Ríkisstjórn aðgerða og upplýsinga?

Mér skildist að þessi ríkisstjórn ætti að snúast um aðgerðir og upplýsingar.  Reyndar tóku þeir fyrstu hundrað dagana tvisvar, en nú er komið í ljós að aðgerðaleysið og ráðaleysið er algert.  Ekkert gengur með IceSave nema að við vitum að málið er ,,erfitt".  Ekkert hefur gerst með efnahag bankanna, og svo langt gengið að sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar hótar að pakka saman og haska sér heim til Svíþjóðar.  Ekkert bólar á tillögum um niðurskurð í ríkisfjármálum.  Hvað er þetta lið að gera?  Rústa sjávarútvegnum með vanhugsaðar hugmyndir um að ríkisvæða greinina.

Annað mál er að upplýsingar hafa aldrei verið minni.  Maður veit ekki neitt hvað er að gerast.  Annað en að framundan verði erfitt hjá heilagri Jóhönnu.  

Mest óttast ég að þessi ósamstíga og forystulausa ríkisstjórn klúðri málum með efnahag nýju bankana.  Að löngunin til að halda þeim í ríkiseign komi í veg fyrir að kröfuhafar gömlu bankanna taki þá nýju yfir, sem er eina vitið í stöðunni.  

Einnig sýnist manni að eins og Evrópuumræðunni er stjórnað, er lítil sem engin von til þess að grípa hluta stjórnarandstöðunnar upp í bátinn.  En slíkt er forsenda fyrir því að málið nái í gegnum Alþingi.  

Það er ekki hægt að vera bjartsýnn þegar horft er upp slíkt dug- og ráðaleysi.


mbl.is Tafir á uppskiptingu milli nýju og gömlu valda titringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú ert sem sagt að biðja um Sjálfstæðisflokk aftur að kjötkötlunum - ekki satt???

Þór Jóhannesson, 26.5.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband