15.5.2009 | 15:53
Á ferð um Úganda
Við skruppum félagarnir til tveggja héraða við kyoga vatn til að heimsækja héraðastjóra vegna verkefnis sem við rekum. Mér varð hugsað til þess þegar við ókum í gegnum fátækleg þorpin hversu lítil tækifæri þetta fólk fengi í lífinu. Hvað Íslendingar hafa það í rauninni gott, þrátt fyrir kreppu og stundar erfiðleika.
Við gistum í Nebbi, sem er höfuðstaðurinn í samnefndu héraði og komum á hótelið upp úr klukkan fimm. Ég kannaðist við hótelið þar sem við höfðum snætt hádegisverð þar fyrr í vetur. Það reyndist hinsvegar rafmagnslaust en hótelstýran sagði okkur að rafallinn yrði ræstur upp úr sjö og þá fengjum við ljós. Ég var með ágæta bók að lesa en þar sem glugginn á herberginu var svo lítill að varla tírði inn, svo ég fór út í garð að lesa á meðan einhverjar birtu naut við. Við fengum okkur kvöldverð eftir að rafallinn var ræstur og komið rafmagn á flest nema herbergin. Kvöldmaturinn var ósköp óspennandi en sást þó lítið til hans í veikri týrunni. Kjúklingaglás með bananastöppu og hrísgrjónum, borið fram með klesstum brauðhleifum. Sjálft kjötið var óætt enda ólseigt en sósan var ágæt út á grjónin. Engin eftirréttur var fáanlegur, ekki einu sinni ávextir. Hér borða menn vegna þess að þeir eru svangir en ekki í gamni sínu, eins og við gjörspilltir vesturlandabúar.
Mér varð hugsað til föður míns sem fæddist í moldarkofa og ólst upp við rafmagnsleysi og myrkur, sem nóg er af á Íslandi yfir vetrartímann. Fólkið í Fljótavík borðaði ekki í gammi sínu, heldur til að fá orku og byggingarefni fyrir líkamann. Þegar rökkva fór var ekkert annað að gera en að leggja sig þar sem ekki sást til neinnrar vinnu en eftir að myrkrið var skollið á var hægt að kveikja á týru og sjá til.
Við ákváðum að fá okkur gönguferð um bæinn eftir matinn. Það var skollið á niðamyrkur og eins og konan af Langanesinu sagði ,,það sást ekki milli augna". Bærinn hafði verðið rafmagnslaus í hálft ár. Rafveitan hafði verið einkavædd og svo bilaði stóri rafallinn (og olíuverðið fór upp) og það var verið að bíða eftir varahlutum. Menn reiknuðu með að minnsta kosti öðrum sex mánuðum áður en viðgerð lyki.
Það var ævintýri líkast að ganga um miðbæinn. Myrkrið var svo þykkt í mollu hita og aðeins tírði í glóandi kolin þar sem maís var grillaður á hverju horni. Maður fann fyrir fólkinu og heyrði skvaldur og hlátur en sá varla nokkurn hlut. Þó var einstaka staður sem hafði rafal og þar skein skær og tær flúorbirtan út á götuna og mergðin kom í ljós. Einstaka verslun var með kertaljós og var nánast eins og ofurbirta þeirra skæri augun. Mér varð hugsað til þorpsmyndarinnar að Sæbóli í Aðalvík í upphafi síðustu aldar. Ekkert rafmagn en þó smá týra út um glugga hér og þar.
Þarna voru hárgreiðslustofur, veitingastaðir, barir og hvaðeina. Þegar við gengum fram hjá einum þeirra var kallað á okkur Hey White man, Americano. Come and have a drink" Við gengum áfram og í gegnum myrkrið sáum við móta fyrir ljósastaur sem fyrir hálfu ári lýsti upp torgið sem við gengum framhjá á leið á hótelið okkar.
Ég fékk rafljós til að lesa til klukkan tíu en þá þagnaði rafallinn, og fljótlega allt skvaldur sem barst inn um gluggann. Það var komin nótt og tími komin til að fara að sofa.
Rétt áður en svefninn sigraði og ég leið inn í ómeginsveröld hvíldarinnar varð mér aftur hugsað til Hornstranda og þeirra aðstæðna sem faðir minn ólst upp við. Hann hafði það fram yfir þetta fólk að það voru þó tækifæri til að sigra heiminn á hjara veraldar. Koma sér í kaupstaðinn og hefja nýtt líf með rafmagni.
Um morguninn þegar ég vaknaði uppgötvaði ég að hótelið var líka vatnslaust. Engin morgunsturta í þetta sinn. Meðan við borðuðum morgunverðinn og ég hafði kvartað við félaga minn, spurði hann hvort ég hefði ekki séð gula brúsann. Þrjátíu lítra brúsi fullur af vatni. Áður en við fórum til fundar með héraðastjórninni skellti ég mér í sturtu og skipti um föt. Enn einn ósiður vesturlandabúans sem þekkist ekki á Hornströndum.
Það var fimm tíma akstur til Kampala. Við ókum fram hjá mörgum stórslysum í umferðinni. Meðal annars komum við að skömmu eftir alvarlegan árekstur vörubíla þar sem líkin lágu um vettvanginn eins og hráviðri. Það er algengt að farþegar séu upp á varningi á ofurhlöðnum vörubílum, og ekki að spyrja að ef þeir lenda í árekstri. Það er einhvern veginn erfitt að losna við myndina úr huganum en farartæki og ökumenn eru hættulegir á þjóðvegum Úganda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2009 kl. 16:52 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 285834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir!
Björn Birgisson, 16.5.2009 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.