Enski boltinn

images_838565.jpgÉg skrapp í PayLess áðan til að kaupa ávexti og grænmeti.  Á leiðinni úr bílnum rakst ég á eldri mann sem heilsaði mér og spurði hvort ég væri Englendingur.  Þegar ég sagðist vera íslenskur; spurði hann hvar við værum í enska boltanum, hvort ég héldi með Manchester eða Chelsie.  Ég sagði honum að krakkarnir mínir skiptust ójafn á milli Manchester og Liverpool og á meðan við gengum að versluninni þá hvað hann við og sagði ,,þú ættir að halda Arsenal að þeim"  Þar skildust leiðir þar sem ég átti leið inn en hann framhjá en áður en við kvöddumst gat ég þess að tengdasonurinn væri einmitt stuðningsmaður Arsenal.  Það lyftist brúnin á karli og hann rétti mér höndina og greip þéttingsfast um hana.  Brosið var svo einlægt og ánægjan skein úr hverjum drætti.  Það er alveg merkilegt hvað enski boltinn hefur mikil áhrif um allan heim.  Kannski ég ætti að halda með Arsenal þar sem Gunners og nafnið Gunnar eru náskyld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Albert Guðmundsson lék einmitt með þeim á árum áður.  Hann stofnaði svo Borgaraflokkinn í kjölfar gjaldþrots félags sem var tengt Björgólfi Guðmundssyni.  Nú hefur verið stofnuð Borgarahreyfing og viti menn, það gerist einmitt skömmu eftir þrot annars félags tengt sama Björgólfi.  En sá Björgólfur á ennþá að nafninu til Íslendingafélagið West Ham.  Mæli þó frekar með Gunners heldur en West Ham af þessum tveim.

Helgi Kr. Sigmundsson, 29.4.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Sæll félagi Helgi.  Gaman að heyra frá þér.  Ég þarf að slá á þráðinn til þín einhvern daginn og taka innan úr þér varðandi pólitíkina.  Þú er svo mikið á kaf í henni. Sjálfur hugsa ég lítið um pólitík og læt mér þetta allt í léttu rúmi liggja.

En hvar er þú í fótboltanaum?  Með Jóa mági þínum í Manchester?

Ég hef hinsvegar mestan áhuga á gufunni og hvernig umræður þar ganga fyrir sig.  Ég trúi því að Tryggvi sé enn þá þungavigtarmaður en varla getur hann talað mikið um Davíð þessa dagana.  Reyndar hef ég miklar áhyggjur af þessum kommum og vinstrimönnum þessa dagana þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið niðurlægður.  Hvað á að líma þá saman núna þegar þeir hafa ekki óvininn til að sameinast um.  Láta minnimáttarkennd og vanmátt sinn fá útás í að bölva Dabba og xD.

En ég ætla að eyða síðustu kröftum mínum í póltík til að hafa áhrif á minn flokk.  Ég hef ekki gefist upp á honum né grundvallar stefnu hans.  Hinsvegar er ég bálillur út í stefnu flokksins í efnahagsmálum og ESB málum.  Ég ætla að taka ykkur í gegn þegar ég kem heim í sumar.  Bæði í gufunni og eins á vettvangi flokksins.

Gunnar Þórðarson, 29.4.2009 kl. 15:46

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Hlakka til að fá þig heim og verða þess heiðurs aðnjótandi að verða fyrir barðinu á þér!  Ég hef alltaf fylgt Liverpool FC að málum og breyti því ekki í bráð.  Stjórnmálin eru í biðstöðu þessa dagana eins og þú sérð á fréttum.  Það er mikil óvissa með Evrópumálin einmitt og þau verða ábyggilega rædd áfram.  Einnig er óþægileg óvissa í kvótamálunum og við megum búast við miklum breytingum í því kerfi ef marka má stefnur flokkana fyrir kosningar (en auðvitað er það ekki víst að svo sé).   Tryggvi er og verður þungavigtarmaður.  Hann er eins og klettur á meðal félagana og af honum brotna brimöldur rökhyggjunnar án þess að nokkurn tíman molni úr þeim vinstrimennsku stapa.

Gunnar þú átt nú nóg eftir af kröftum í pólitík og kemur heim endurnærður og fylgir þessum málum eftir innan flokks.  Hjálpar okkur að reisa við Sjáflstæðisflokkinn og hefur bara gaman að!

Kveðja frá Ísafirði.

Helgi Kr. Sigmundsson, 29.4.2009 kl. 18:21

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Já ég hlakka til að koma heim í fjörið fyrir vestan.  Hjálpa til við að byggja upp flokkinn og leggja mitt litla á vogaskálarnar að byggja upp Ísland.

En það verður spennandi viðureign í kvöld milli Manchester og Arsenal í Evrópubikarnum.  Ekki það að ég horfi á leikinn en ég fylgist með átökum forustumanna þessara erkifjanda takast á.  Það einhvern vegin glóir allt á milli þeirra félaga.

Gunnar Þórðarson, 30.4.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband