Harðsnúna Hanna

Svona eiga harðsnúnar ömmur að vera.  Ríkið gangi á undan í hagræðingu, hugsa um framleiðni fyrst og fremst.  Draga úr sóun og kostnaði, án þess að minnka þjónustu.  Allt hljómar þetta vel og manni gæti bara litist vel á framhaldið.

En því miður heldur þetta ekki vatni og lekur eins og gamall ryðgaður bárujárnskúr.  Gamla flugfreyjan meinar því miður ekkert með þessu og í besta falli hægt að kalla þetta vandræðagang.  Það er greinilegt að ráðaleysið er algjört.

Á sama tíma gengur í fram í offorsi gegn útgerð og fiskvinnslu í landinu, þar á að draga úr hagræðingu og framlegð, allt í nafni ,,réttlætis"  Aldeilis að ná sér niður á kvótagreifunum og færa auðlindina til almennings.  Þegar kemur að mikilvægustu atvinnugrein landsins þar þjóðin ekkert að hugsa um að draga úr kostnaði eða auka hagræðingu, hvað þá að halda í við það sem hefur áunnist undanfarna áratugi.  Rústa helv. sjávarútvegnum.  Ég kalla fyrningarleiðina ,,firringarleiðina"  Af umræðunni virðist mér andstæðingar sjávarútvegs og talsmenn firringarleiðar vera firrtir öllum skilning á sjávarútveg og þeir sem virðast ætla að ráða för hafa aldrei komið nálægt veiðum eða vinnslu.  Það er erfitt að rökræða við menn um málefni sem þeir skila alls ekki.

Ég er eiginlega farinn að hallast á það með gamla Geir Haarde að biðja guð að blessa íslendinga.  Það er bara ekkert annað eftir.


mbl.is Leita verður allra leiða til að draga úr kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það kunna fleiri að róa & gera að fizki en LÍU barónarnir...

Steingrímur Helgason, 19.5.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Ætlar þú Steingrímur á sjóinn?

Helgi Kr. Sigmundsson, 20.5.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband