11.7.2009 | 11:00
Sögur úr Fljótavík
Frægasti íbúi Hornstranda fyrr og síðar er eflaust Atli þræll Geirmundar Heljarskins. Talið er að hann hafi haldið bú Geirmundar í Fljótavík, þegar hann tók þá ákvörðun að taka norska skipbrotsmenn upp á vetrarvist, sem höfðu brotið skip sitt norðan-verður við Kögurinn. Skipstjórinn, Vébjörn sygnakappi, kom áhöfn sinni til Fljótavíkur, og þurftu að fara fyrir ófæru sem síðan heitir Sygnahleif, þar sem Atli tók við þeim eins og áður segir. Þegar Geirmundur frétti að uppátæki þræls síns gerði hann honum boð og spurði hvernig honum dirfðist að taka heila skipshöfn upp á sinn kost án þess að bera undir sig. Því svaraði Atli ,,að það mundi uppi meðan Ísland væri byggt, hversu mikils háttar sá maður muni verið hafa, að einn hans þræll þorði að gera slíkt að honum forspurðum" Geirmundi líkaði svarið svo vel að hann gaf Atla Fljótavík og heitir bæjarstæðið síðan Atlastaðir. Einmitt þar bjó afi höfundar, Júlíus Geirmundsson, þar sem 13 börnum var komið á legg við erfiðar aðsætæður.
Einmitt í sumar, seinnipartinn í ágúst, fer höfundur með stórfjölskyldu sína til að dvelja í afslöppun við veiðar í nokkra daga. Með í för verða eiginkona, þrjú börn, þrjú tengdabörn og tvö barnabörn.
Ein af mörgum ferðum í Fljót rifjast upp, sem farin var um verslunarmannahelgi í góðra vina hópi þar sem ásamt fjölskyldu höfundar var Nonni Gríms með fjölskyldu sína og Bárður bróðir hans. Við fórum siglandi á Loga ÍS, sem var átta metra langur Sómabátur. Aðstæður er þannig í Fljóti að illt er að leggja báti á laginu, þar sem víkin er opin fyrir hafi og lítið um skjól norð- og vestlægum áttum. Margir bátar hafa einmitt sokkið eða rekið upp í sandinn í krikanum við Grundarenda, sem er heimst í Atlastaðarhlíð. Enn ber Gunnvör RE beinin í fjörunni og má sjá kjölinn og keysinn en vélin var fjarlægð á sínum tíma.
Það var því ákveðið að sigla Loga upp ósinn í Fljótavatn, þar sem báturinn væri algerlega öruggur fyrir ölum veðrum. Við hækkuðum hældrifið og settum mann á útkikk fram á stefni og lögðum af stað upp ósinn. Nærri háflæði var en víða leynast grynningar í ósnum og því nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Það var spegil logn og gáraði ekki á haffletinum en töluverður straumur lá inn ósinn þar sem ennþá var aðfall. Þrátt fyrir aðgæslu rákum við skrúfuna í grjóthnullung, en gátum þó haldið ferðinni áfram upp í vatnið þar til við lögðum bátunum við ósinn frá drápslæk. Þar fjaraði undan honum og þá kom í ljós að skrúfan var stórskemmd.
Um nóttina heyrði ég í gegnum svefninn stöðug hamarshögg, án þess að veita því sérstaka athygli. Við sátum nokkur við morgunverðarborðið þegar Nonni Gríms vindur sér inn og biður mig að koma með sér niður í bát, sem er um tíu mínútna gangur. Þegar þangað kom sýndi hann mér skrúfuna, sem var eins og ný eftir lagfæringar um nóttina. Þetta var alveg ótrúlegt hvernig hann gat lamið til skrúfublaðið, sem er úr áli, þar til að var renni slétt og komið í sína upprunalegu mynd. Hann er mikil hetja hann Nonni og ótrúlegt þrekvirki að sitja þarna heila nótt án þess að fá sér blund í brá. Ekki er höfundi kunnugt um hvort hann hafi fengið vott né þurrt þennan tíma, en telur þó víst að eitthvað hafi verið um hið fyrrnefnda.
Það var frekar treg veiði í vatninu á þessum tíma og því ákváðum við Nonni að kíkja upp í Reyðá og athuga með silung þar. Við ákváðum að fara siglandi á léttabátnum og tókum Bárð bróðir Nonna með og lögðum af stað við háflæði upp úr kvöldmat Við reiknuðum með heimkomu upp úr hádegi daginn eftir en þetta er um fimm kílómetra leið upp að botni Fjótavatns. Það var fagurt ágústkvöld, léttskýjað og bærðist ekki hár á höfði. Eina sem raskaði ró víkurnar var gnýrinn i utanborðsmótornum, sem fljótlega þurfti að drepa á og draga upp. Við vorum komnir að Langanesi og þrátt fyrir háa sjávarstöðu, en sjávarfalla gætir töluvert við nesið, er algerlega ómögulegt að nota mótor þar vegna grynninga. Við óðum því með bátinn í togi um hálfan kílómetra þar til komið var í dýpið ofan Langaneseyra, þar sem mótorinn var ræstur og báturinn klauf spegilslétt vatnið áleiðis upp að Reyðá. Við höfðum sigld framhjá Svíná og síðar framhjá Hvanná en framundan blöstu Jökuldalir við, sem eru vatnasvið Reyðá og fljótlega opnaðist Þorleifsskarð ferðalöngum, sem er ferðaleið yfir fjöllin úr Víkunum (Hælavík, Hlöðuvík og Kjaransvík).
Það var komið fram undir miðnætti þegar bátinn tók niður við eyrarnar framan við Reyðá, þar sem honum var kippt á land og áhöfnin kom sér síðan fyrir í grasi gróinni laut og skriðu í svefnpokana. Við ætluðum að leggja okkur í nokkra klukkutíma áður en veiði hæfist.
Nóttin var ótrúlega falleg og komið töluvert rökkur. Fullt tunglið virtist dans ofan á fjallabrúnum upp af Jökuldölum, sem skáru sig greinilega úr vegna skin mánans. Þetta var of áhrifaríkt og mikilfenglegt til að sofna. Við lágum því og spjölluðum saman og rifjuðum upp gamlar minningar. Það eina sem rauf næturkyrrðina við Reyðá þessa nótt, voru hláturrokur ferðamannanna sem skemmtu sér svo vel við að rifja upp bernskubrek og pakkastrik. Einstaka stjarna sindraði á himnum, en mánaskinið yfirgnæfði þó allt þessa nótt. Hafi tveir vinir notið samvista í frábæru umhverfi, var það hér við ósa Reyðá þar sem veiðin beið fyrstu geisla nýs dags.
En við gátum ekki beðið og um þrjú leytið stóðum við upp og gengum yfir fjalldrapann og síðan í gegnum birkiskóginn að ánni. Í tunglskininu mátti sjá glitra á endalausan fjölda silunga sem þustu af stað við ófriðinn. Áin var full af fiski og veiðihugurinn tók nú öll völd. Við fetuðum okkur rólega niður eftir ánni, brutum okkur leið í gegnum birkið þar til við náðum niður á eyrarnar þar sem Reyðá rennur í Fljótavatn. Við óðum út í vatnið og spúnninn var varla lentur þegar beit á. Það var mokveiði og fljótlega byrjuðum við að sleppa fiski. Klipum agnnúið af spúninum til að auðvelda sleppinguna, en veiðin var miklu meiri en við höfðum þörf á.
Þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar brutu sér leið í gegnum austurhiminn, tók alla veið undan. Það kom ekki að sök og eftir að hafa eldað okkur hafragraut og skolað niður með kaffi, lögðum við að stað heim á Atlastaði. Það er eitthvað við bjarta sumarmorgna á Íslandi, sem gerir þá einstaka. Lognkyrrðin alger og geislar sólar spegluðust í vatninu. Manni fannst hjartað tifa í brjóstinu og slá taktinn við þetta algeymi sem náttúran bauð okkur upp á. Þetta hafði verið stórkostleg nótt notalegur morgun, sem hverfur okkur aldrei úr minni.
Það hafði spurst til ferðar okkar á næstu bæi við Atlastaði, og sú saga komist á kreik að við hefðum farið með net upp í Reyðá. Til að koma í veg fyrir misskilning fórum við í heimsókn með hluta veiðinnar til að gefa íbúum í matinn. Greinilegt er á feitri bleikju ef hún ef hún er veidd í net og leyna sér ekki netaförin. Engin slík voru á þessum fiski, enda þurfti ekki net til við þá veiði sem við lentum í. Hinsvegar gaf silungurinn sig bara meðan rökkvað var, eins og áður segir. Fólk hafði gert sér ferð fram eftir til að veiða, þar sem tregt var í ósnum og við Langanesið, en þrátt fyrir torfur af fiski, hafði hann ekki gefið sig til veiði.
Það var komið að heimferð og aðeins byrjað að ýfa sjó og hreifa brimi á ströndinni. Við ákváðum að skilja börnin eftir í landi ásamt tveimur fullorðnum, en restin að sigla Loga út í Dumbshafið gegnum ósinn. Nú gættu menn betur að sér með grynningar og þegar við nálguðumst þar sem hafið mætir ánni ólgaði sjórinn og bárurnar ýfðust upp og brotnuðu hvítfyssandi. Þarna er orðið nokkuð djúpt og keyrðum við bátinn því af öryggi í gegnum boðaföllin, þannig að vel gaf yfir Loga, þar til við komum út á sjóinn. Nú þurfti að fara á léttbátnum í land undir Grundarás til að sækja þá sem eftir urðu í landi.
Heimferðin gekk vel en þegar komið var í höfn beið Jói Júl eftir okkur á bryggjusporðinum. Hann var alvörugefinn og hafði spurnir af ferðum okkar á Loga upp í ósinn. Taldi hann þetta hafa verið feigðarflan og var okkur reiður fyrir glannaskapinn. Ósinn væri ekki til að fara upp á svona stórum báti og þar talaði maður með reynslu, enda fæddur og uppalinn í Fljótavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2009 kl. 08:35 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær sagnarandi þarna á ferð, takk fyrir mig.
Steingrímur Helgason, 12.7.2009 kl. 00:46
Takk fyrir og verði þér að góðu.
Gunnar Þórðarson, 12.7.2009 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.