Brown Haarde

Bloggari var að horfa á blaðamannafund Gerorg Brown forsætisráðherra Breta rétt í þessu.  Það var ekki laust við að hann fylltist Þórðargleði að sjá Brown, óöruggann kvíðinn og greinilega fráfarandi leiðtogi Verkamannaflokksins.  Talandi um heiðarleika og að hann sé ekki hrokafullur, í öðru hvoru orði.  ,,Ég geng ekki frá ábyrgð minni og yfirgef ekki þjóðina á ögurstundu"  Allt minnti þetta á Geir Haarde á haustdögum síðasta ár.  Firrtur stuðningi þjóðarinnar og flokksins, einangraður og leitaði hvergi ráða í vandræðum þjóðarinnar.  Það er líkt með báðum þessum mönnum að hvorugur virðist skilja ábyrgð sína á þeim mistökum sem þeim varð á.  Hvorugur hafði leiðtogahæfileika til að leiða þjóð sína út þeim erfiðleikum sem við blasti.  Hinsvegar er Brown á kaf í pólitískri spillingu, ólíkt Geir Haarde á sínum tíma, sem þurfti hinsvegar að horfa á mistök við ákvarðanir og aðhald.

Sex ráðherrar hafa yfirgefið Brown undanfarið, og tveir eftir að búið var að tilkynna um breytingar í ríkisstjórn.  Það er brostinn á flótti í liðinu og greinlegt að baráttan er töpuð.  Sjálfsagt erfitt fyrir utanríkisráðherra Íslands, sem er ævifélagi í breska Verkamannaflokknum og hlýtur að vera mikil stuðningsmaður þeirra stefnu og athafna sem hann hefur staðið fyrir undanfarin misseri.

Einhvernvegin kenna Bretar ekki frelsi eða kapítalisma um ófarir sínar, líkt og margir Íslendingar gera.  Allavega er ljóst að miðað við skoðanakannanir myndu Íhaldsmenn ná meirihluta í næstu kosningum, og ekki eru þeir talsmenn ríkisafskipta né mótfallnir frelsi einstaklingsins.

Bretar búa við einstaklingskjördæmi og því þarf að kjósa þegar þingmaður hættir eða fellur frá.  Þannig geta breytingar orðið smátt og smátt og þrýst á að ríkisstjórn neyðist til að boða til kosninga.  Þetta kerfi viðheldur fáum stórum flokkum og takmarkar fjölda flokksbrota, sem margir telja vera grundvöll lýðræðis.  Hinsvegar hafa smáflokkar á Íslandi aldrei haft nein jákvæð áhrif á samfélagið og ekki aukið lýðræði í landinu.  Engin eftirsjá er af flokki eins og Frjálslandaflokknum, enda var flokkstarf og lýðræði innan hans eins langt frá góðum stjórnunarháttum og mögulegt er.  Þetta var flokkur sem gerði út á lýðskrum og upphrópanir.  Hafði aldrei neina alvöru stefnu til að bæta stöðu þjóðarinnar.

En framundan eru spennandi tímar í breskri pólitík. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband