Sunnudagssíðdegi í Bugolobi

 

gofl_fer_i_uganda_026.jpgBloggari skokkaði seinnipartinn um Bugolobi hverfið, til að ná úr sér golfhroll, en gangurinn hefur verið þyngri en tárum tekur undanfarna daga.  Hér rétt hjá var komið að slysi þar sem boda boda (mótorhjóla taxi) hafði látið lífið í árekstri við bíl.  Þetta er ekki óalgengt en bloggari ók fram á látinn boda boda fyrir hálfum mánuði, á sunnudagsmorgni á leið á golfvöllinn.  Málið er að umferðin er mjög hæg hér en þessir menn, og farþegar þeirra, eru algerlega óvarðir og þarf því lítið til að illa fari.  Í öðru lagi aka þeir um eins og brjálæðingar og virðast ekki gera sér neina grein fyrir áhættunni.

En einmitt það einkennir allt hér.  Gangandi vegfarendur rangla út í umferðina á þess að gæta að sér, og bloggari er dauðhræddur um að aka eftir að myrkra tekur, en götuljós eru lítil sem engin og ljósastillingar á bílum áfátt að sama skapi.  Það er varla mögulegt að koma auga á verur sem strunsa út í umferðina eða ganga meðfram vegaköntum, oft úti á götunni sjálfri.  Annað sem einkennir umferðina hér er að fáir nota bílbelti og börn eru höfð í framsæti án beltis og eru yfirleitt laus í bílunum.  Þetta minnir svolítið á ástandið heima fyrir tuttugu til þrjátíu árum.

Bloggar skokkar oft snemma á morgnana, í niðarmyrkri.  Vinur hans hafði gefið honum rautt blikkljós sem sett er á handlegginn, til að sjást vel að fyrir hugsanlegri umferð.  Eins er hann ávallt með varan á sér.  Stöðugt að fylgjast með hugsanlegri umferð og fara á móti akstursstefnu.  Ef farið er undan brekku verður að vara sig á hjólreiðarmönnum sem koma hljóðlaust aftan að manni og alls ekki hægt að treysta á dómgreind þeirra við hugsanlegri hættu. 

bugalobi_januar_042.jpgÞetta andvaraleysi fólks við augljósri hættu er stórmerkilegt.  Þetta hefur ekkert með hugrekki að gera en á meira skylt við hugsunarleysi. 

En það er stór dagur í lífi bloggara.  ,,Litla"dóttir hans er tuttugu og níu ára í dag.  Lífið brunar áfram og fólkið með.  Það leitar á huga hans hversu mörg og merkileg tækifæri lífið hefur haft upp á að bjóða.  En það þarf að fara vel með það og gæta þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband