4.5.2009 | 17:22
Hetjur hafsins á norðurslóðum
Með blóðugum nöglum gat ég klórað mig upp úr skurðinum og upplifði dögun eftir tveggja vikna myrkur og vonleysi. Bakkarnir úr sandi en með hvössum brúnum sem særa sálina inn að merg. Golf er erfið íþrótt.
En í gær átti ég góðan leik á golfvellinum í gær með hollenskum hjónum, reyndar er frúin frá Kóreu, en eiginmaðurinn er fjármálastjóri Framkvæmdarstjórnar ESB í Úganda. Sveiflan var frábær og stutta spilið með ágætum. Ég fann að ég var farinn að bíta í hælana á vini mínum Gísla Jóni í forgjöf. Í dag fór ég á æfingavöllinn og bókstaflega allt gekk upp. Og ég sem var að ákveða að hætta í þessari helv. íþrótt.
Það er notalegt að njóta ylsins og birtunnar af sólinni eftir svartnættið og vonleysið síðustu tvær vikurnar. Maður valhoppar heim úr vinnunni og allt er svo létt og skemmtilegt. Mér finnst ég vera almáttugur. Reyndar velti ég því fyrir mér hvort ég myndi klára að fara í sund niður á Suðurtanga í 4° C heitum sjó. Svona eins og hlaupahópurinn með eiginkonuna og tíu öðrum kynsystrum, og þremur körlum, innanborðs afrekuðu í gær. Hópurinn gerði lítið úr afrekum Hallgríms Bláskógs sem synt hefur um Hornstrandir að sumarlagi undanfarin ár. Það hriktir í stoðum karlmennskunnar innan gönguhópsins og ekkert annað ráð fyrir hetjur eins og Þorstein og Viðar en skutla sér í norður Atlantshafið og taka sundsprett. Afrek hlaupahópsins ýtir gjörsamlega til hliðar snjóböðum gufugengisins í Bolungarvík undanfarin ár. Það er best að ég labbi niður að Viktoríuvatni og skutli mér í það. Ég læt ósagt um hitastigið en breiddargráðan er 0°.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 285834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér þykir þú bjartsýnn að ætla að etja kappi í golfinu við Gísla Jón í sumar. Gísli hefur nefnilega þá taktík að þykjast alltaf vera mjög slappur golfari, en tekur svo óviðbúna golffélaga sína og flengir þá á golfvellinum og skilur þá eftir niðurbrotna.
Tryggvi Guðmundsson, 8.5.2009 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.