20.5.2009 | 18:18
Óhugnaleg pólitík
Það er óhugnalegt að heyra með hvaða hætti sjávarútvegráðherra talar um sjávarútveginn. Það þarf skapa sátt um fiskveiðar með því að setja greinina á hliðina? Verður sátt um sjávarútveg með þeirri firringarleið sem ríkisstjórnin virðist stefna að? Í öðru orðinu á að huga að hagkvæmni og ráðfæra sig við hagsmunaaðila og bera undir sérfræðinga, en miðað við umræðuna verður ekkert af þessu gert. Þetta er pólitískur loddaraleikur til að draga athyglina frá ráðaleysi í efnahangsmálum. Það á að þjóðnýta sjávarútveginn og þar skiptir engu máli hvort hann verður hagkvæmur eftir breytinguna.
Það reyndar meðmæli með kvótakerfinu að Ólína Þorvarðar sé á móti því. Hún hefur aldrei skilið útgerð eða fiskvinnslu né á hverju það byggir. Það er einmitt firringin við fyrningarleiðina. Rökleysan og skortur á útfærslu og hvernig á að deila út takmörkuðum gæðum, sem fiskistofnarnir eru.
Þetta eru óhugnalegir tímar á Íslandi
Veruleikafirrtur grátkór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 285616
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðnýta sjávarútveginn? Hvað áttu við með þessu? Ertu að tala um að það sé "þjóðnýting" að aflaheimildirnar verði innkallaðar? Þú gerir þér líklega ekki grein fyrir hvað hugtakið þjóðnýting þýðir. Þarna er um að ræða heimildir sem ríkið úthlutar MEÐ SKÝRUM FORMERKJUM, sbr. 3. málsl. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða og öll meðfylgjandi gögn. Þjóðin er eigandi þessara heimilda og skv. 1. málsl. 1. gr. sömu laga eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign þjóðarinnar. Hvernig geturðu kallað þetta þjóðnýtingu? Það er ekki verið að taka EIGNIR af neinum, enda er um að ræða EIGNIR ÞJÓÐARINNAR. Sameign ÞJÓÐARINNAR.
Það stendur heldur ekki til að ríkið fari að stunda útgerð, svo það sé nú á hreinu.
Þórður Már Jónsson, 20.5.2009 kl. 19:34
Kvótasinnar bera þau rök gjarnan fyrir sig að Ísland sé eina landið á einhverju óskaplega stóru viðmiðunarplani þar sem fiskveiðar séu stundaðar án ríkisstyrkja! Mér er illa skiljanlegt hvað það er annað en ríkisstyrkur þegar fjöldi sjávarbyggða er rændur rétti til sjálfsbjargar í atvinnugrein sem um áratugi var meginuppistaða atvinnu og lífsafkomu. Hvað hefur það kostað ríkið? Hvernig má það vera að það kallist arðbær rekstur þegar flest stærstu útgerðarfyrirtæki og fjölmörg stærri eru svo skuldum vafin að líkur eru til að ríkisbankarnir verði að afskrifa tugi eða hundruð milljarða? En það kallast víst ekki ríkisstyrkur!
Og ég bið ekki afsökunar á því að tala um lygi þegar því er haldið fram að um 90% úthlutaðra heimilda í upphafi hafi skipt um eigendur. Þó ég stofni ehf. og selji því eign mína í aflaheimild (meinta eign) þá hefur sú eign ekki skipt um eiganda nema í bókhaldslegu tilliti.
Það verður áreiðanlega rætt við útgerðarmenn og farið yfir stöðuna, ekki efa ég það. Hvort útgerðarmenn eru fúsir til skilnings mun koma í ljós en ég er ekki bjartsýnn. "Djarfur er hver um deildan verð" segir máltækið og enginn vill sleppa því sem hann hefur, hvorki í útgerð né öðrum greinum.
En Jón Kristjánsson fiskifræðingur bjargaði Færeyingum frændum okkar með fiskveiðiráðgjöf þegar íslenska kerfið var að ganga af atvinnugreininni dauðri. Nú hefur hann skrifað grein þar sem hann bendir á aðferð til að auka fikskveiðar að mun og án þess að innkalla nokkurn kvóta. Þessa grein birti hann í Fréttablaðinu 18. maí og í dag á bloggsíðu sinni. Þessa aðferð eigum við hiklaust að nota að því við bættu að skipta stórum hluta veiðiflotans yfir á sóknarkerfi. Þar með hyrfi brottkastið og við færum að ganga um þessa mikilvægustu auðlind okkar eins og siðuð þjóð. Það höfum við ekki gert svo langt sem ég man.
En þessi lausn hans Jóns hefur líklega þann galla að vera einföld auk þess sem hún yrði kvótaseljendum erfið því þá yrði leyst upp skortstaða á kvóta en á henni hafa sægreifarnir lifað með dyggri aðstoð LÍÚ og Harfró.
Árni Gunnarsson, 20.5.2009 kl. 22:25
Ég myndi síst kenna Steingrím við loddara. Hann hefur yfirleitt verið nógu hreinskiptinn til að reka það slyðruorð af sér. Útgerðarmenn Íslands er ekki dayjandi stétt en það er hægt að breyta henni og skipta út mönnum jafnvel á "háu plani". Leggja niður skuldsett fyrirtæki, slá saman og stofna ný. Breyttir tímar kalla á nýtt fólk til forystu. Ef það verður niðurstaða "afskriftanna" þá er það barasta allt í besta lagi. Nú verandi kvótakerfi hefur lagt byrðar á margar fjölskyldur og fyrirtæki í minni byggðum. Það verður aldrei hægt að verja hagsmuni allra. Ekki heldur þeirra sem eiga allt.
Gísli Ingvarsson, 21.5.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.