21.5.2009 | 17:21
Hanaslagur
Bloggara finnst gott að slappa af frá pólitíkinni og takast á við léttari mál, þau þau séu að sjálfsögðu jafn mikilvæg. En hér koma smá sögur, sannar og lognar.
Bloggari hefur áður bent á ónæði af hænsnahaldi í nálægum húsum hér í Bugolobi. Hann áttaði sig ekki á að kannski ætti hann einhvern rétt í málinu, fyrr en fréttir af píslavætti í Vestmannaeyjum komu í Mogganum. Kannski maður eigi einhvern rétt hér í Afríku. Málið að þó menn séu frjálshyggjumenn þá er megin reglan sú að frelsi megi ekki vera þannig að gangi á hlut annarra. Semsagt að frelsi verður alltaf takmarkað og ánægja og hagur einhvers af því að eiga hænsni má að minnsta kosti ekki kosta nágrannann meira en hagur eigandans er af eigninni.
Svo bloggari ákvað það einn daginn að heimsækja mesta hávaðasegginn í húsinu í austri og fá að berja hann augum og jafnvel taka af honum mynd. Það er nauðsynlegt að þekkja óvin sinn. Hér eru himin háar girðingar kringum húsin með gaddavír ofaná og stór stálhlið fyrir innkeyrslunni á lóðina. Maður sér því aldrei nágarna sína, en heyrir í þeim. Þegar bloggari hafði barið á stálhurðina birtist vörður með byssu, en öll hús hafa vopnaða verði allan sólarhringinn til gæslu. Bloggari bað um að fá að ræða við húsbóndann, sem örugglega hefði ekkert á móti því að sýna honum hana djöfulinn. Virðulegur gráhærður miðaldra maður kom út úr húsinu og spurði hvað hann gæti gert fyrir bloggara. Sem svaraði um hæl: ,,I would like to see your cock and take a picture of it" Manninn gerði dreyrrauðan og ýtti bloggara óþyrmilega út fyrir hliðið og skellti í lás. Ekki gott að segja hvers vegna í ósköpunum manninum var svona illa við að vera beðin um að sýna hanann sinn.
Önnur saga rifjast upp sem gerðist á skíðum í Corner Brook á Nýfundnalandi. Bloggari var á skíðum með félaga sínum þar sem þeir spjölluðu saman í biðröðinni við skíðalyftuna. Rétt er að bæta hér inn í frásögnina að vörumerki fyrir Rossignol skíði er einmitt hani. Frönsk framleiðsla, sem er upprunaleg, var með lítin hana fremst á skíðunum í frönsku fánalitunum en spænska framleiðslan hafði sama hanann, bara miklu stærri. Þessu lógói hefur verið skipt út fyrir R sem nú prýðir Rossignol skíðin. Félagi bloggara var einmitt á Rossignol skíðum framleiddum á Spáni en við hlið hans í röðinni var ung stúlka á frönsku útgáfunni. Hún horfði á skíðin til skiptist og missti svo út úr sér; ,,your cock is bigger than mine" Félaginn rak upp hlátur og hvað við; ,,I sourly hope so" en stúlku kindina setti dreyrrauða þegar hún fattaði hvað hún hefði sagt.
En þetta er nú bara bull til að létta tilveruna í grámyglulegri alvörunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 285616
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér félagi Hörður. Ertu enn að fást við það sama? Þú ferð víða um og sérð margt á þínu flandri. Það er mikið að gerast á okkar fyrri slóðum.
Með bestu kveðju
Gunnar Þórðarson, 22.5.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.