Stóri hvellur

big_bang.jpgFyrir tugum milljarða ára var alheimurinn minni en kaffibolli.  En þá allt í einu varð mikill hvellur sem kallaður hefur verið ,,Stóri hvellur" og efnisagnir þeyttust í allar áttir með gríðarlegum hraða.  Hitinn var milljónir gráða en strax í upphafi mynduðust tvö frumefni, vetni og súrefni, undirstaða vatns (H20) og þar með lífs.  Ekkert ljós var til og því algjört myrkur umleikið þessum nýja heimi, sem milljónfaldaðast að stærð með auknum hraða.  Löngu seinna mynduðust fleiri frumefni, fyrst gastegundir, og allt í einu varð ljós.  Síðan byrjaði stjörnumyndun og við það byrjuðu þær að hafa áhrif hvor á aðra með aðdráttarafli og stjörnukerfi mynduðust ásamt vetrarbrautum.  Eftir að stjörnur urðu til byrjuðu að myndast frumefni eins og málmar í kjörnum þeirra, járn og síðar gull og blý.  Allt tók þetta marga klukkutíma í sögu alheimsins en fyrir nokkrum mínútum síðan myndaðist líf á jörðinni, fyrst fyrir áhrif kjarnasýra og var í upphafi mjög frumstætt.  En þetta frumstæða líf þróaðist áfram og varð sífellt flóknara þar til fyrir örfáum sekúndum síðan að maðurinn varð til.  Heimurinn er enn að þenjast út og mun að lokum eyðast og ekkert verður eftir, nema ef til vill lítill kaffibolli af efni í alheiminum. 

Eftir að líf myndaðist á jörðinni hefur því nokkrum sinnum verið nánast eytt af öflugum náttúruhamförum, eins og loftsteinum og eldgosum.  Náttúruhamförum sem sannarlega geta dunið yfir jarðarbúa hvenær sem er.

Ef horft er á heiminn með svona breiðri linsu verða atburðir eins og kreppan á Íslandi óskaplega ómerkileg.  Kreppan er reyndar óttalega ,,smávægileg" miðað við náttúruhamfarir eins og t.d Kötlugos.  Eitt öflugt eldgos gæti gert allt karpið sem nú á sér stað um IceSave og bankakreppu að algjöru aukaatriði. 

Svo ekki sé talað um grundvallar spurninguna um hvaðan kemur alheimurinn og hvert er hann að fara.  Í rúmlega tvö þúsund ár hefur maðurinn verið að velta þessu fyrir sér og mestu hugsauðir heims reynt að svara þeim spurningum.  Fyrst voru það grískir heimspekingar eins og Aristóteles og síðar menn eins og Kepler, Galileo, Newton, Alfa, Gamma, Einstein og Hubbel, svo fáir séu nefndir.  Með því að leggja saman þúsunda ára hugsun hafa menn komið með þá mynd sem að framan er lýst.  Allt með því að nota þekkingu og vísindi, spyrja spurninga og reyna að finna svör.

Ef heimurinn og tilvist hans eru skoðuð í þessu ljósi gæti maður spurt sig hvort að það sé þess virði að standa í öllum þeim illindum og deilum sem menn takast á um þessar mundir, í stað þess að njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða.  Í rauninni eru skuldir Íslands bara stafrænar framsetningar með 0 og 1 til skiptis.  En vissulega hefur það áhrif manneskjur og þurrkar út framtíðardrauma og rústar áætlunum.

Fólk grípur oft til þess að nota orð eins og siðleysi og að fullyrða að maðurinn sé ómögulegur, gráðugur og vondur.  En í raun og veru eru menn, þar með talið í aðdraganda bankakreppu, að haga sér eins og við er að búast, af siðuðum mönnum.  Ef siðleysið væri algert væri enginn að tala um það og hugtakið væri óþekkt.  Svona er maðurinn og kannski sem betur fer, enda eru kreppur eðlilegasta fyrirbæri sem til er.  Kapítalisminn er til dæmis ekki fullkominn, sem betur fer.

En maðurinn er frábær eins og sagan hér á undan sýnir.  Hvernig hann getur sett fram tilgátur og síðan með þrautsegju í gegnum árþúsundir, þar sem hæfustu einstaklingar veraldra leggja sig fram, sannað þær.  Eða afsannað.

Það fær hinsvegar blóðið til að ólga í bloggara þegar menn gera lítið úr menntun og þekkingu og hæfileika mannsins til að takast vísindalega á við sín viðfangsefni.  Vilja notast við hundalógík í stað vísinda og svara spurningum án þess að spyrja þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Gunnar. Afstæð hugsun lengi lifi, því hef ég jafnan fylgt! En þegar drepið er niður fæti í raunheimi í rauntíma, þá er verið að rústa Íslandi í einum efnahags- Stórahvelli með Icesave- gjörningnum. Ef hann gengur eftir, þá mun langur tími líða þar til fyrirtækjastjörnur fara að myndast, hvað þá líf.

Óháð menntun, staðreyndum og þekkingu, þá vinna ESB- sinnarnir sín myrkraverk, núna með ólíklegri hjálp nautsins mikla, Steingríms J. sem brýtur niður hverja hindrunina af annarri fyrir ykkur ESB miðjufólkið. En honum sést ekki fyrir.

Ívar Pálsson, 4.7.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 285605

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband