Ósvífinn hani

fer_til_nebbi_006.jpgÁður hefur verið sagt frá hanagali hér í Bugalobi fyrir allar aldir á hverjum morgni.  Nú hefur mesti hávaðaseggurinn, sá sem býr í húsinu austan við bloggara, bætt gráu ofaná svart.  Ósvífni hans er takmarkalaus.  Nú sendir hann hænur sínar yfir í nágranagarðinn til að matast alla daga.  Sjálfur hvílir hann sig eflaust til að geta hafið upp raust sína síðdegis, svo ekki sé talað um að vakna snemma.  Fyrir klukkan fimm alla daga.  Ekki eru gerðar undantekningar á helgum hjá mínum manni.

Ég ætti kannski að elda hana í víni, en það er einmitt galdurinn við þann rétt að kjötið er látið meyrna í rauðvínslegi, þannig að jafnvel ofurseigt kjöt verður mjúkt eins og mörbráð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eina bloggið sem ég hef lesið í langan tíma sem eitthvað vit er í! Kærar þakkir

sandkassi (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: .

Búðu til hreiður handa púddugreyjunum til að verpa í ... þá færðu egg og þarft bara að ná þér í beikon.... þá ertu kominn með indælan morgunverð.

., 18.5.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Kannski nágranarnir séu með svín líka.  Maður heyrir ekkert í þeim.  Ef svo er gæti þetta orðið góður morgunverður.  Egg og beikon

Gunnar Þórðarson, 18.5.2009 kl. 18:36

4 identicon

einmitt það sem ég var að hugsa. Nú er að finna svínið.

sandkassi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 285582

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband