Kvótinn og Samfylkingin

Miðað við tillögur Samfylkingar geta þessir 160 starfsmenn Samherja á Dalvík farið að leita eftir annarri vinnu.  Eins og kemur fram hjá Þorsteini Má er það afhendingaröryggið sem markaðurinn snýst um, ásamt að sjálfsögðu gæði vörunnar.  Til að tryggja afhendingu þurfa útgerðarmenn og vinnslur að sjá langt fram í tímann og geta stýrt veiðum og vinnslu í samræmi við óskir kaupenda.  Kvótakerfið skilar nákvæmlega þessu.  Ef menn eiga að bjóða í fisk fyrir hvern dag og hafa ekkert fast í hendi, eignarréttur á nýtingarrétti, hverfur þetta allt saman.

Annað mál sem Samfylkingin er með í tillögum sínum er að allur fiskur fari á markað.  Það kemur í veg fyrir að menn geti skipulagt veiðar og vinnslu saman fyrir sérstakar afurðir.  Rannsóknir liggja að baki því að slík samræming gefi meira í aðra hönd en markaður, þegar um sérstakar afurðir er að ræða.  Ferskur fiskur er einmitt slík afurð þar sem stilla þarf saman meðhöndlun alla leið frá veiðum til afhendingar á flugvelli, t.d. í London.  Þetta vill Samfylkingin koma í veg fyrir sem mun hafa veruleg áhrif á Dalvíkinga, og reyndar Hnífsdælinga sem gera út á ferskan fisk sem veiddur er af Páli Pálssyni.  Ekki veit ég hvaða hvati liggur að baki, hvort þessar hugmyndir lýsi fullkominni fáfræði um fiskveiðimál, eða hatur á útgerðarmönnum, kvótagreifum, ræður þar för.


mbl.is Unnið úr 25% meira hráefni en sömu mánuði í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vona að þú hafir heyrt af athugasemd mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðana. Óeðlilegt sé að hindra nýliðun og möguleika fólks til nýtingar á sameiginlegri auðlind. Gjafakvótinn hefur verið stærsta meinsemd Íslandssögunnar og undirrót græðgisvæðingarinnar. Þar að auki stuðlaði hann að gífurlegu fjárstreymi út úr atvinnugreininni og skuldsetningu, þannig að stór hluti fiskveiðiheimilda verður eign ríkisbankana innan nokkura missera. Mikilvægt er við endurúthlutun þeirra heimilda að mannréttindi og siðfræði séu leiðarljós, frekar en að úthluta þeim að nýju til útvalinna sægreifa. Það er ekki hatur heldur spurning um réttlæti og jöfnuð.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.4.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það eru tillögur Samfylkingarinnar að rústa atvinnuvegunum,þeir tala mjög hreint út um það.

Ragnar Gunnlaugsson, 14.4.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Hræðsluáróðurinn kominn á fulla ferð. Fyrirsjáanlegt og viðbúið. Eins og Gunnlaugur segir hér að ofan: Þetta er ekki spurning um hatur, heldur réttlæti.

Þórður Már Jónsson, 14.4.2009 kl. 14:04

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Gunnar. Ég ætla ekki að verja fyrningarleiðina, enda veistu af fyrri skrifum mínum að ég aðhyllist dagakerfi að hætti Færeyinga sem gefist hefur gríðarlega vel.

Ég hnaut bara um eina eða tvær setningar vegna þess að "lykilorðið" í viðtalinu við Þorsein Má er "öryggi". Þá segir Mái þetta: "Við leggjum mikinn metnað í að tryggja að þessi stóri hópur starfsmanna geti gengið að því vísu að mæta til vinnu alla mánudagsmorgna og vinna alla vikuna.“

Þetta er göfugt markmið, en á sama tíma og þorskkvótinn var skorinn niður um nálægt 30% milli ára er vinnsluaukning hjá Söltunarfélagi Dalvíkur um 25% frá fyrra ári. Því leikur mig forvitni á að vita frá hverjum aukningin hjá Söltunarfélaginu var tekin, hverjir misstu vinnuna á móti... við hvaða atvinnuöryggi bjó það.

Varðandi togarann Pál Pálsson ÍS og atvinnuöryggi Hnífsdælinga sem þú nefnir. Þá er atvinnuöryggi þess fólks að mínu mati ekki öruggara en málningin á togaranum... sem enn er blár og hvítur ... en hver veit hvað lengi -  Framsalskerfið kippir nefnilega öllu sem heitir öryggi undan kerfinu og byggðunum í leiðinni. 

Atli Hermannsson., 14.4.2009 kl. 14:06

5 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Gunnlaugur.  Ég er orðin svo þreyttur á að ræða þessi mál á svona lágu plani.  Ef þú hefur kynnt þér málefni endurnýjanlegra auðlinda þá er óheftur aðgangur ávísun á hrun auðlindarinnar.  Svo ruglar þú öllu saman og hrærir þessu saman þannig að útkoman er óskiljanlegt rugl.  Í einu orði eru tekjur og fiskveiðiarður góður en í næsta er það orðið undirrót græðgisvæðingar og skuldsetningar.  Miðað við skrif þín þarftu að kynna þér þessi mál betur áður en þú veður út á ritvöllinn með fullyrðingar.

Málið er Þórður Már að ef þið gætuð rætt þessi mál á vitrænan og rökstuddan hátt, þyrftuð þið ekki að tala um þetta á tilfinningarnótum.  Það má nefnilega ræða þetta með rökum.

Atli.  Enn og aftur þá er ég ekki að tala um lífræði heldur hagfræði.  Varðandi Pál Pálsson þá þekki ég vel til og var skipverji þar um árabil, áður en kvótinn var settur og síðar þegar búið var að setja hann á.  Ég minnist þess fyrir kvóta að við tókum 65 tonna hal og nánast hver fiskur var ónýtur.  Við ítrekað settum yfir 200 tonn í skipið, sem með góðu móti gat tekið 150 tonn.  Allt var þetta sóun enda var málið að fiska mikið og mörg tonn.  Eftir kvótann var hugsað um verðmæti og í dag skilar þetta skip einum mestu verðmætum og bestu gæðum sem nokkurt skip getur gert.  Kvótakerfið er hvetur til að nýta hvern fisk vel og hámarka þann afla sem útgerðin hefur til að landa.

Gunnar Þórðarson, 14.4.2009 kl. 15:26

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jamm, spjallaðu við t.d. ísfirðinga um afhendingaröryggið sem hið frábæra "best í heimi" framseljanlega aflaheimildakerfi skapaði þeim, þegar Samherji eignaðist Gugguna!

Svo er líka alveg öruggt að hver einasti sporður kemur í land, rétt skráður og veginn, þegar farið er að hugsa svona vel um verðmætið, ekki satt???

Haraldur Rafn Ingvason, 14.4.2009 kl. 21:02

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það voru fiskmarkaðirnir sem tryggðu góða meðferð á afla. Þetta veit ég vegna þess að ég var matsmaður á ferskan fisk þegar markaðirnir hófu starfsemi.

Tillögur amfylkingarinnar snúast ekki um að framar verði ekki veiddur fiskur til löndunar á Dalvík.

Dagakerfið er eina kerfið sem tryggir endalok brottkasts sem í dag er bara eftir þörfum.

Færeyingar eru eina þjóðin sem ég þekki til að lifi einvörðungu á fiskveiðum. Þeir prófuðu íslenska aflamarkskerfið í tvö ár og hugsa nú til þess með hryllingi.

Frjálsar handfæraveiðar ber ekki að skoða þannig að Gunnlaugur Ólafsson búi á Florida og geri út 200 handfærabáta á Íslandi með 5 DNG rúllur á hvern.

Núverandi kvótakerfi er viðbjóður og tryggir ekki annað en subbulegt brottkast.

Svo er þess að geta að það er enginn vandi að benda á skelfilegar afleiðingar af öllum breytingum ef bent er á verstu útfærslur og að þess sé ævinlega gætt að bregðast ekki við þeim vanda sem upp kann að koma.

En mikið öfunda ég frændur okkar Færeyinga að vera búnir að losa sig við þennan óþverra og allt heimskulega kjaftæðið og alla lygina sem fylgir því að þurfa að verja hann. 

Árni Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 21:52

8 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæll Gunnar

Kvótakerfið í núverandi mynd er sóðaskapur af verstu gerð.  Brottkast, kvótasvindl og kvótabrask er það sem það leiðir af sér, það þekki ég af eigin reynslu sem sjómaður.

Og hvað hafa svo þessir svokölluðu sægreifar gert, veðsett greinina í botn og rúmlega það og hlaupið með fjármunina í spilakassa.  Engin furða að þeir gráti.

Sóknardaga kerfið Færeyska er margfalt áhrifaríkara sem veiðistjórnunar verkfæri og tryggir jafnframt að það er allra hagur að skila hverju því kvikindi sem veiðist í land.

Og hvað störf varðar, ég veit ekki betur en Samherja menn hafi ekki vílað fyrir sér að hlaupa með skip og kvóta úr byggðarlögum og skilið allt eftir í rjúkandi rúst þegar það hentaði þeim

Róbert Tómasson, 15.4.2009 kl. 01:35

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hver var að tala um óheftan aðgang og hvað var á lágu plani í mínum orðum --->

- Er niðurstaða mannréttindanefndar um að kerfið þyrfti að hafa möguleika til nýliðunar og tækifæra fyrir einstaklinga að nýta sameiginlega auðlind ekki savarverð?

- Er það rangt að upphaf peningahyggju og óhófs í fjármálum þessa lands megi rekja til framsals aflaheimilada?

- Er það rangt að sjávarútvegurinn sé mjög skuldsettur og að sumum fyrirtækjum verði ekki bjargað og að þá eignist ríkisbankarnir fiskveiðiheimildiranar?

- Er það rangt að þá skapist svigrúm til að taka tillit til mannréttinda í endurúthlutun?

                  Varpa þessu aftur til þess í efra.   Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2009 kl. 20:50

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Að verðleggja kíló af óveiddum þorski á um 4000 kr. segir allt sem segja þarf um klikkununa í þessu heimsins besta kerfi.

Haraldur Rafn Ingvason, 15.4.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband