7.10.2009 | 10:00
Minnihlutastjórn Samfylkingar
Hver er raunveruleg staða okkar gagnvart AGS og IceSave? Þjóðinni er haldið út í kuldanum og skilin eftir með getgátur um hvað raunverulega hangir á spýtunni. Miðað við viðbrögð alþjóðasamfélagsins virðist málstaður Íslendinga ekki vera beysinn nú stefnir í stjórnarkreppu og hugsanlega aðra efnahagskreppu með enn meira hruni krónunnar.
Það læðist að manni sá grunur að stjórnmálamenn séu í sínum venjulegu skotgröfum og takir unnar orrustur gegn óvininum, stjórnarandstaða vs. stjórn, framyfir hagsmuni þjóðarinnar. Á einni viku hefur bloggari heyrt tvær ólíkar hugmyndir Sjálfstæðismanna um hvernig losa megi um gjaldeyrishöftin. Slíkt hringl er ekki traustvekjandi og útspil formanns flokksins um að greiða Jöklabréfin með ríkisskuldabréfum í krónum hljómar ekki sannfærandi.
Það liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki farið í ríkisstjórn. Of stutt er liðið frá hruninu og öllu því klúðri sem fylgdi í kjölfarið. Það er hinsvegar mikilvægt að flokkurinn leggi sitt á vogaskálirnar til að koma uppbyggingu Íslands af stað og komi í veg fyrir aðra byltu í hagkerfinu. Fyrir utan hjáróma og afar ósannfærandi rödd flokksins í Jöklabréfavandanum og IceSave málinu eru aðrar tillögur góðar, sem varða atvinnuuppbyggingu og fjármál ríkisins.
Töf á uppbyggingu orkufreks iðnaðar og stórhættuleg áform um skatta mál, ásamt fyrirhuguðu niðurrifi á sjávarútvegnum (fyrningarleið) er ekki til þess fallinn að koma Íslendingum upp á fæturna aftur. Það er spurning hvort Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gætu stutt minnihluta Samfylkingar í ríkisstjórn. Semja um að láta sjávarútveginn í friði, halda á með fullum þunga í uppbyggingu orkufreks iðnaðar og nýta þannig auðlindir landsins og lent skynsamlegum niðurskurðar og tekju pakka fyrir ríkissjóð. Slíkt er örugglega hægt ef þeir losa sig við kommúnuistana (VG) úr ríkisstjórn, fólk sem notar trúarbrögð frekar en skynsemi við ákvarðanatöku.
Íslendingar þurfa á AGS að halda og eins þarf að semja um IceSave. Engin leið er fyrir Íslendinga að bjóða öllum löndum heims birginn og nóg komið að mikilmennsku og hroka landsmanna. Íslenskum stjórnmálamönnum er einfaldlega ekki treystandi til að semja og halda efnahagsáætlun til bjargar Íslandi. Verkstjórn og eftirlit AGS er þar grundvallaratriði, enda sjóðurinn hafin yfir dægurþras stjórnmálamanna, sem er þjóðaríþrótt Íslendinga.
Bloggari heyrði sögu af hópi Íslendinga sem fengu boð í sendiráð Íslendinga snemma árs 2008. Þar fengu þeir að sjá myndband sem sendiráðið notaði sem kynningu á landi og þjóð. Þar var sterkasta manni landsins flaggað, fegurðardísir sýndar og útskýrt hvers vegna Íslenskar konur væru þær fallegustu í heimi, sem leiddi af sér að þær bresku væru ljótastar. Íslendingar voru duglegastir, best menntaðir með flottasta bankakerfi í heimi ásamt því að vera bestir í handbolta og fótbolta og ættu West Ham. Svona gekk þetta á öllum vígstöðvum, í sendiráðum, á strikinu í Kaupmannahöfn og sólarströndum Spánar. Dagana fyrir hrunið voru bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra að vinna framboði þjóðarinnar í Öryggisráð Sameiniðuþjóðanna brautargengi. Íslendingar voru mestir, bestir og fallegastir.
Þjóðin þarf að losa sig við þennan sjálfbirgingshátt og hroka og sýna auðmýkt í þeirri stöðu sem hún er. Það þurfa stjórnmálamenn einnig að gera og vinna að hag þjóðar sinnar í umboði kjósenda og einbeita sér að þeim verkefnum sem framundan eru. Hætta skotgrafahernaði, meta stöðuna eins og hún er og velja bestu leiðir fyrir þjóðina til að komast yfir þessa miklu erfiðleika.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef til vill er þessi pistill einhverskonar sjálfsgagnrýni manns sem stutt hefur stjórnarstefnuna. Greiningin er röng að því leyti að þú bendir á alla þjóðina sem sökudólg. Ég hef alla tíð verið ósammála þeirri jeltsínsku sem þú og félagar þínir hafa vegsamað að afhenda eigi prívatmönnum náttúruauðlindir til að þeir geti veðsett þær og komið vaxtabyrðinni á almenning. Þetta hefur HHG kallað að "breyta dauðu fé í lifandi fé" rétt ein og Kristur breytti vatni í vín einhverskonar hókus pókus. Öryggisráðsruglið var hluti af þessu sjónarspili, pótemísk sýningartjöld. Núna á almenningur að sýna auðmýkt segir þú. En verður réttlætinu náð með því að leggja þrælabyrðar á nýfædd og ófædd börn? Hafa stjórnmálamenn siðferðilegt leyfi til að skuldsetja ófædd börn sem gera þau að Ísþrælum ef þau kjósa aði búa hér?
Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 06:47
Hér er einhver misskilningur á ferðinni. Ég á við að stjórnmálamenn sýni auðmýkt fyrir valdinu. Ég tel að mikið vanti upp á það og þeir virðast ekki skilja út á hvað fulltrúalýðræði gengur. Þingmenn eru fulltrúar sinna kjósenda á þingi. Basta!
Hinsvegar greinir okkur á þar sem ég tel að hver beri ábyrgð á sjálfum sér og því miður verður ekki sagt að kollsteypa okkar sé vegna fárra útrásarvíkinga. Miklu meira þurfti til, án þess að ég ætli á nokkurn hátt að verja þessa menn. Nánast öll þjóðin gekk af göflunum og er sjálfsagt verðugt rannsóknarefni út af fyrir sig.
Ég hika ekki við að gagnrýna það sem mér líkar ekki, hjá mínum flokki og öðrum. Ég studdi einkavæðingu bankana en hafði hinsvegar ekki upplýsingar um hvernig að því var staðið.
Gunnar Þórðarson, 9.10.2009 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.