10.5.2009 | 14:04
Og meira golf
Það sér vel til sólar þegar vel gengur i golfinu. Það byrjaði reyndar með rigningu þegar við fórum saman þrír landar og félagar á sykurekruna, Meta Golf Course, í gær. En fljótlega birti upp og sólin skein og staðurinn skartaði sínu fegursta. Völlurinn er hæðóttur, 18 holu og blómum skreyttur með skrautlega páfuglum röltandi um og gefandi frá sér hátt skræk.
Það eru innan við fimmtíu kílómetrar á völlinn að heiman en það tekur þó upp undir tvo tíma að aka þessa vegalengd. Þó þjóðvegurinn, Jinja Road, sé tengibraut við Kenía er fjöldi bíla langt umfram umferðarþol. Meðalhraðinn fer niður í fimm til tíu kílómetra á klukkustund og oft er maður stopp í langan tíma. Mannlífið hinsvegar blómstrar meðfram þessari lífæð Úganda og allskyns handverksmenn og iðnaður þrífst meðfram þjóðveginum.
Völlurinn var nýlega opnaður fyrir almenningi en hann er í eigu Meta fjölskyldunnar sem er af Indversku bergi brotin og lifði meðal annars af síðasta konung Skotlands, Idi Amin. Þegar við spurðum hvort páfuglarnir væru ræktaðir til matar, var brugðist við með vorkunnar svip yfir slíkri fáfræði. Þeir eru jarðaðir með viðhöfn þegar þeir deyja. Svona Búddisma - Hindúisma viðhorf þar enda skipar þessi fugl meðal annars mikils sess á Sri Lanka og karlfuglinn skreytir meðal annars skjaldamerki ríkisins.
Ein erfiðasta brautin á vellinum er sú þrettánda þar sem þarf að slá með ás yfir hávaxin bambustré og engin leið að sjá brautina handan við þau. Það þarf að setja boltann vel til vinstri til að ná hæð á hann þannig að hann fljúgi yfir trén og lendi á brautinni. Utan brautar er illviðráðanleg órækt sem mjög erfitt er að slá úr. En skemmtilegustu brautirnar eru níunda og átjánda hola, sem liggja hlið við hlið nálægt holu nítján. Þar er slegið um 110 metra yfir gil sem ekkert fyrirgefur. Báðu megin við flötin eru sandgryfjur og því má ekki miða illa. Ég nota níuá þessum holum og hef verið nokkuð heppinn að eiga við þær. Það er mikilvægt að ná góðri holu fyrir tetíma í hálfleik og eins að klára leikinn vel og fara með birtu í brjósti eftir leik dagsins.
Það er hinsvegar driverinn sem er að "drive me craysy" Þetta er svona áskorunin í dag sem heldur vöku fyrir mér og ræður því hvort dagurinn sem góður eða slæmur. Svona eru nú áhyggjur manna misjafnar. Ég hugsa að áhyggjur fólks á flóðasvæðum Brasilíu séu aðrar en mínar þessa dagana en svona eru áhyggjum heimsins misskipt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 285834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.