Áhugaverðar niðurstöður

Þetta er merkilegt innlegg í rannsóknir á þorskstofni Íslandsmiða.  Gaman verður að skoða þetta nánar og lesa skýrsluna.  Ef bloggari skilur þetta rétt er varhugavert að auka strandveiðar frekar þar sem með því væri gengi enn nær þessari arfgerð sem er í útrýmingarhættu.

En það gleður bloggara þó sértakalega að sjá nafn vinar síns Ubaldo á slíkri rannsókn, en kemur þó ekki á óvart.  Bloggari kynntist Ubaldo sem aðstoðarmanni og samstarfsmanni í tæp tvö ár, þar sem hann vann við uppbyggingu verksmiðju í Guyamas í Mexíkó.  Seinna þegar sushi verksmiðjan Sindraberg var byggð upp útvegaði bloggari vinin sínum atvinnuleyfi á Íslandi til að hjálpa til við að koma verksmiðjunni af stað.  Verksmiðjan var á sínum tíma einstök í heiminum og þurfti því mikla þekkingu og áræði að undirbúa starfsemina og skipuleggja framleiðsluna.  

Ubaldo átti mikinn þátt í því og eftir að starfi hans lauk hjá Sindraberg, ílentist hann á Íslandi og er örugglega orðið góður og gildur Íslendingur í dag.  Og nú er hann kominn í rannsóknir á þorskinum! Bloggar er bara nokkuð roggin yfir vini sínum og eiga þátt í að koma honum til Íslands.


mbl.is Telur þorskstofninn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt hjá þér. Afar athygliverðar niðurstöður. Og alveg stórmerkileg tilviljun að þessi skýrsla skyldi koma fram einmitt núna!

Árni Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband