Śr Sjómannablaši Vesturlands

Mikil įtök hafa veriš undanfarin įr um fiskveišistjórnunarkerfiš, og sitt sżnist hverjum.  En žegar upp er stašiš žį ber aš velja stefnu sem žjónar hagsmunum Ķslensku žjóšarinnar best.  En hver er sś stefna og hvernig stżrum viš žessari mikilvęgu aušlind žjóšarinnar žannig aš žjóšin ķ heild beri sem mest śr bķtum?

Stjórnleysi, eša žaš sem kallaš er opinn ašgangur aš aušlindinni, er ekki sś lausn sem žjóšinni er fyrir bestu.  Um žaš eru flestir sammįla og nęrtęk dęmi um slķkt eru vķša um heim.  Eitt dęmi er hér ķ Śganda žar sem veišar śr einu stęrsta stöšuvatni ķ heimi, Viktorķuvatni, eru komnar ķ öngstręti.  Eftir aš markašur opnašist fyrir fiskinn śr vatninu hefur sóknin veriš takmarkalaus, en įšur var hśn bundin viš aš fęša samfélög sem bjuggu ķ kringum vatniš.  Įšur var róiš meš įrum og notast viš frumstęš veišarfęri, en ķ dag eru notašir mótorar og afkastamikil veišarfęri śr gerviefnum.  Meš hruni fiskistofna veršur veiši minni į sóknareiningu og allir bera minna śr bķtum og fįtękt er landlęg ķ fiskimannasamfélögum kringum vatniš.   

Žó frelsi sé almennt gott ķ višskiptum gengur žaš illa upp žegar kemur aš endurnżjanlegum aušlindum eins og fiskistofnum.  Halda žarf stofnstęršum ofan hagkvęmra marka og žvķ naušsynlegt aš takmarka ašgengi fiskimanna aš mišunum.   Óheftar veišar ķ ólympķskri samkeppni koma ķ veg fyrir hagkvęma nżtingu fiskveišiaušlindar og hefur oft veriš kallaš ,,raunir almenninga" žar sem menn keppast um aš veiša žar til stofnarnir hrynja.  Žessu mį lķkja viš bęndur sem stunda beit ķ sama dalnum.  Žó beitilandiš sé ofnżtt freistast hver bóndi til aš sleppa fleiri kįlfum ķ dalinn, vitandi aš hann ber ekki žann fjölda sem fyrir er.  ,,Ef ég geri žaš ekki žį mun nįgranni minn gera žaš" hugsar hver um sig, og allir tapa.

Um žetta eru flestir sammįla en žį kemur aš žvķ aš įkveša hvernig eigi aš takmarka sókn ķ fiskveišiaušlinda.  Ķ rauninni er hęgt aš gera žaš meš žvķ aš įkveša hįmarks veišimagn į įri fyrir hverja tegund fyrir sig og stoppa veišar žegar žvķ er nįš.  Lķffręšilega gengur žetta vel upp en er hörmulegt fyrir hagkvęmni og stjórnun į mešafla viš veišar.  Samkeppnin gengur śt į aš afla magns en gęši eru fyrir borš borin og žarf ekki annaš en hugsa til žeirra tķma žegar skuttogarar tóku išulega inn 20 til 60 tonna höl žar sem allur aflinn var meira og minna ónżtur.  Og žeir sem eru komnir yfir mišjan aldur muna žann tķma žegar žorskafla var sturtaš śt į tśn vegna žess aš frystihśsin höfšu ekki undan veišinni.   Į žessu įrum gekk veišin śt į aš afla magns en ekki veršmęta.  Slķkt kerfi kallar į sóun žar sem fiskveišiaršinum er sólundaš, engum til góšs.  Žaš hefur veriš sagt aš žjófnašur sé skįrri en sóun žar sem žjófurinn hafi möguleika į aš hagnast, en enginn ber neitt śr bżtum viš sóun.

Framseljanlegir veišikvótar nżtast vel til aš tryggja hagkvęmni veišar og leysa jafnframt vandamįl viš mešafla.  Sem dęmi mį nefna aš erfišlega hefur gegniš aš veiša upp żsukvóta žar sem žorskur er mešafli og takmarkaš framboš er af lausum kvóta.  Ķ Evrópusambandinu hefur vandamįl meš mešafla veriš leystur žannig aš honum er hent fyrir borš, en slķkt kallar į mikla sóun aušlindarinnar og er fjarri žvķ aš tryggja hagkvęma nżtingu hennar.  Meš framseljanlegum veišikvótum geta menn hinsvegar keypt eša leigt sér žann kvóta sem žeir žurfa, ž.m.t. vegna mešafla. 

Framseljanlegt kerfi getur sķšan veriš meš żmsum hętti.  Į Ķslandi hefur sś leiš veriš farin aš mynda eignarrétt į nżtingu aflaheimilda, til aš hįmarka virši žess afla sem veišist.  Bent hefur veriš į aš śtgeršarmenn hįmarki nżtingu į eign sinni og žannig hįmarki žeir afrakstur aušlindarinnar.  Slķkt tryggir vel žaš sem lagt er upp meš aš tryggja fiskveišiarš ķ greininni.  Hinsvegar žarf aš girša fyrir hverskonar brask meš aflaheimildir, enda žjónar žaš ekki žjóšhagslegum hagsmunum.

Evrópusambandiš setur reglur um afkastagetu flotans til aš stżra veišimagni, m.a. meš stęrš skipa og vélarstęrš.  Stefna žeirra er ķ algjöru öngstręti enda veišigeta um 60% umfram afrakstur stofna, meš neikvęšan fiskveišiarš og rķkisstyrkir notašir til aš stoppa ķ gatiš.  Žessa dagana berast žęr fréttir frį Brussel aš Framkvęmdastjórn sambandsins vilji fara veg Ķslendinga ķ fiskveišistjórnun meš žvķ aš einkavęša sóknina meš framseljanlegum kvótum.  Ķ žeirri trś aš einmitt eignarrétturinn skapi įbyrgš hjį fiskimönnum til aš umgangast aušlinda og hįmarki aršsemi hennar.

Rķkiš getur einnig leyst til sķn kvótann (fyrningarleiš) og leigt sķšan til śtgeršarmanna.  Margir halda žvķ fram aš slķkt tryggi hagkvęmni og einnig réttlęti, sem umręšan hefur snśist mikiš um undanfarin įr.  En sporin hręša žegar kemur aš pólitķskri śtdeilingu į gęšum.  Mikiš vantar upp į aš sżnt sé fram į hvernig slķk śtdeiling verši framkvęmd og žaš tryggi žjóšarhag umfram nśverandi kerfi.  Reynslan sżnir hinsvegar, aš oftar en ekki er horft framhjį aršsemi žegar stjórnmįlamenn fįst viš ,,réttlęti"  Rétt er aš taka žvķ fram aš kvótakerfiš var ekki sett į til aš tryggja byggšažróun sem hugnast stjórnmįlamönnum, né til žess aš tryggja višgang fiskistofna.  Žaš var sett į til aš auka framleišni og koma ķ veg fyrir sóun viš fiskveišar. 

Ef viš höldum okkur viš žjóšarhag žį er markmišiš ekki aš fjölga sjómönnum į Ķslandi, heldur auka veršmęti bak viš hvert starf ķ sjįvarśtvegi og lįgmarka kostnaš til langs tķma litiš.  Auka framlegš eins og mögulegt er og žar meš fiskveišiarš.  Sem dęmi mį nefna aš 300 žśsund sjómenn į Srķ Lanka veiša um 250 žśsund tonn af fiski įrlega.  Til samanburšar į Ķslandi eru innan viš 3.500 sjómenn aš veiša frį einni til tveimur milljónum tonna, sem gerir žį sennilega af žeim afkastamestu ķ heimi, allavega hvaš veršmęti viškemur. 

Hér er um grķšarlega mikilvęgt mįl fyrir žjóšina aš ręša og naušsynlegt aš vanda umręšuna.  Viš endurskošun į fiskveišikerfinu žarf žjóšarhagur aš rįša för.  Aš hįmarka framleišni ķ greininni meš žvķ aš lįgmarka kostnaš og hįmarka veršmęti.  Slķk hugtök eru nokkuš föst ķ hendi og hęgt aš ręša um žau meš vitsmunalegum hętti.  Nota reynslu, rannsóknir og žekkingu til aš komast aš skynsamlegustu nišurstöšu fyrir žjóšina.  Hinsvegar er réttlętiš flóknara višfangs og sżnist einum eitt og öšrum annaš.  Žvķ mišur veršur slķk umręša meira ķ skötulķki og fer oftar en ekki nišur į plan lżšskrums og pólitķskra žrętumįla. 

Höfundur er fyrrverandi formašur Sjómannafélags Ķsfiršinga


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Sigurjón Žóršarson

Jęja, žaš žarf greinilega aš fara alla leiš til strķšshrjįšs Sri Lanka til aš réttlęta žetta rugl sem fram fer hér į fiskimišunum.

Hvaš varšar Viktorķuvatniš žį er veišin žar um 1 milljón tonn og žar af fjóršungur nķlarkarfi en žaš er nżkomin śt vķsindarit eftir Jeppe Kolding sem greinir frį žvķ aš veišarnar hafi takmörkuš įhrif į fiskistofnanna en žar séu ašrir stęrri kraftar aš verki ž.e. fiskistofnarnir sjįlfir.

Frį įrinu 1950 og til įrsins 1970 rķkti svokallaš stjórnleysi į Ķslandsmišum en žį var veišin aš jafnaši um 450 žśsund tonn af žorski en aflinn sveiflašist frį 350 žśs tonnum og ķ 550 žśsund tonn.  Nśna eftir svokallaša uppbyggingu žį er rįšlögš veiši nęsta įrs 150 žśsund tonn og allt viršist ętla į ašra hlišina ef žaš į aš gefa handfęraveišar frjįlsar į nż.  Er žetta įrangur?

Hvaš varšar bollaleggingar ESB um stjórn fiskveiša žį hef ég fyrir framan mig tillögur um aukna fiskvernd ķ Noršursjónum og Ķrska hafinu en ég get ómögulega séš aš žar sé minnst į ķslenskt kvótakerfi.

Sigurjón Žóršarson, 7.6.2009 kl. 13:27

2 Smįmynd: Gunnar Žóršarson

Ég sat rįšstefnu ķ vetur meš téšum Jeppe og fannst ekki mikiš koma til.  Žaš er of gott til aš vera satt aš leišin til aš auka veišistofna sé aš veiaš bara meira.  Vera mķn ķ Sri Lanka hefur ekkert meš žessi mįl aš gera, enda er ég nś staddur ķ Śganda og vinn viš fiskimįl.  Žekki žaš žvķ svolķtiš į eigin vinnu hvaš er aš gerast ķ Vikrotķuvatni, og reyndar sķšar ķ Albert vatni.

Ég hefši haldiš aš mašur meš ašra eins reynslu og Sigurjón gęti skil milli lķfręši og hagfręši ķ fiskveišimįlum.  Kvótakerfiš kemur lķfręšinni ekkert viš eins og ég hef veriš aš reyna aš benda į.  Žaš er hęgt aš įkveša veišimagn įn žess aš hafa kvótakerfi.  Hinsvegar ef menn vilja trśa žvķ aš leišin sé bara aš veiša meira og žį aukist stofninn, žį verša žeir aš eiga žaš viš sjįlfan sig.  Hinsvegar ber flestum vķsindamönnum saman um hiš gagnstęša aš veišar hafi veruleg įhrif į fiskistofna.  

Varšandi ESB get ég bent į greinar ķ Economist og eins fréttir BBC um mįliš.

Gunnar Žóršarson, 10.6.2009 kl. 16:49

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frį upphafi: 285834

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband