Fjölskylduharmleikir

Það er hörmulegt að horfa upp á fjölskylduharmleiki sem koma til vegna íslensku kreppunnar, þar sem bankar fóru í þrot og settu hagkerfið á hliðina.  Soffanías Cecilsson er ekki eina fyrirtækið þar sem meirihluti fjölskyldufyrirtækis nánast kúgar minnihlutann með röngum ákvörðunum.  Ég þekkti Soffanías gamla vel hér áður og sem mikinn heiðursmann, glúrinn í viðskiptum og ráðdeildarsamur.

Í undanfari hrunsins voru margir sem sáu að íslensku bankarnir voru annaðhvort kraftaverk eða byggðir á sandi.  Þeir sem ekki trúa á það fyrrnefnda voru sannfærðir um hið síðara.  Víða hefur verið takist á um stefnur og strauma í fjölskyldufyrirtækum á þessum tíma, enda töluvert um miklar eignir sem gengið höfðu til nýrra kynslóða sem þurfti að ávaxta.  Þar vill minnihluti oft verða útundan og er neyddur til að fylgja röngum árkvörðunum, og oft er brotið á reglum um fundarhöld og formlega ákvörðum um stefnu í fjárfestingum og hvernig eigi að ávaxta höfuðstólinn.  Það er aldrei of varlega farið í svona hlutum enda skilja þeir eftir óbrúanlegt gil milli fjölskyldumeðlima.  

Það verður þó að segjast eins og er að stór hluti þjóðarinnar trúði á kraftaverkið.  keypti sér hús, oft með erlendum lánum, sem voru mun dýrari en fjárhagur leyfði, fyrir utan tvo til þrjá bíla á hlaðinu, allt keypt eða leigt af okurlánurum (kaupleigum).  Það voru ekki nema rúmlega 70 þúsund bílar á götunni, á slíkum kjörum í gangi þegar hrunið kom í október s.l.  Sumir fá finna sér blóraböggul við slíkar aðstæður og kenna frjálshyggju eða kapítalisma um allt saman.  En þegar allt kemur til alls ber hver ábyrgð á sjálfum sér.  Reyndar er sárt að hugsa til þess hvernig bankar létu starfsmenn sína, grímulaust, taka þátt í ruglinu með því að færa sparifé í peningamarkaðssjóði, sem þeir notuðu svo í þágu eiganda sinna.

Ég yrði ekki hissa á að mörg dómsmál ættu eftir að rísa þar sem beitt var ofríki og gengið framhjá löglegum og heiðarlegum viðskiptaháttum við ákvarðanir innan fjölskyldufyrirtækja.  Ákvörðunum sem kostuðu kostuðu viðkomandi félög, og fjölskyldur mikla fjármuni.  Það er alltaf sárt þegar slíkt gerist innan fjölskyldna, enda eru slíkar stofnanir ekki heppilegar fyrir slíka starfsemi eins og ákvarðanir um áhættu og ávöxtun fjármuna.

 


mbl.is Skip og veiðiheimildir í nýtt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband