14.6.2009 | 04:46
Fjölskylduharmleikir
Það er hörmulegt að horfa upp á fjölskylduharmleiki sem koma til vegna íslensku kreppunnar, þar sem bankar fóru í þrot og settu hagkerfið á hliðina. Soffanías Cecilsson er ekki eina fyrirtækið þar sem meirihluti fjölskyldufyrirtækis nánast kúgar minnihlutann með röngum ákvörðunum. Ég þekkti Soffanías gamla vel hér áður og sem mikinn heiðursmann, glúrinn í viðskiptum og ráðdeildarsamur.
Í undanfari hrunsins voru margir sem sáu að íslensku bankarnir voru annaðhvort kraftaverk eða byggðir á sandi. Þeir sem ekki trúa á það fyrrnefnda voru sannfærðir um hið síðara. Víða hefur verið takist á um stefnur og strauma í fjölskyldufyrirtækum á þessum tíma, enda töluvert um miklar eignir sem gengið höfðu til nýrra kynslóða sem þurfti að ávaxta. Þar vill minnihluti oft verða útundan og er neyddur til að fylgja röngum árkvörðunum, og oft er brotið á reglum um fundarhöld og formlega ákvörðum um stefnu í fjárfestingum og hvernig eigi að ávaxta höfuðstólinn. Það er aldrei of varlega farið í svona hlutum enda skilja þeir eftir óbrúanlegt gil milli fjölskyldumeðlima.
Það verður þó að segjast eins og er að stór hluti þjóðarinnar trúði á kraftaverkið. keypti sér hús, oft með erlendum lánum, sem voru mun dýrari en fjárhagur leyfði, fyrir utan tvo til þrjá bíla á hlaðinu, allt keypt eða leigt af okurlánurum (kaupleigum). Það voru ekki nema rúmlega 70 þúsund bílar á götunni, á slíkum kjörum í gangi þegar hrunið kom í október s.l. Sumir fá finna sér blóraböggul við slíkar aðstæður og kenna frjálshyggju eða kapítalisma um allt saman. En þegar allt kemur til alls ber hver ábyrgð á sjálfum sér. Reyndar er sárt að hugsa til þess hvernig bankar létu starfsmenn sína, grímulaust, taka þátt í ruglinu með því að færa sparifé í peningamarkaðssjóði, sem þeir notuðu svo í þágu eiganda sinna.
Ég yrði ekki hissa á að mörg dómsmál ættu eftir að rísa þar sem beitt var ofríki og gengið framhjá löglegum og heiðarlegum viðskiptaháttum við ákvarðanir innan fjölskyldufyrirtækja. Ákvörðunum sem kostuðu kostuðu viðkomandi félög, og fjölskyldur mikla fjármuni. Það er alltaf sárt þegar slíkt gerist innan fjölskyldna, enda eru slíkar stofnanir ekki heppilegar fyrir slíka starfsemi eins og ákvarðanir um áhættu og ávöxtun fjármuna.
Skip og veiðiheimildir í nýtt félag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 285833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.