28.4.2009 | 15:32
Vinstri stjórn eða þjóðstjórn
Hvers vegna þjóðstjórn? Ef horft er á ástandið með augum leikjafræði og tilfinningar teknar út og ísköld rökhyggja notuð til að meta stöðuna og það sem framundan er lítur þetta svona út:
Þegar sigurvíman dvínar hjá vinstri flokkunum og ískaldur veruleikinn tekur við er staðan sú að þörf er á gríðarlegum niðurskurði í ríkisfjármálum. Talað er um að stoppa upp í 150 milljarða gat í fjárlögum fyrir næsta ár til að ná endum saman. Í fyrri vinstri-ríkisstjórnum var venjan að ýta vandanum á undan sér og taka lán, hjá Seðlabanka (peningaprentun), lántöku hjá þjóðinni (ríkisskuldabréf) eða erlendri lántöku, eða blöndu af þessu öllu saman. Nú er hinsvegar sú hliðin uppi á teningnum að engin af þessum leiðum eru færar, nema helst að prentar ónýtar krónur. En þá kemur að IMF sem setur kröfur sem koma í veg fyrir það. IMF hefur sett reglur um endurreisn sem ekki verður fram hjá komist og því fokið í flest skjól, nema að skera niður útgjöld.
Engum skal detta í hug að hægt sé að skera niður slíkar upphæðir án þess að koma við velferðarkerfið, heilbrigðismál eða menntamál. Stærðargráðan er einfaldlega sú að ekki verður hægt að ná endum saman með öðrum hætti, og uppsagnir þúsunda ríkisstarfsmanna blasir þannig við. Það er svo sem ekkert óeðlilegt ef tekið er mið af gríðarlegri útþenslu ríkisins undanfarin ár, sem nú þarf að leiðrétta.
Slíkar aðgerðir verða mjög óvinsælar og viðbúið að þeir stjórnmálaflokkar sem takast á við þær fái á baukinn þegar fram líða stundir. Ef horft er fjögur ár fram í tímann, gæti Sjálfstæðisflokkurinn verandi á hliðarlínunni í stjórnarandstöðu sótt verulega á við slíkar aðstæður. En það er heldur betur ,,ósanngjarnt" miðað við að flokkurinn er ,,ábyrgur" fyrir ástandinu. Hversvegna ætti hann að rétta úr kútnum meðan vinstri flokkarnir puða við að laga ástandið eftir ,,óstjórn" Sjálfstæðisflokksins. En laun heimsins eru vanþakklæti og það ættu stjórnmálamenn að gera sér grein fyrir, og sennilega gera þeir það.
Það er því hætt við að vinstri flokkarnir veigri sér við að taka nauðsynlegar ákvarðanir fyrir þjóðina á komandi kjörtímabili, til að forðast því sem lýst er hér að framan. Það væri skelfilegt fyrir þjóðin og gæti riðið lýðveldinu að fullu, allavega fjárhagslegu sjálfstæði þess.
Því er besta ráðið að gera alla flokka ábyrga fyrir þeim nauðsynlegu ákvörðunum og aðgerðum sem framundan eru, og kjósa svo að loknum fjórum árum, og þá standa allir við sama borð, og standa vonandi fyrir öðrum og huggulegri áskorunum. Málið er að þó pólitísk hugmyndafræði sé áhrifavaldur í því sem framundan er, eru þetta mikið grundvallar ákvarðanir sem þarf að taka. Skera niður kostnað ríkisins og ná þannig jafnvægi í ríkisfjármálum. Skattlagning er tálsýn því allt of fáir hafa borð fyrir báru til að taka á sig auknar skattbyrðar og þær draga úr athöfnum og atvinnusköpun. Finna þarf lausn á peningamálum þjóðarinnar, með hennar hagsmuni í fyrirrúmi þar sem hent er fyrir róða gömlum kreddum og þjóðerniskennd. Byggja upp traust á efnahagslífið, innanlands og sérstaklega erlendis til að laða að fjármagn og fjárfestingar sem verða okkur lífspursmál.
Þjóðin hefur ekki efni á sundurlyndi og átökum og þarf því að snúa bökum saman í þeim ólgusjó sem framundan er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.