Þjóðstjórn

Ég er sammála Atla með hugmynd hans að þjóðstjórn.  Ástandið er svo alvarlegt að löngu er kominn tími til að menn fylki liði til að takast á við vandann.  Þetta minnir svolítið á skip sem er að sökkva en enginn er að ausa vegna rifrildis um hver eigi að stjórna því.  Á meðan sekkur skipið með öllum innanborðs.  Eftir kosningum og því pólitíska uppgjöri sem þeim fylgdu ætti þjóðin að vera tilbúinn að snúna bökum saman til að vinna sig út úr vandanum.  Ég hef reyndar boðist til að senda særingarmenn frá Afríku til að losa um þá illu anda sem heltekið hafa hluta þjóðarinnar.  Þannig að þeir geti ýtt fortíðinni til hliðar og tekist á við framtíðina.

Ég er þó ósammála Atla hvað varðar ESB.  Með aðildarumsókn og stefnu á upptöku evru byggjum við grunn að tiltrú á íslenskt efnahagslífs og opnum þar með fyrir möguleika á erlendu fjármagni til landsins, sem verður okkur lífsspursmál til að takast á við núverandi vanda.  Þjóð sem hefur skýra stefnu í því hvernig hún ætlar að leysa áratuga langan vanda sinn í stjórnun peningamála, vekur meiri tiltrú en sú sem vinglast fram og til baka, slær úr og í og kemur með tillögur og hugmyndir sem eru fyrirfram dauðadæmdar.  

Íslensk þjóð hefur aldrei staðið frammi fyrir eins mikilli áskorun og nú.  Tilvist hennar stendur og fellur með ákvörðunum sem teknar verða á næstu misserum.  Þjóðstjórn er góð hugmynd til að takast á við slíkan vanda og ýta til hliðar pólitísku argaþrasi rétt á meðan báturinn er ausinn.


mbl.is Atli: Atvinnuleysið er þjóðarböl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þjóðstjórn þýðir að gefa langt nef þeirri ákvörðun þjóðarinnar að gefa SF og VG meirihluta á þingi og fá fram þau tímamót að í fyrsta skipti í 86 ár hefðu hvorki Sjálfstæðisflokkur puttana í stjórnarmyndun.

Þjóðstjórn þýðir að verðlauna Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk fyrir 18 ára slímsetu hins fyrrnefnda og 12 ára slímsetu þeirra beggja saman með því að hleypa þeim aftur að stjórn landsins, sem þeir klúðruðu svo gersamlega.

Ómar Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þegar hrunið varð í haust var Steingrímur VG formaður á fundi erlendis. Hann flýtti för sinni heim sem mest hann mátti. Tók hús á Geir Haarde og bauð upp á þjóðstjórn. Haarde hafnaði hugmyndinni með þeim rökum að stjórnin hefði ríkulegan meirihluta og getu til að takast á við vandann. Annað kom á daginn. Síðar urðu margir til að taka undir með Steingrími að líklegast hefði verið best að mynda þjóðstjórn. Í þeim hópi var Geir Haarde. Nú er annað tækifæri. 

Spyrja má: Er vandinn eitthvað minni nú en í haust? Af hverju heldur Steingrímur Sigfússon sig ekki við þjóðstjórnarhugmyndina? Vera Gylfa  og Rögnu í núverandi stjórn hefur mælst vel fyrir.

Það mætti vel hugsa sér þjóðstjórn sem í sætu fulltrúar þingflokkanna fimm, auk jafn margra sérfræðinga úr þjóðlífinu, sem skipaðir væru á faglegum grunni.

Stjórnin yrði skipuð til tveggja ára. Síðan yrði kosið að nýju vorið 2011. Samhliða þingkosningum yrði hugur þjóðarinnar kannaður til Evrópumála með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það má svo sem vel vera að VG og Samfylking geti spriklað eitthvað í öllum þessum málum. En ég er bara svo hræddur um að andrúmsloftið í þinginu verði eins og þar sem saman koma hundar og kettir. Eilífur ófriður. Enginn vinnufriður. Það finnst mér fyrirkvíðanlegt. Með Þjóðstjórn skapast allt annað vinnulag og betri vinnufriður. Þjóðin þarf á því að halda. Ekki endalausu málþófi og pexi.

Ef stjórnmálamennirnir geta ekki komið þessu í kring, verður bóndinn á Bessastöðum að vakna til lífsins og gera eitthvað gott fyrir sína þjóð. Hún á það inni hjá honum.

Björn Birgisson, 28.4.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ómar.  Ég sé áhöfnina á bátnum fyrir mér rífast um hitt og þetta og hver gerði hverjum hvað og hvenær, á meðan báturinn sekkur þar sem ekki er ausið.  Ég held að staðan sé þannig núna að hefnigirnin og áralangur pirringur þurfi að víkja fyrir sjálfsbjargarviðleitni.

Vandinn er ekki minni núna Björn.  Eina góða hugmynd Davíðs Oddsonar var einmitt um þjóðstjórn rétt fyrir hrunið.  Það kom hinsvegar frá röngum aðila á röngum stað.  Hann bar ekki gæfu til að spila rétt úr spilunum og sannfæra sína menn, forystumenn Sjálfstæðisflokksins, um nauðsyn þjóðstórnar.  Ég óttast um hag þjóðarinnar miklu meira en flokksins míns Sjálfstæðisflokksins.  Í mínum huga er einfalt að forgangraða þegar kemur að forgangsröðun við hættuástand.

Gunnar Þórðarson, 28.4.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband