Við fyrsta hanagal

Bloggari er ekki hissa á óánægju kærandans vegna hanagalsins.  Í Bugolobi í Kampala þar sem bloggari býr er mikið um hana, og þar af leiðandi hanagal.  Illt er að venjast þessu en þeir byrja að gala upp úr klukkan fimm á morgnana.  Eins og áður segir er ekki um einn hana að ræða eins og í Vestmanaeyjum, heldur virðast þeir vera i hverju húsi og mynda því heilmikinn kór.  Síðan þegar sólu fer að halla síðdegis, svona upp úr klukkan fimm síðdegis, taka þeir við sér aftur og láta í sér heyra.  Sjálfsagt eru þeir að ganga í augun á hænunum með söngvaseið, en mikið er þetta hvimleitt.

Skömmu eftir að hanarnir ljúka morgunsöngnum taka moskurnar í Kampala við, en þær eru útbúnar hátölurum þannig að boðskapurinn fari nú ekki fram hjá neinum.  En sem betur fer er fjarlægðin svo mikil frá mínu heimili, ólíkt og með hanana, að veldur litlu sem engu ónæði, og er frekar eins og óljóst söngl eða suð.

Ég las eitt sinn bók sem heitir "A year in Provance" og segir af breskum hjónum sem fluttu til Frakklands og keyptu sér bóndabæ í Provance héraðinu.  Nágranni þeirra fékk þýskara í næsta hús sem svölluðu og drukku allar nætur, og héldu þannig vöku fyrir bóndanum.  Lítið gekk að tala þá til enda héldu þeir uppteknum hætti.  Bóndinn fékk sér þá hana sem byrjaði að gaula um líkt leiti og þýskararnir lögðust til svefns, en þeim varð þá lítið svefnsamt.  Þeir kvörtuðu við bóndann sem sagðist lítið geta gert við hanagali á morgnana, enda væri þetta sveit.

Það endaði með því að þjóðverjarnir gáfust um, seldu húsið og hypjuðu sig á brott.  Bóndinn tók þá hanann, hjó af honum hausinn og eldaði þjóðarrétt frakka, hana í víni.  Þannig þakkaði hann félaga sínum hananum fyrir hjálpina við að losna við óværuna.


mbl.is Galandi hani veldur enn ónæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband