Í faðmi fjalla blárra

flosi_a_sauratindum.jpgBloggari gekk í fóstbræðralag við vin sinn úr Bolungarvík, um að þeir myndu koma göngumóðir í Reykjafjörð á Ströndum á hverju ári meðan þeir stæðu uppréttir.  Eftir ánægjulega heimkomu og fundi með fjölskyldu og vinum í Tunguskógi um verslunarmannahelgina var ekki eftir neinu að bíða og klára það þetta árið ásamt eiginkonunum.  Örninn var pantaður á fimmtudagsmorgun með TF VIK enda veðurspá fyrir norðanverða Vestfirði með besta móti. 

sauratindar_og_fl_2009_032.jpgÞað er nauðsynlegt að koma göngumóður í Reykjarfjörð og láta þreytuna líða úr sér í heitri sundlauginni, heilsa uppá vini sína Ragnar og Lillu og njóta þessa óviðjafnalega staðar þar sem Drangajökull bókstaflega heldur manni í faðmi sér.  Kyrrðin og náttúrufegurðin er yfirþyrmandi og fyllir hverja taug af gleði og vellíðan.

Brottför átti að vera klukkan átta að morgni en leyfi hafði fengist til að hringja snemma í Reykjarfjörð og taka veðrið.  Það voru slæmar fréttir um að ekki sjáist milli húsa fyrir þoku og súldarfýlu, og það sem meira var að þetta veður hafði verið í heilar þrjár vikur.  Þegar komið var fram undir hádegi og veður óbreytt í Reykjarfirðiblggari_me_hornbjarg_i_nor_ri.jpg sló hópurinn til og ákveðið að ganga á Sauratinda, sem er hæsta fjall í nágrenni Ísafjarðar, 850 metrar.

Veðrið var með besta móti vestan Djúps, skúraleiðingar en bjart á milli með glaða sólskini og góðri fjallasýn.  Það er gleðileg ganga upp á Sauratinda og eftir bratta hjalla uppaf Súðavík taka við þægilegir melar alla leið upp á toppinn.  Þar komu fóstbræður fyrir bók í póstkassa fyrir nokkrum árum við þriðja mann.  Útsýnið var gott af fjallinu, vel sáust varð- og loftskeytastöðin á Straumnesfjalli en herstöðin sjálf liggur niður í kvos austar á fjallinu.  Allt Djúpið blasti við og eins norður að Bolafjalli.  Fjallahringur Skutulsfjarðar með sín fell norðvestri, Kubbann í vestri og Engidal í suðvestri.  Frá Sauratindum sýnist Kofrinn ósköp lágur og lítilmótlegur, þó hann sperri sig séð frá þorpinu í Súðavík.  Það var hringt í Reykjafjörð frá tindinum en Lilla sá ekki upp að sundlaug.  Reykjarfjörður yrði afskráður að þessu sinni.

Riddari ReykjafjarðarBlggari og spúsa vaða ósinnÞað var ákveðið að grilla í Tunguskógi og skella sér í heita pottinn og skola af sér fjallasvitann.  En viti menn að rétt áður en til þess kom hrindi síminn og Ketill í Reykjafirði færði þær góðu fréttir að þokunni hefði létt og flugvöllurinn væri opinn.  Það var slökkt á grillinu, hringt í Örninn og ákveðið að skella sér í Reykjafjörð, enda hópurinn þegar göngumóður með þreytustrengjum og þennan líka frábæra áunna fjallasvita. 

Okkur var sagt að mæta á flugvöllinn um kvöldmat en við komuna þangað reyndist sprungið á stélhjóli vélarinnar og ekkert varadekk.  Ekki annað að gera en renna með dekkið á verkstæði og fá það bætt og síðan var tekið í loftið upp úr klukkan átta.  Hópurinn var lentur í Reykjarfirði um hálf níu og þar beið okkar heit sundlaug og vinalegar móttökur heimamanna.  Um kvöldið var snæðingur á tjaldstæðinu, hangiket úr Hattadal og jafningur frá Lillu, rennt niður með úrvals rauðvíni.  Eftir matinn var tekin önnur umferð í lauginni og síðan skriðu þreyttir fjallamenn/konur í tjöld sín til að safna kröftum fyrir næstu átök.

Skeggrætt á fjöllumÞað höfðu ekki allir í hópnum sigrað fjallið Geirólfsnúp sem heldur um Reykjarfjörð í suðri.  Tveir tindar eru á fjallinu og gengur annað þeirra undir nafninu Þorsteinsþúfa, en ekki verður farið frekar út í þá nafngift hér.  Bloggari skokkaði ásamt vini sínum þarna upp fyrir nokkrum árum ásamt ,,Captain Morgan" þar sem þeir upplifðu dagrenningu og hvernig fyrstu morgungeislar sólarinnar gæða heiminn litum og skerpa á ótrúlegri náttúrufegurð svæðisins.  En hér var lagt að stað að morgni en ekki miðnætti.

Ósinn í Reykjafirði var nokkuð fyrirferðarmikil þennan dag, enda búið að rigna heil ósköp vikurnar á undan og nú komin 17° hiti og sól.  Engir voru vaðskórnir þar sem slíkt var ekki talið nauðsynlegt fyrir afburða fjallagarpa.  En mikið andskoti var jökulfljótið kalt og steinarnir í botninum skárust upp í óvarðar kaldar og aumar iljar göngumanna.  En gangan á fjallið er létt og gleðirík og eftir stíg að fara mest alla leiðina.  Og áður en menn vissu af var toppnum á Geirólfsnúpi náð og rétt fyrir austan blasti Þorsteinsþúfa við hópnum.

Og þvílíkt útsýni en Strandir skörtuðu sínu fegursta þennan dag, með háskýjum og blárri birtu og ótrúlegri fjallasýn.  Í vestri blasti við jökullinn með Hrollaugsborg, Reyðarbungu, Hljóðabungu og Jökulbungu lengst í norðri.  Í suðri lágu Drangaskröð að fótum göngumanna og lengra í suðri teygði Reykjaneshyrnan sig upp fyrir fjallið vestan við þau.  Kaldbakshornið lengra í suðri ásamt fjallahryggjum austur stranda.  Í norðri blöstu Kálfatindar Hornbjargs við og glitti í Hælavíkurbjargið vestar.  Undir fótum okkar var Reykjarfjörður og lengra í norður Þaralátursfjörður, Furufjörður, Bolungarvík, Barðsvík og Smiðjuvík.  All kunnuglegar gönguslóðir göngumanna og rifjuðust upp skemmtilegar minningar úr gönguferðum Hallgríms Bláskógs.

aftur_i_skona.jpgKarlmennirnir ákváðu að hlaupa á Þorsteinsþúfu á meðan konurnar nutu veðurblíðunnar á Geirólfsnúp.  Síðan var gengið til baka og kuldinn í ósnum rifjaðist upp við vaðið norður yfir en allt slíkt hafði gleymst í algeymi göngunnar.  Í annað sinn á minna en sólarhring kom hópurinn göngumóður í Reykjafjörð þar sem sundlaugin beið til að láta þreytu og strengi líða úr sér.  Eftir grillið á tjaldstæðinu var rétt að fá sér göngutúr milli bæja, hitta heimamenn og eiga við þá notalegt spjall og njóta andrúms Reyðarfjarðar.  Staðurinn á sína sögu sem gaman er að rifja upp og velta fyrir sér lífi íbúa á slíkum stað í upphafi síðustu aldar.  Pönnukökur voru pantaðar hjá Lillu daginn eftir áður en farið yrði í loftið til Ísafjarðar.

Eftir heitar pönnukökur, sumir vilja þær bara beint af pönnunni, var byrjað að segja sögur og Ragnar kominn á gott skrið.  Hér kemur ein af vinum hans og nágrönnum úr Bolungarvík á Ströndum, Reimari og Jónasi.

Eitt sinn áttu þeir félagar sem oftar leið í kaupstað til Ísafjarðar.  Þeir voru þekkir fyrir ráðdeildarsemi og hverskyns óþarfa eyðsla blggari_me_reykjarfjor_i_baksyn.jpgeða sóun var þeim fjarri.  Þegar þeir komu í Ásgeirsverslun var hverjum hlut velt við og skoðað og karpað um verðið.  Á þessum tíma hafði komið upp barnfaðerismál á Ísafirði þar sem sjö menn höfðu verið orðaðir við stúlkuna.  Hún hafði stefnt þeim öllum og meðal annarra afgreiðslumanninum í versluninni.  Sá sami afgreiðslumaður var orðinn verulega pirraður á þeim bræðrum og sagði að lokum við þá ,,Hvað eruð þið að rífa ykkur og karpa um verð á hlutum sem þið hafið ekki hundsvit á?  Menn sem aldrei hafa farið í skóla og kunnið ekki að reikna!  Þið afdalafúsarnir hafið bara ekkert í kaupstað að gera"  ,,Ó jú rétt er það hjá þér" sagði Reimar.  ,,Aldrei hef ég í skóla komið og kann sjálfsagt ekkert að reikna.  Enda hefur mér aldrei verið boðið upp á Sjöstjörnuna"  Afgreiðslumaðurinn lét ekki fleiri athugasemdir falla um þá félaga eftir þetta svar en afgreiddi þá rjóður á vanga.

Flugið gekk vel heim til Ísafjarðar með útsýni yfir norðanverðar strandir og suður allt Djúp.  Lent í faðmi fjalla blárra áður en haldið var aftur í frumskóg Tungudals sem skartaði sínu fegursta síðsumars í ágúst.

 hofnin_i_reykjarfir_i.jpg

span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 285737

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband