1.10.2009 | 09:23
Þingræði og virðing þingsins
Þessa dagana er allt lagt í sölurnar til að sýna fram á að vinstri ríkisstjórn geti starfað út kjörtímabilið, nokkuð sem hefur aldrei gerst í sögunni. Þegar slíkir hagsmunir eru í húfi er minni hagsmunum fórnað, eins og þjóðarhagsmunum. Sama fólkið og hæst hefur talað um þingræði, að Alþingi setji lög sem framkvæmdavaldið framkvæmir, og nauðsynlegt sé að auka virðingu og vald þingsins, er tilbúin til að ganga þvert gegn þeim góðu áformum. Allt er þetta í þágu ,,almennings" og því er hægt að réttlæta allt sem nú er gert.
Fyrir liggja lög frá Alþingi með fyrirvörum um ríkisábyrgð á IceSave samninginn. Það var fyrir tilstuðlan Sjálfstæðismanna að þau lög voru sett enda fyrirvararnir settir fram af þingmönnum flokksins. Til að forða því að stórhættulegur samningur, sem gerður var á vafasömum forsendum, færi í gegnum þingið fengu þingmenn Sjálfstæðisflokks þá stjórnarsinna sem ekki gengu í takt við sinn flokk, í samstarf við sig. Sjálfstæðismenn sáu síðan til þess að samningurinn færi í gegnum þingið og lög með nauðsynlegum fyrirvörum yrðu sett um ríkisábyrgðina.
Í upphafi september kemur tilkynning frá ríkisstjórnarflokkunum að málið líti mjög vel út eftir fyrstu viðbrögð Hollendinga og Breta, og gengið verið frá málinu á morgun. Það heldur ekki meira vatni en svo að í gærkvöldi sagði forsætisráðherra númer tvö, Jóhanna Sigðurðardóttir, að tvö atriði stæðu út af, þar sem viðsemjendur okkar gætu ekki fellt sig við fyrirvarana. Forsætisráðherra númer eitt, Steingrímur J. Bætti við að fjöldi athugasemda hefði komið frá Bretum og Hollendingum vegna fyrirvara Alþingis og því væri málið allt í hnút.
En þá er bara að kalla sína þingmenn á teppið og gera þeim grein fyrir því að breyta verði nýsettum lögum Alþingis til að þóknast viðsemjendum okkar. Taka fyrirvarana út aftur þannig að upphaflegi samningurinn standi. Framkvæmdavaldið ætlar að þvinga lög í gegnum Alþingi til að leysa vandamálið. Ögmundur sagði af sér ráðherradóm þar sem hann vildi ekki standa að slíku ríkistjórnarfrumvarpi til þingsins, og segist vera talsmaður breiðrar samstöðu í málinu. Stjórnarandstaðan og þjóðin öll, fyrir utan lokaðan hóp ríkisstjórnarþingmanna, hafa ekki hugmynd um hvað málið snýst, allt er á huldu og unnið í myrkri bak við lokaðar dyr. Allt í þágu ,,opinnar" stjórnsýslu. Það tekur síðan steininn úr þegar Ögmundur samþykkir í gærkvöldi á þingflokksfundi V.G. að greiða atkvæði í þinginu með væntanlegu frumvarpi um breytingar á lögum um ríkisábyrgð, þvert gegn samvisku sinni.
Allt er þetta gert til að sýna fram á að vinstri stjórn geti haldið völdum í landinu. Þrátt fyrir fullkomið getuleysi Jóhönnu Sigurðar til að leiða samstarfið, vilja menn í Samfylkingunni ekki taka á því máli, enda myndi flokkurinn loga stafnana á milli í innanhúsátökum ef hún færi frá.
Það er rétt að geta þess að síðast þegar ráðherra sagði af sér var það 1994 og þá var það umrædd Jóhanna. Ekki vegna ágreinings við þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson, heldur vegna átaka í eigin flokki og ólýðræðislegra vinnubragða Jóns Baldvins, þáverandi utanríkisráðherra gagnvart samherjum sínum. Röksemdir Jóhönnu voru að mestu á sömu nótum og Ögmundar í gærkvöldi. Þar fordæmdi hún vinnubrögð, sem hún sjálf hefur við þessa dagana.
Það sem aðgreinir frjálsa menn frá sósíalistum og kommunistum er að þeir fylgja sannfæringu sinni. Þeir síðarnefndu ganga gegn eigin sannfæringu og ryðja niður siðferðisgirðingum, enda er það allt í þágu fjöldans. Allar slæmar aðgerðir eru réttlættar á þá leið að þó þetta sé rangt og vont, gerum við þetta í þágu þjóðarinnar, þvert gegn eigin vilja. Það eru að sjálfsögðu krókódílatár þeirra sem hugsa um það eitt að halda völdum, sama hvað það kostar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.10.2009 kl. 08:44 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein Gunnar. Deili þessum áhyggjum þínum.
Helgi Kr. Sigmundsson, 1.10.2009 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.