Að safna í sarpinn

_gust_2009_014_902986.jpgSíðsumar er skemmtilegur tími.  Dimmar nætur eftir ofurbirtu sumarsins og gróðurinn nær sínum hæðum og byrjar að fölna með ótrúlegum litbrigðum.  Sumarfríið að baki og vinnan og skólinn með alvöru lífsins taka við.  Einnig undirbúningur fyrir langan vetur norðurslóða.

Í Tunguskógi þarf að huga að eldiviðageymslunni og nægilegt magn sé þar í þurrkun fyrir næsta sumar til að kynda, sérstaklega þegar hausta tekur og lægðir æða frá Hvarfi suður með Íslandi með norðan næðing og kulda.  Tína þarf ber fyrir veturinn, safta krækiberin og frysta aðalbláberin.  Krækiberjasaftin eru lítillega sykruð og síðan fryst og notuð með morgunmatnum fram á næsta haust.  Slík saft bætir sjón og líkamlegt heilbrigði og viðheldur nauðsynlegri karlmannlegri orku. 

_gust_2009_016.jpgBloggari gat ekki stillt sig um að setja þessa gríðarlegu vinnu í hagfræðilegt samhengi.  Það tók fimm manntíma að tína krækiberin, og aðra fimm að safta, sykra og setja á flöskur.  Smávægilegur kostnaður var í kaupum á hráefnum en umbúðirnar eru notaðar kókflöskur.  Bíltúrinn úr Tunguskógi að Vinaminni, þar sem berin voru tínd, tók um fimm mínútur.  Með því að reikna manntímann á tvö þúsund krónur reyndist heildarkostnaður við 25 lítra vera um tuttugu og fimm þúsund krónur, eða þúsund krónur á lítrinn.  Það hefði verið töluvert ódýrara að kaupa safann í Bónus.

Á hinn bóginn ef tímanum hefði verið eytt í ómennsku við að lesa moggann upp í sófa hefði tíminn kostað það sama.  Verðlagður á sama verði hefði slíkt kostað nærri það sama og berjatínslan.  Allt orkar þetta tvímælis enda getur hagfærðin verið kynlegur kvistur.

sveppatynsla_009.jpgBloggari er úrvinda eftir fríið við að safna í sarpinn fyrir komandi vetur.  En slík þreyta er ósköp notaleg.  Margir vinir hans ganga mun lengra í sjálfþurftarbúskap og eiga ferfætlinga á fjalli sem þarf að smala í haust, síðan slátra þeir þeim og þá tekur við mikil vinna við að ganga frá afurðunum.  Skafa vambir og gera slátur.  Hirða mörinn, þurrka, lagera og síðan hnoða til að nota fyrir soðninguna.  Hausar, pungar og lappir eru sviðnir og eistun súrsuð ásamt bringukollum og lundaböggum.  Hluti af kjötinu er reykt og þá þarf að gera rúgkökur og eiga í frysti með hangiketinu.  Síðan er farið á svartfugl, veiddur þorskur og skotin rjúpa og bætt við matarforðabú heimilisins.  Hér hefur kartöfluræktin ekki verið nefnd en margir vinir bloggara eru sjálfbærir hvað það varðar.  Sumir sulta síðan úr rabbbara og tína sveppi sem eru þurrkaðir eða frystir.  Hreindýr, og gæsir eru skotinn og bætt við í vetrarforðann. 

sveppafer_003.jpgEnginn reiknar út kostnaðinn við þetta né verðleggur manntíma við alla þessa vinnu.  Enda er þetta að mestu gert í gamni sínu þó slík búmennska komi sér vel á erfiðum tímum.

span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta líkar mér, fólk að viðhalda sjálfsbjargarviðleitni kynslóðanna. Svo þarf að skera niður ýsu- sashimi og frysta, ekki satt?

Ívar Pálsson, 1.9.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 285738

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband