9.10.2009 | 16:25
Umhverfisráðherra
Nú hefur umhverfisráðherra kveðið upp sinn úrskurð; Íslendingar munu ekki óska eftir viðbótarkvóta á losun gróðurhúsalofttegunda á væntanlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir að verulegum verðmætum sér þar kastað á glæ fyrir þjóðina, helgar tilgangurinn meðalið. Reyndar sagði hún í útvarpsviðtali í morgun að íslenskt þjóðlíf snérist um fleira en virkjanir og stóriðju, og þá örugglega atvinnulíf yfir höfuð. Hún nefndi sem dæmi að kórar og leikfélög blómstruðu og alls kyns menningarstarfsemi í landinu. Það er örugglega huggun harmi gegn fyrir nærri tvö þúsund atvinnulausa á Suðurnesjum. Bara að skella sér í kirkjukórinn eða bíða eftir næsta þorrablóti. Nú ef menn eiga ekki fyrir brauði þá er bara að borða kökur!
Hvað er að svona fólki eins og Svandísi Svavarsdóttir? Hvernig getur hún verið svona gjörsamlega úr takti við veruleikann og þjóð sína? Hvers vegna skilur manneskjan það ekki að fólk þarf að hafa vinnu til að komast af í nútíma þjóðfélagi?
Þetta er firring innrætingarinnar sem kemur í veg fyrir frjálsa hugsun og líta á málin af skynsemi og svara spurningum með rökum. Ekki frösum og lýðskrumi.
Það sem umhverfisráðherra, ef maður gefur sér að henni sé umhugað um umhverfið, ætti að berjast fyrir á Kaupmannahafnarráðstefnunni er að settir verði losunarskattar á orkuframleiðslu, þannig að sú sem losar mikið af gróðurhúsalofttegundum greiði af því skatta. Það myndi styrkja íslenska orkuframleiðslu sem er umhverfisvæn og því hagsæl fyrir mannkynið. Það á ekki að skattleggja álframleiðslu þó hún losi mikið af CO2. Það er engin önnur leið til að framleiða þennan mikilvægasta málm mannkyns en að nota kolefni til að draga súrefnið út úr hráefninu. En það á við um orkuframleiðsluna sjálfa þar sem í dag losa kola- og olíuorkuver mikið af koltvístring út í andrúmsloftið. Íslendingar eru reyndar að leggja þung lóð á vogarskálina til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda með hverju álveri sem þeir reisa.
Embættisfærsla umhverfisráðherra jaðrar við landráð, svo ekki sé talað um efnahagslegt tjón Íslendinga af gjörðum hennar. Það þarf að koma VG frá völdum með öllum ráðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 285610
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og skítt með komandi kynslóðir og það Ísland sem mætir þeim. Mestu skiptir að við getum endurnýjað jeppana okkar skammlaust.
Árni Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 16:55
Sérhver Íslendingur sem gerir ekki sitt ýtrasta til að vinna landi og þjóð til heilla, Íslandi allt! er óþjóðhollur.
Sérhver sá sem semur af þjóðarbúinu jafnvirði 1kr eða meira er ekkert annað en hreinn og klár "Landráðamaður". Ef við missum 1kr vegna þess að umhverfisráðherrann hélt ekki allt til endiloka og af fullri einurð fyllstu kröfum Íslands, sama hvað kröfurnar snúast um eru hreinir og klárir landráðamenn.
Svandís í sínum athöfnum á stuttum ráðherraferli ásamt karli föður hafa unnið þjóðinni óheilt.
Þau hafa bæði, eins og þau hafa haft getu til, nú þegar unnið þjóðinni stórtjón. Þarf virkilega veiðikort Össurar?
Kolbeinn Pálsson, 9.10.2009 kl. 22:14
"Fólk þarf að hafa vinnu" segir þú. Ef öll virkjanleg orka Íslands verður notuð til að knýja álver myndu 2% vinnuafls landsins fá vinnu í álverunum.
Jafnvel þótt menn teldu að afleidd störf sem tengdust þessu væru þrisvar sinnum fleiri nemur þetta aðeins 8% af vinnuafli landsmanna.
Álbræðsla er mesta orkubruðl sem þekkist og störf í álverum langdýrustu störf sem hægt er að koma á fót.
Ég fullyrði að þau einstæðu náttúruverðmæti, sem þú vilt fórna fyrir svo lítinn ávinning, myndu skapa miklu fleiri störf ef snúið yrði frá þessu stóriðjubrjálæði og hugað að nýtingu ósnortinna og einstæðra náttúruverðmæta fyrir ferðaþjónustu.
Ómar Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.