14.8.2009 | 10:47
Að kúga löggjafavaldið
Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með Icesave umræðunni á Alþingi þessa dagana. Ríkisstjórnin berst um á hæla og hnakka að koma í gegn samningum sem getur kostað þjóðina fjárhagslegt sjálfstæði hennar.
Fyrir liggur að þegar þessi ríkisstjórn tók við ýtti hún fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks út úr samninganefndinni. Það stóð sem sé aldrei til að ná breiðri samstöðu um málið. Fjármálaráðherra setur síðan tvo vini sína yfir nefndinnii, hvorugan með nægilega reynslu eða bakgrunn til að ráða við verkefnið. Þannig var niðurstaðan dæmd til verða persónuleg, en honum láðist að hafa þingflokk sinn með í ráðum á sama tíma. Þannig er niðurstaðan sú að frumvarp um ríkisábyrgð á samninginn er ekki stjórnarfrumvarp, heldur frumvarp Samfylkingar og persónulegt frumvarp fjármálaráðherra. Fjölmiðlar taka silkihönskum á aðiljum sem þó eru að höndla stærsta hagsmunamál Íslandssögunnar, fyrr og síðar.
Þingmönnum VG er vorkunn þar sem þeir þurfa að velja á milli ríkisstjórnarsamstarfs og hagsmuna þjóðarinnar. Fjórir þeirra hafa verið í vafa um hvort sé mikilvægara. Það ríður á sýna að hægt er að starfrækja vinstristjórn, en slíkt hefur aldrei tekist fyrr í sögu lýðveldisins.
En um hvað snýst þetta allt saman? Hér kemur lítil saga til að útskýra sýn bloggara á það sem er að gerast í málinu:
Húsbóndi á heimili ákveður án samráðs við eiginkonu að kaupa mjög dýra húseign og skrifar undir kaupsamning með fyrirvara um samþykki eiginkonunnar. Hún sér hinsvegar í hendi sér að verðið er miklu hærra en þau geta staðið við og neitar undirskrift. Hjónin byrja þá að karpa um málin og eiginmaðurinn reynir að setja fyrirvara um kaupin til að fá konuna til að skrifa undir. Fyrirvara um að ef greiðslur af fasteigninni fara yfir x hlutfall af tekjum heimilisins þá þurfi þau ekki að borga. Konan vill hreinlega athuga hvort kaupin hafi verið lögleg og heimtar að nýr samningur verði gerður en eiginmaðurinn er fastur í vitleysunni og berst um á hæla og hnakka að verja upphæðina sem hann bauð í upphafi. Þannig fer öll hans orka i að gæta hagsmuna seljenda, á kostnað heimilisins. Það er meira atriði að halda andlitinu en jafnvel fjárhagslegu sjálfstæði heimilisins. Einnig liggur fyrir að þó hjónin geti komið sér saman um einhverja fyrirvara að seljandi mun varla taka mark á slíku, enda samningurinn frágengin í hans huga.
En áfram heldur vitleysan og ríkisstjórnin heldur á að þrýsta hagsmunum Hollendinga og Breta í gegnum þingið. Hvergi má halla á þeirra hlut og reynt að setja fyrirvara sem séu þannig að þeir hafi ekkert að segja. Ljóst er að samningurinn er undirritaður af ríkinu og þingið getur ekki fengið því breytt. En þingið getur þó neitað að viðurkenna ríkisábyrgðina. En allan tíman er ekki rætt við Hollendinga og Breta til að svegja þá að niðurstöðu þingsins.
En hvernig datt þessu fólki í hug að ganga frá slíkum risa samning á þess að tryggja stuðnings þingsins fyrir honum. Allavega stjórnarmeirihlutans og hafa hann með í ráðum, þó auðvitað hefði verið betra að hafa eins breiða samstöðu og mögulegt var í slíku ögurmáli. Ekki má gleyma því að fjármálaráðherra sagði 2. júní að ekkert væri að frétta af samningnum og ekkert lægi á. 5. júní var hann undirritataður og við það tækifæri sagði formaður nefndarinnar, Svavar Gestsson, að hann hefði viljað rumpa þessu af svo hann hefði það ekki hangandi yfir sér í sumarfríinu.
Hvar eru ofbeldissinnarnir sem börðu potta og pönnur í þágu lýðræðis í vetur sem leið, nú þegar slíkt og þvílíkt er að gerast? Hvar eru þeir sem töluðu um að framkvæmdavaldið væri að kúga löggjafavaldið? Skyldi bóndinn á Bessastöðum undirrita þessi lög eftir að þingið hefur samþykkt það með naumum meirihluta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 285737
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna.
Sad and simple fyrir Hollendinga og Breta.
Grísinn á Bessastöðum mun auðvitað undirrita þennan ófögnuð. Þ.e.a.s. um leið og hann hefur troðið upp í óæðri endann á sér ummælum sínum um gjá á milli þings og þjóðar sem hann viðhafði fyrir nokkrum árum í öðru máli.
Hann fer ekki að gera vinum sínum og félögum þann óskunda að neita skrifa undir.
Dante, 14.8.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.