Fréttir frá miðbaug

fer_3_a_hera_svae_i_002.jpgÞað ber fátt til tíðinda héðan frá miðbaug.  Þó eru veðrabrigði í lofti og regntíma að ljúka og þurrveður framundan.  Við það lækkar hitastig aðeins við heiðskýran himin.  Hrollkalt á nóttunni, alveg niður í 16°C.  En heitt og sólríkt seinnipartinn, einmitt þegar bloggari spilar golf.

Annað sem borið hefur til tíðinda er að um mánaðarmótin viku garðyrkjumennirnir af vaktinni og hættu að gæta öryggis íbúana í 12 Basarabusa Bugolobi.  Við tóku einkennisklæddir varðmenn frá Delta Force Security.  Þessir karlar eru vopnaðir og næturvörðurinn bar AK 47 riffil en dagvörðurinn afsagaða haglabyssu.  Ég var dauðhræddur um að hann myndi skjóta af sér fótinn þegar hann brölti við að opna risastórt stálhliðið inn á lóðin hjá mér í kvöld, til að hleypa húsbóndanum inn.  Hélt á byssunni í annarri og reyndi að renna hurðarflekunum með hinni.  En loks lagði hann frá sér vopnið til að ráða við hliðið.

Maður rekst á marga í golfinu og í dag spilaði ég með tveimur ungum mönnum, Kevin og Sam.  Þeir voru 24 og 25 ára.  Gætu verið synir mínir þannig lagað séð.  En það var gaman að rölta níu holur með þessum strákum, spila golf og spjalla um heima og geyma.

Á morgun er frídagur en ég er ekki alveg viss hvers vegna.  Tel þó að það hafi eitthvað með fyrstu skírnina til kristni í Úganda að gera.  Við eigum það inni eftir að hafa misst af sumardeginum fyrsta, uppstigningardegi og hvítasunnuhelginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband