki að hugsa um þjóðahag þessa dagana og allt annað sem býr undir þessari gerræðislegu ákvörðun. Flest allt ungt fólk á hægri væng stjórnmálanna sem ég hef rætt við er því sammála.


Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Mars 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband