25.6.2009 | 16:43
Tíðindalítið af suðurvígstöðum
Það er lítið að frétta héðan frá miðbaug þar sem annað skammdegi ársins lúrir yfir íbúunum. Birtir varla fyrr en upp úr hálf sjö og orðið dimmt um kvöldmat. Á sama tíma arka félagar úr Hallgrími Bláskóg um suðuland Íslands, sautján að tölu, enda vantar bloggara í hópinn. Bloggari náði þó símasambandi við þá í morgun og lét vita af rigningu í dag, en spáin er góð fyrir næstu þrjá daga. Það sem skipti máli í veðurspánni er að hér eru menn þrjá tíma á undan og hafa því framtíðina fyrir framan sig, eins og konan komst svo vel að orði.
Helstu fréttir héðan eru þær að þegar bloggari kom heim eitt kvöldið fyrr í vikunni, bar vörðurinn við hliðið sig illa upp við hann og sagðist vera svangur. Honum var bent á að slíkt kæmi viðkomandi ekkert við, enda væri hann starfsmaður öryggisfyrirtækis sem hefur samning um að gæta öryggis íbúa við 12 Basarabusa, Bugalobi. En það runnu tvær grímur á bloggara enda greyptist náfölt og vesældarlegt andlit varðarins í huga hans. Haglabyssan hans væri nú ekki líkleg til að gagnast við varnir hússins ef ekki væri nein orka til að munda hana. Þannig að þegar inn í húsið var komið bað bloggari þjónustukuna um að færa honum te og brauðsneið.
Í gær hrindi þjónustukonan í bloggara í vinnuna til að segja honum þær fréttir að varðar skömmin væri búinn að vera við hliðið á þriðja sólarhring, án þess að vera leystur af. Hann hafði ekki fengið neitt að borða, nema kvöldmat bloggara og ekki komist í bað eða getað skipt um föt. Hann hafði ekki síma og enga talstöð, þó það væri partur af samning við öryggisfyrirtækið og gat því ekki látið vinnuveitandan vita af ástandinu. Rétt er að taka fram að rán eru daglegt brauð á þessum slóðum og því full ástæða til að gæta varkárni. Þennan sama morgun hafði bloggari átt erfitt með að vekja vörðinn þegar hann fór í morgunskokkið, reyndar fyrir allar aldir.
Sennilega var varðar vesalingurinn orðin orkulaus af matarskorti, enda búinn að vera við hliðið í á þriðja sólarhring án þess að vera leystur af. Það er rétt að taka því fram að verðir eiga ekki að vera lengur á vakt en 12 tíma í senn. Bloggari bað vinnukonuna að færa verðinum meintan kvöldverð bloggara frá kvöldinu áður, en hann hafði ófarvarendis snætt kvöldverð á veitingarstað og því var hann óhreifður í ískápnum. Síðar var haft samband við öryggisfyrirtækið og leitað skýringa og beðið um lagfæringu á vinnubrögðunum.
Héðan í frá er dagskipunin sú að þjónustukonan, sem býr í húsi í garði bloggara, færir vörðum te og brauðsneið á hverjum degi. Hún hafði miklar áhyggjur að gríðarlegum kostnaði við þetta, enda um hundruðir króna að ræða daglega. En það er lítið gagn í orkulausum vörðum sem ekki geta einu sinni mundað byssu sína gegn innrásaraðilum.
Bloggari ákvað að ganga lengra í málinu og nú er dagskipunin að vörðurinn í vinnunni, sá sem stendur grár fyrir járnum gegnt vopnuðum félögum sínum í Ameríska sendiráðinu (vöruhúsinu) fái tebolla og kex á hverjum degi. Bloggara varð það allt í einu ljóst að vörðurinn, með hríðskotariffilinn, hefði getað komið til hjálpar í síðustu viku þegar lögreglan og verðir Ameríska sendiráðsins handtóku hann fyrir myndatöku. Hann, eða reyndar hún, hefði getað stormað yfir götuna í ,,blitz krig" og frelsað bloggara fá þeim ódámum sem héldu honum föngum handan götunnar í hálfan annan klukkutíma, í RIGNINGU.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 285737
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.