13.7.2009 | 07:21
Frelsi og hagsæld
Bloggari man þá tíð, fyrir 1991, þegar allt var bannað á Íslandi og ríkið skammtaði ferðamanagjaldeyrir úr hnefa og menn fóru í fjármálaráðuneytið til að fá leyfi til að taka erlent lán. Fyrirhyggjan var alger og höftin á þjóðina mikil. Fyrir utan virkismúra Íslands var allt annað upp á teningnum og þeir sem Íslendingar vilja ber sig saman við, vestur Evrópubúar, gátu boðið íbúum sínum upp á mun betri lífskjör. Allt breyttist þetta með Viðeyjarstjórninni þar sem byrjað var á að taka til í kerfinu, einfalda og skera niður báknið, og auka frelsi til athafna. Samningurinn um Evrópskt efnahagsvæði 1994, EES, gerði svo gæfu muninn og þjóðin komst loks með tærnar þar sem vestur Evrópa var með hælana. Upptaka regluverks ESB í viðskiptum þar sem fjórfrelsið er þungamiðjan í þessu bandalagi þjóða um viðskipti hafði gríðarleg jákvæð áhrif á Ísland.
Nú má deila um hvort þetta hafi verið til góðs þar sem þjóðin hafi síðan algerlega farið fram úr sér og misnotað það frelsi sem henni var falið. Það má þá segja eins að rétt sé að hafa alla í fangelsi, enda myndi það útrýma glæpum. Það að menn hafi farið fram úr sér og stjórnmálamenn hafi brugðist skyldu sinni þíðir ekki að leggja eigi niður stjórnmál. Að menn hafi farið fram úr sér með nýtilkomið frelsi og því eigi ófrelsi að ríkja og taka eigi upp fyrirhyggju ríkisins. Enda kennum við stjórnmálamönnum um hvernig fór, og því ættum við þá að treysta þeim fyrir öllum hlutum til framtíðar, meðal annars að reka fyrirtækin.
Bloggari er ekki tilbúinn að bakka til gamla tímans með höftum og fyrirhyggju. Í dag geta Íslendingar flutt hvert sem er innan EES og fengið sér vinnu. Fjórfrelsið er leiðarvísir þjóðarinnar til nýrrar bjargálna og það er best tryggt með inngöngu í ESB. Upptaka evru á svo að fylgja á eftir, enda sjá allir skynsamri menn að krónan er ónýt.
Það er þyngra en tárum tekur að horfa upp á stöðu þjóðarinnar varðandi IceSave. En skaðinn er löngu skeður. Hér verður ekki talað um alla þá vitleysu sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði í þessu mikilvæga máli. Setja stúdent yfir samningaviðræðum sem síðan lætur hafa við sig þvílíkt grobb viðtal í Mogganum og bætir því við að hann hafi ekki getað hugsað sér að hafa málið hangandi yfir sér í sumarleyfinu, og því ákveðið að ganga frá samningum. Eins klikkað og þetta hljómar þá er ekki við öðru að búast af fólki af hans sauðarhúsi, sem aldrei hafa skilið hvaðan auður kemur og telja að hann hrynji af himnum ofan. Það þurfi bara að útdeila honum.
Miklu verra er að hugsa um alla vitleysuna sem átti sér stað eftir bankahrunið í október. Sjálfstæðismenn sem sátu þar við stjórnvöldin, ég tel ekki bankamálaráðherrann með, sýndu fullkomið ráðleysi við vandanum. Vanda sem hafði blasað við þeim frá upphafi ársins. Þeir máttu vita að með því að ábyrgjast inneignir bankanna á Íslandi, skuldbundu þeir sig um leið til að gera slíkt hið sama um reikninga á EES. Á sama tíma ákváðu Þeir af mikilli góðmennsku að greiða niður peningamarkaðsjóði gjaldþrota bankana um 280 milljarða króna, og láta skattgreiðendur borga. Öll þessi vitleysa um að stofna nýja banka hefur sennilega kostað þjóðina hundruðir milljarða króna. Það sem við horfum á núna í þinginu eru afleiðingar af allri vitleysunni, þar sem enn ráðalausari stjórnmálamenn halda í tauminn.
En bloggari er sjálfum sér samkvæmur þegar kemur að frelsinu. Því má ekki fórna og Ísland má ekki einangrast út í miðju Atlantshafi. Bloggari treystir ekki Íslenskum stjórnmálamönnum til að tryggja frelsi og efnahaglega velsæld þjóðarinnar. Hann telur að þjóðinni sé betur borgið með samningum við nágranna sína, sem deila með henni gildum og arfleið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.7.2009 kl. 05:56 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú að sjálfsögðu fór ég áratug fram í tímann. Takk fyrir ábendinguna. Ég laga þetta.
Gunnar Þórðarson, 15.7.2009 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.