14.6.2009 | 13:59
Sunnudagssíðdegi í Bugolobi
Bloggari skokkaði seinnipartinn um Bugolobi hverfið, til að ná úr sér golfhroll, en gangurinn hefur verið þyngri en tárum tekur undanfarna daga. Hér rétt hjá var komið að slysi þar sem boda boda (mótorhjóla taxi) hafði látið lífið í árekstri við bíl. Þetta er ekki óalgengt en bloggari ók fram á látinn boda boda fyrir hálfum mánuði, á sunnudagsmorgni á leið á golfvöllinn. Málið er að umferðin er mjög hæg hér en þessir menn, og farþegar þeirra, eru algerlega óvarðir og þarf því lítið til að illa fari. Í öðru lagi aka þeir um eins og brjálæðingar og virðast ekki gera sér neina grein fyrir áhættunni.
En einmitt það einkennir allt hér. Gangandi vegfarendur rangla út í umferðina á þess að gæta að sér, og bloggari er dauðhræddur um að aka eftir að myrkra tekur, en götuljós eru lítil sem engin og ljósastillingar á bílum áfátt að sama skapi. Það er varla mögulegt að koma auga á verur sem strunsa út í umferðina eða ganga meðfram vegaköntum, oft úti á götunni sjálfri. Annað sem einkennir umferðina hér er að fáir nota bílbelti og börn eru höfð í framsæti án beltis og eru yfirleitt laus í bílunum. Þetta minnir svolítið á ástandið heima fyrir tuttugu til þrjátíu árum.
Bloggar skokkar oft snemma á morgnana, í niðarmyrkri. Vinur hans hafði gefið honum rautt blikkljós sem sett er á handlegginn, til að sjást vel að fyrir hugsanlegri umferð. Eins er hann ávallt með varan á sér. Stöðugt að fylgjast með hugsanlegri umferð og fara á móti akstursstefnu. Ef farið er undan brekku verður að vara sig á hjólreiðarmönnum sem koma hljóðlaust aftan að manni og alls ekki hægt að treysta á dómgreind þeirra við hugsanlegri hættu.
Þetta andvaraleysi fólks við augljósri hættu er stórmerkilegt. Þetta hefur ekkert með hugrekki að gera en á meira skylt við hugsunarleysi.
En það er stór dagur í lífi bloggara. ,,Litla"dóttir hans er tuttugu og níu ára í dag. Lífið brunar áfram og fólkið með. Það leitar á huga hans hversu mörg og merkileg tækifæri lífið hefur haft upp á að bjóða. En það þarf að fara vel með það og gæta þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 285834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.