Og meira golf

stina_i_ganda_008.jpgÞað sér vel til sólar þegar vel gengur i golfinu.  Það byrjaði reyndar með rigningu þegar við fórum saman þrír landar og félagar á sykurekruna, Meta Golf Course, í gær.  En fljótlega birti upp og sólin skein og staðurinn skartaði sínu fegursta.  Völlurinn er hæðóttur, 18 holu og blómum skreyttur með skrautlega páfuglum röltandi um og gefandi frá sér hátt skræk. stina_i_ganda_053_845491.jpg

Það eru innan við fimmtíu kílómetrar á völlinn að heiman en það tekur þó upp undir tvo tíma að aka þessa vegalengd.  Þó þjóðvegurinn, Jinja Road, sé tengibraut við Kenía er fjöldi bíla langt umfram umferðarþol.  Meðalhraðinn fer niður í fimm til tíu kílómetra á klukkustund og oft er maður stopp í langan tíma.  Mannlífið hinsvegar blómstrar meðfram þessari lífæð Úganda og allskyns handverksmenn og iðnaður þrífst meðfram þjóðveginum.

Völlurinn var nýlega opnaður fyrir almenningi en hann er í eigu Meta fjölskyldunnar sem er af Indversku bergi brotin og lifði meðal annars af síðasta konung Skotlands, Idi Amin.  Þegar við spurðum hvort páfuglarnir væru ræktaðir til matar, var brugðist við með vorkunnar svip yfir slíkri fáfræði.  Þeir eru jarðaðir með viðhöfn þegar þeir deyja.  Svona Búddisma - Hindúisma viðhorf þar enda skipar þessi fugl meðal annars mikils sess á Sri Lanka og karlfuglinn skreytir meðal annars skjaldamerki ríkisins.

stina_i_ganda_010.jpgEin erfiðasta brautin á vellinum er sú þrettánda þar sem þarf að slá með ás yfir hávaxin bambustré og engin leið að sjá brautina handan við þau.  Það þarf að setja boltann vel til vinstri til að ná hæð á hann þannig að hann fljúgi yfir trén og lendi á brautinni.  Utan brautar er illviðráðanleg órækt sem mjög erfitt er að slá úr.  En skemmtilegustu brautirnar eru níunda og átjánda hola, sem liggja hlið við hlið nálægt holu nítján.  Þar er slegið um 110 metra yfir gil sem ekkert fyrirgefur.  Báðu megin við flötin eru sandgryfjur og því má ekki miða illa.  Ég nota níuá þessum holum og hef verið nokkuð heppinn að eiga við þær.  Það er mikilvægt að ná góðri holu fyrir tetíma í hálfleik og eins að klára leikinn vel og fara með birtu í brjósti eftir leik dagsins.

Það er hinsvegar driverinn sem er að "drive me craysy" Þetta er svona áskorunin í dag sem heldur vöku fyrir mér og ræður því hvort dagurinn sem góður eða slæmur.  Svona eru nú áhyggjur manna misjafnar.  Ég hugsa að áhyggjur fólks á flóðasvæðum Brasilíu séu aðrar en mínar þessa dagana en svona eru áhyggjum heimsins misskipt.stina_i_ganda_045.jpgstina_i_ganda_013.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband