Subbuskapur í íslenskri pólitík

usa-flag-photojpg.jpgÉg hlustaði á Obama flytja ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gærkvöldi.  Hann gerði nákvæmlega það sem íslenskum stjórnmálamönnum hefur láðst; draga upp framtíðarsýn fyrir þjóð sína og útskýra stefnumótun til að ná þangað.  Stappa stáli í þjóðina og fá hana til að trúa á hið nýja hagkerfi, sem byggir á fimm megin stoðum.  Menntun þar sem ekki sé hægt að reka framleiðið atvinnulíf án góðrar almennrar menntunar og þekkingar.  Bætta almenna heilsugæslu þar sem nýja hagkerfið þarf heilbrigða þjóð til að láta til sín taka.  Nýsköpun og frumkvöðla með aukinni áherslu á raunvísindi sem draga mun nýtt hagkerfi með nýjungum.  Sjálfbæra orkuframleiðslu; þó hún verði dýr mun það skila sér rækilega í nýjungum og bæta umhverfi jarðarbúa.  Og síðast en ekki síst nýja sín á pólitík sem horfir til langtímahagsmuna en ekki skammtíma.  Hann benti einmitt á að eitt af vandamálum dagsins í dag er samtímahugsun í stjórnmálum sem ekki tekur tillit til lengri tíma og menn hnjóta um mikilvægi augnabliksins en horfa ekki til langtímahagsmuna.  Einnig að þrátt fyrir gegndarlausa eyðslu dagsins í dag, til að koma þjóðarbúskapnum af stað, eru bandarísk stjórnvöld að skipuleggja niðurskurð í útgjöldum til lengri tíma litið og munu fljótlega kynna 2 trilljóna niðurskurð til næstu 10 ára.  Slíkt er hægt að gera án þess að draga úr þjónustu, með aukinni framleiðni og betri nýtingu fjármagns.

Obama kallar þetta að byggja nýtt hús, nýja hagkerfið, á kletti en ekki á sandi eins og gert hefur verið undanfarin ár.  Reyndar er rétt að bæta við að hann skellir skuldinni á stöðu dagsins á stjórnvöld ásamt græðgi á Wall Street og Main Street. (Main Street eru heimilin í landinu sem algerlega hafa farið fram úr sér í eyðslu, eins og hin íslensku)

Ekki er annað að heyra en bandaríska þjóðin hafi tekið boðskapnum vel og ólíku saman að jafna við íslenska póltík dagsins.

Minnimáttarkennd undanfarinna ára, margar óvina Sjálfstæðisflokksins, hefur birts undanfarið í hatrömmum árásum á flokkinn.  Engu máli skiptir hvað sé rétt eða rangt því þetta er of gott til að vera satt.  Svanhildur Svavarsdóttir fékk rúmlegan tíma í ríkissjónvarpinu þar sem hún fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegið mútur.  Svanur Kristjánsson líkir flokknum við mafíu á Ítalíu og telur nauðsynlegt að leita ráða hjá þarlendum lögregluyfirvöldum til að ráða niðurlögum hans.  Síðan er auðvitað talað við Bubba Mortens, enda varðar þjóðina sérstaklega um hans persónulegu skoðun.

Þrátt fyrir að öll spil hafi verið lögð á borðið varðandi óhóflega styrki til Sjálfstæðisflokksins er þetta fólk sannfært, eða vill vera það, um að maðkur sé í mysunni.  Það hlýtur bara að vera því þetta er of gott til að vera ósatt.  Sannleikurinn skiptir engu máli og rök og skynsemi er kastað fyrir róða.  Trúir því einhver að Sjálfstæðismenn hafi þegið mútur frá Landsbanka og Fl Group?  Og þá að allir þingmenn hafi tekið þátt í því og kannski upp undir þriðjungur þjóðarinnar, stuðningsmenn flokksins?  Þetta er auðvitað algjört bull og pólitík sem komin er niður í svaðið.  Engin hlustar á þá staðreynd að sex borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins komu einmitt í veg fyrir samstarf Geysir Green og Orkuveitunnar sem varð til þess að meirihlutinn splundraðist og upphafsmaður alls þessa fór í framhaldi í meirihlutasamstarf við vinstri flokkana.

Íslendingar þurfa síst á þessu að halda í dag.  Hvort sem andstæðingum Sjálfstæðisflokksins líkar betur eða verr verður þjóðin ekki reyst úr öskustónni án þess hóps sem aðhyllts hefur stefnu flokksins.  Nú ríður á að þjóðin standi saman og takist sameiginlega á við ógnvekjandi vandamál.  Þegar eru hópar manna að vinna við að greina orsakir hrunsins og reikna má með að öll kurl muni koma til grafar og ekki er verið að hylma yfir einu eða neinu. 

Við þurfum einmitt einhvern Obama til að sameina þjóðina, hvaða flokki sem hann kæmi úr. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Mjög athygliverð grein hjá þér.

 Mættu sem flestir leasa hana og topplyklarnir taka hana sér til handargagns.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Meinarðu ekki subbuskap en ekki suppuskap í fyrirsögn Gunnar minn? Með allri virðingu fyrir bloggi þínu yfirleitt, þá finnst mér nú lítið til þessarar greinar þinnar koma. Þú verður að fyrirgefa.   kveðja.

Bergur Thorberg, 15.4.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Góð grein. Obama er mjög áhugaverður leiðtogi, sem okkar stjórnmálamenn mættu gjarnan taka sér til fyrirmyndar. Við þurfum lausnir en ekki tuð.

Sigurður Þorsteinsson, 16.4.2009 kl. 08:38

5 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Það er rétt hjá þér Bergur ég er að sjálfsögðu að tala um subbuskap. Þarna fer saman fljótfærni mín og netsambandið í Úganda.  Ég sá þetta strax og lagaði það en breytingin náði ekki í gegn.  Ég hef reyndar oft lent í þessu héðan en hluti af vandamálinu að engin jarðstrengur liggur til Afríku, alla vega ekki austu Afríku.  Allt kemur í gengum gervitungl og sambandið oft lélegt. 

Það vantar hinsvegar skýringu á hvers vegna þér finnst lítið til greinarinnar koma en samt finnst þér þess virði að senda athugasemd, sem mér þykir vænt um.  Jafnvel þó hún sé ekki að öllu leiti jákvæð.

Gunnar Þórðarson, 16.4.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband