30.8.2009 | 18:46
Að safna í sarpinn
Síðsumar er skemmtilegur tími. Dimmar nætur eftir ofurbirtu sumarsins og gróðurinn nær sínum hæðum og byrjar að fölna með ótrúlegum litbrigðum. Sumarfríið að baki og vinnan og skólinn með alvöru lífsins taka við. Einnig undirbúningur fyrir langan vetur norðurslóða.
Í Tunguskógi þarf að huga að eldiviðageymslunni og nægilegt magn sé þar í þurrkun fyrir næsta sumar til að kynda, sérstaklega þegar hausta tekur og lægðir æða frá Hvarfi suður með Íslandi með norðan næðing og kulda. Tína þarf ber fyrir veturinn, safta krækiberin og frysta aðalbláberin. Krækiberjasaftin eru lítillega sykruð og síðan fryst og notuð með morgunmatnum fram á næsta haust. Slík saft bætir sjón og líkamlegt heilbrigði og viðheldur nauðsynlegri karlmannlegri orku.
Bloggari gat ekki stillt sig um að setja þessa gríðarlegu vinnu í hagfræðilegt samhengi. Það tók fimm manntíma að tína krækiberin, og aðra fimm að safta, sykra og setja á flöskur. Smávægilegur kostnaður var í kaupum á hráefnum en umbúðirnar eru notaðar kókflöskur. Bíltúrinn úr Tunguskógi að Vinaminni, þar sem berin voru tínd, tók um fimm mínútur. Með því að reikna manntímann á tvö þúsund krónur reyndist heildarkostnaður við 25 lítra vera um tuttugu og fimm þúsund krónur, eða þúsund krónur á lítrinn. Það hefði verið töluvert ódýrara að kaupa safann í Bónus.
Á hinn bóginn ef tímanum hefði verið eytt í ómennsku við að lesa moggann upp í sófa hefði tíminn kostað það sama. Verðlagður á sama verði hefði slíkt kostað nærri það sama og berjatínslan. Allt orkar þetta tvímælis enda getur hagfærðin verið kynlegur kvistur.
Bloggari er úrvinda eftir fríið við að safna í sarpinn fyrir komandi vetur. En slík þreyta er ósköp notaleg. Margir vinir hans ganga mun lengra í sjálfþurftarbúskap og eiga ferfætlinga á fjalli sem þarf að smala í haust, síðan slátra þeir þeim og þá tekur við mikil vinna við að ganga frá afurðunum. Skafa vambir og gera slátur. Hirða mörinn, þurrka, lagera og síðan hnoða til að nota fyrir soðninguna. Hausar, pungar og lappir eru sviðnir og eistun súrsuð ásamt bringukollum og lundaböggum. Hluti af kjötinu er reykt og þá þarf að gera rúgkökur og eiga í frysti með hangiketinu. Síðan er farið á svartfugl, veiddur þorskur og skotin rjúpa og bætt við matarforðabú heimilisins. Hér hefur kartöfluræktin ekki verið nefnd en margir vinir bloggara eru sjálfbærir hvað það varðar. Sumir sulta síðan úr rabbbara og tína sveppi sem eru þurrkaðir eða frystir. Hreindýr, og gæsir eru skotinn og bætt við í vetrarforðann.
Enginn reiknar út kostnaðinn við þetta né verðleggur manntíma við alla þessa vinnu. Enda er þetta að mestu gert í gamni sínu þó slík búmennska komi sér vel á erfiðum tímum.
span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta líkar mér, fólk að viðhalda sjálfsbjargarviðleitni kynslóðanna. Svo þarf að skera niður ýsu- sashimi og frysta, ekki satt?
Ívar Pálsson, 1.9.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.