25.10.2009 | 12:16
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki á réttri leið til að berjast fyrir megin stefnumálum sínum!
Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir einstaklingsfrelsi, einkaframtaki ásamt því stétt standi með stétt. Í stuttu máli berst flokkurinn fyrir frjálsri hugsun, og að allir fái sama tækifæri til að þroska sig og ná árangri í lífinu.
Það er fátt sem gefið hefur Íslendingum meira í frjálsræði undanfarna áratugi, sérstaklega í víðskipum, en samningurinn um EES. Þeir sem muna þau höft sem búið var við, hugsa til þess með hrylling að hverfa aftur til þeirra ára, þegar völd stjórnmálamanna voru alger og fyrirhyggja blómstraði. Það skýtur því skökku við að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn skuli berjast með hnúum og hnefum gegn allri vitrænni umræðu um ESB. Firrtur þeirri megin hugsjón að berjast fyrir lífskjörum þjóðarinnar, með stefnu sína að leiðarljósi.
Bloggari hefur kynnt sér nokkuð vel Evrópumálin og tekið sér langan tíma til umhugsunar. Nú þegar óveðursský eru á lofti og köld krumla kommúnismans vofir yfir, lítur bloggari til ESB til varnar því frelsi sem Íslendingar búa þó við í dag. Tilhugsunin um einangrað Ísland í norður Atlantshafi með sjálfsþurftarbúskap, fátækt og fyrirhyggju stjórnvalda er hrollvekjandi. En hvað býr undir hjá Sjálfstæðisflokknum með andstöðu sinni gegn umsókn til ESB?
Bloggari skilur vel að menn hafi skoðun á því að hag okkar sé betur borgið utan ESB, enda fylgi því skynsamleg rök. Málefni sjávarútvegs skipta þarna miklu máli og sjálfur myndi bloggari ekki greiða atkvæði með inngöngu ef hagsmunum þjóðarinnar í sjávarútvegsmálum væri ekki borgið í samningum. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur það nánast sem markmið að útiloka vitræna umræðu. Gamlir forkólfar flokksins bera fyrir sig þjóðernishyggju og þingmenn tala við okkur eins og lítil börn og segja okkur að vera ekkert að hugsa um þetta ESB. Það sé bara vont fyrir okkur. Skrímsladeild flokksins hefur m.a. beitt sér gegn mönnum með ráðleggingu um að hypja sig úr flokknum og ganga í Samfylkinguna. Þetta eru nú rökin og málflutningurinn. Er andstaða Sjálfstæðisflokksins við ESB bundin við að ná sér niður á Samfylkingunni og þjóðarhag þannig fyrir borð borin?
En það tekur steininn úr þegar IceSave deilunni er blandað inn í málið og sagt: Þarna sjáið þig hvað þetta eru vondir menn út í Brussel. Þeir níðast á litlu þjóðinni út í Dumbshafi. Þeir vilja Íslendingum vont og hafa meira að segja snúið frændum og vinum í Skandinavíu gegn þjóðinni.
Íslendingar eiga að hætta skotgrafarhernaði í IceSave deilunni og snúa sér að mikilvægari málum. Berjast fyrir lífskjörum þjóðarinnar með stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í farteskinu, einstaklingsfrelsi, einkaframtaki og frjálsri hugsun.
Við endurreisum ekki Sjálfstæðisflokkinn með ábyrgðarleysi í IceSave deilunni og eyða öllum kröftum í að sannfæra þjóðina að til sé hókus pókus aðferð til að leysa það mál. Flokkurinn mun hinsvegar skora með ábyrgum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu og beita sér fyrir ágætum tillögum sínum í efnahagsmálum. Neyta allra bragða til að hafa áhrif á þá sem vit hafa í ríkistjórninni og fá þá til að taka þátt í tillögum um atvinnuuppbyggingu, í skattamálum og stöðva niðurrifsstarfsemi eins og fyrningu aflaheimilda. Einblína á þjóðarhag og leggja til hliðar pólitískan skotgrafahernað.
Sjálfstæðisflokkurinn á að setja bætt lífskjör þjóðarinnar í öndvegi og og vera trúr stefnu sinni. Það á að gera kröfu til forystumanna flokksins um að þeir beri auðmýkt fyrir því valdi sem þeim er falið í umboði kjósenda og skilji þá stöðu sína. Fulltrúalýðveldi gerir ráð fyrir að þingmenn sæki vald sitt til kjósenda og fari með þeirra umboð á Alþingi. Þeir eiga ekki að hugsa fyrir kjósendur né gera þeim upp skoðanir. Þetta þarf Sjálfstæðisflokkurinn að skilja og sækja niður til grasrótarinnar eftir því umboði sem flokkurinn þarf til að hafa jákvæð áhrif fyrir þjóðina. Frjáls hugsun krefst þess að menn leggi á sig þær byrðar að kynna sér málin vel og taka vitræna ákvörðun. Flokkur sem gefur sig út fyrir einstaklingsfrelsi og einkaframtak er byggður upp af fólki með frjálsa hugsun. Sjálfstæðisflokkurinn á að ýta undir slíkt en ekki reyna að drepa í dróma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 285610
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar: Sammála, það er pínlegt að fylgjast með því hve fast men sitja sem fara þyrftu frá, þó ekki væri nema vegna tengsla við fjármálageirann í hruninu, skipta þarf út meginþorra þingmanna flokksins, og slíta þau tengsl sem eru við vafasama fortíð, ef slíkt yrði ofaná kæmist umræða um mörg mál upp úr þeim skotgröfum, sem hún ratar ævinlega í þegar men taka afstöðu til hlutana með það að leiðarljósi að falla í hópinn, frekar en að fylgja sinni eigin sannfæringu og ræða málin á opinskáan og heiðarlegan hátt.
Magnús Jónsson, 25.10.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.