Sjálfstæðisflokkurinn

Það ríkir mikil Þórðargleði í herbúðum andstæðinga Sjálfstæðisflokksins þessa dagana.  Hver áfallið af öðru hefur hefur rýrt traust flokksins sem á nú í vök að verjast í aðdraganda kosninga.  Viðbrögðin og ánægjan er að mörgu leiti skiljanleg, en andstæðingar flokksins hafa í gegnum árin litið öfundaraugum á styrk Sjálfstæðisflokksins og árangur í innra starfi sem og í við stjórn landsins.  Vinstri flokkarnir hafa aldrei klárað kjörtímabil og vinstri stjórnir hafa sprungið í getuleysi og átökum í gegnum tíðina.

Það má að sumu leiti líkja velgengni Sjálfstæðisflokksins við Spartakus sem leiddi þrælauppreisn gegn Rómverjum um 70 árum fyrir Kristburð.  Velgengni og sigrar blinduðu Spartakus og menn hans svo að þegar þeir höfðu gersigrað heri Rómverja í norðurhéruðum Ítalíu rann sigur víma og víga móður á þá að þeir stefndu suður til Rómar til að sigra keisarann. 

560px-ees_svg.pngLíkt og árangur Sjálfstæðismanna gegn höftum og heljar greipum ríkisvaldsins þegar kom fram á níunda áratug síðustu aldar og allt var í kalda koli á Íslandi.  Í samvinnu við krata, sérstaklega frjálslynda menn eins og Jón Baldvin og Jón Sigurðsson, var gegnið í EES 1994 og eftir það lá leiðinn stöðugt upp á við.  Mikill vöxtur landsframleiðslu og kaupmáttar fylgdi í kjölfarið þar til, eins og hjá Spartakus, að velgengnin blindaði menn og leiddi þá í glötun.  Spartakus og menn hans voru brytjaðir niður á Ítalska hælnum en Sjálfstæðismenn við bankahrunið.  Báðir aðilar, alla vega stjórnendur, höfðu upplýsingar um stöðuna, en blindir af velgengni og í afneitun við að horfast í augu við veruleikan, leiddi þá ó ógöngur.

En Sjálfstæðisflokkurinn mun rísa á ný, þó það verði ekki fyrir væntanlegar kosningar.  Hann mun áfram byggja á sínum grunn gildum; frelsi einstaklingsins, einkaframtaki og stétt með stétt sem tengt hefur flokkinn við allar stéttir þjóðfélagsins.  Uppbygging í Íslensku samfélagi verður ekki árangursrík án þessara gilda.  Gildi sem auka framleiðni og tryggja efnahagslega uppbyggingu.  Flokkurinn þarf hinsvegar að tryggja flæði upplýsinga frá forystumönnum og út í grasrótina ef hann vill halda trúnaði þarna á milli.  Eitt stærsta vandamál Sjálfstæðisflokksins í dag er skortur á stefnumótun og framtíðarsýn.  Forystumenn hafa verið í því hlutverki að segja grasrótinni hvað henni sé fyrir bestu, en forðast umræður og skoðanaskipti um mikilvæg málefni.

Gott dæmi um slíkt er umræðan um EES þar sem forystan hefur beitt fyrir sig þjóðernisumræðu í stað þess að nota röksemdir og uppbyggilegum umræðum.  Forystumenn hafa ekki treyst Sjálfstæðismönnum til að taka skynsamlegar ákvarðanir þessu máli og því farið þá leið að úthrópa ESB og tala gjarnan um ,,Brussel valdið" .  Þeir tala um mannvonsku Breta í IceSave máli og hvað þjóðir ESB hafi verið vondar við okkur í IceSave málinu, sem er ekkert annað en lýðskrum af verstu gerð og til þess eins að slá ryki í augu flokksmanna.  Flokkur sem sá sóknarfæri í tengingu við Evrópuríki með EES samningnum og þeim grundvallarbreytingum sem samningurinn fylgdi, með opnun hagkerfisins og auknu frjálsræði í viðskiptaháttum.  Það má alls ekki stöðva slíka hvata vegna þess að illa hafi farið, heldur skoða regluverk og finna leiðir til að koma í veg fyrir að menn fari algerlega fram úr sér í velgengni.

Sjálfstæðismenn eiga að bera sína pólitísku ábyrgð á bankahruninu með afgerandi hætti.  Ekki er hægt að reikna með að flokkslitrur eins og Framsókn eða Samfylking geri slíkt og Vinstri Grænir eru stikkfrí í málinu.  Ég tala nú ekki um Frjálslindaflokkinn sem aldrei hefur getað stjórnað sjálfum sér, hvað þá að þeim væri treystandi fyrir stjórnun landsmála.  Sama má segja um nýja flokka sem bjóða sig nú fram, að innra starf er ekkert og mun aldrei verða.  Slíkir flokkar sækja til sín óánægjufylgi og hafa aldrei breytt neinu í Íslensku samfélagi, alla vega ekki til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Forystumenn hafa ekki treyst Sjálfstæðismönnum til að taka skynsamlegar ákvarðanir þessu máli og því farið þá leið að úthrópa ESB og tala gjarnan um ,,Brussel valdið" ."

Það er nefnilega það. Um daginn fór fram landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem um 2.000 landsfundarfulltrúar komu saman og mótuðu m.a. stefnu í Evrópumálum, þ.e. áframhaldandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið.

En það var væntanlega ekki skynsamleg ákvörðun að þínu mati. Þú treystir þá m.ö.o. ekki sjálfstæðismönnum til þess að taka ákvörðun í þessu ágæta máli. Þetta minnir á framgöngu Evrópusambandsins sjálfs t.d. gagnvart frændum okkar Írum, þeir kusu um Stjórnarskrá Evrópusambandsins og höfnuðu henni. Og nú þurfa þeir sennilega að kjósa aftur því fyrri ákvörðunin var víst ekki skynsamleg að mati einmitt Brusselvaldsins :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 07:12

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Takk fyrir athugasemdina Hjörtur. Í þessu felst nokkur miskilningur. Ég ber fulla virðingu fyrir ólíkum skoðunum í þessu máli.  Það sem ég er að segja að umræðan um þessi mál hefur ekki verið byggð á rökum, heldur upphrópunum.  Ég sótti tvo fundi Sjálfstæðismanna í fríi um síðustu jól.  Einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins sagði á öðrum þeirra að ekki þyrfti að ræða Evrópumál, þar sem Ísleningar þyrftu að afsala sér yfiráðum yif ÖLLUM aulindum sínum.  Ég vildi ræða þetta frekar en þá hafði viðkomandi aðila ekki tíma til þess, en var tilbúinn hvenær sem væri að ræða málin.  Til þess hefur aldrei komið og stóð ekki til.

Hinn fundurinn var Evrópufundur með Árna Sigfússyni.  Það leyndi sér ekki á fundinum hver hans afstaða var enda lét hann út úr sér að Evrópusambandið væri ekkert nema gamalmenni og atvinnuleysingar.  Þegar ég spurði hann hvor ástandið hvað það varðaði væri ólíkt BNA sagðist hann frekar horfa á Asíu.

Mjög lítill áhugi var á þessum fundi á Ísafirði til að ræða fiskveiðmálin og rökræða hugsanleg yfirráð Íslendingar yfir fiskveiðiauðlindinni.  Aðeins slggjudómar um Brussel vald og bírókratsíuna í ESB.  Þegar ég las ályktun Landsfundar sýndist mér sama vera upp á teningnum, en ég var fjarri góðu gamni að þessu sinni.  

Ég setti grein inn á Evrópuvefinn á sínum tíma og ef mig misminnir ekki gerðir þú margar og góðar athugasemdir við henni.  Þar er kominn kjarninn í þessu máli að mínu mati.  Að menn ræði kosti og galla ESB umsóknar og láti þjórernishyggju og einangrunarstefnu lönd og leið.  Það sæmir ekki Sjálfstæðisflokknum að standa fyrir slíku.  Ef menn sjá aðra og betri lausn á peningamálum þjóðarinnar en aðild að ESB og upptaka evru, þá vildi ég sjá þá stefnumótun og framtíðarsýn.  Sporin hræða og Íslendingar hafa aldrei getað stjórnað þessum málum, fyrir utan stuttan tíma yfir síðustu aldarmót.  Það þarf því að gera breytingar en flokkurinn hefur algerlega skort stefnu í því máli.

Sjálfur myndi ég ekki samþykkja ESB aðild ef ég teldi ekki sjávarútvegnum borgið með samningum.  Hinsvegar er tvöföld kosning, að kjósa um hvort eigi að sækja um aðild, aðeins til að drepa málinu á dreif.  Þá þarf ekki að reyna á hvort við náum góðum samningum þar sem því verður haldið fyrir fram að slíkt muni aldrei nást.

Ég vil taka því fram Hjörtur að ég ber almennt séð mikla virðingu fyrir Landsfundi og hef verið heillaður af því lýðræði sem þar birtist í vinnubrögðum.  Því er það mikilvægt þegar kemur að flókinni umræðu, eins og fisveiðmálum (kvótakerfniu) eða ESB að þeir sem hafa réttar upplýsingar miðli þeim en noti ekki slagorðaflaum til að afvegaleiða fólk.  Því miður eru aðeisn örfáir sem hafa aðsötðu eða tíma til að kynna sér þessi mál. 

Gunnar Þórðarson, 13.4.2009 kl. 07:39

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frelsi í viðskiptum hefur verið að aukast í heiminum á undanförnum áratugum og Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki eignað sér þá þróun sérstaklega.  Sjálfstæðisflokkurinn getur aftur á móti eignað sér ofstjórnunar- hafta- og kvótakerfi í sjávarútvegi sem hefur leitt af sér minni fiskistofna, brottkast verðmæta og gríðarlega skuldsetningu greinarinnar og þar með þjóðarinnar allrar.  Rödd þín er hjáróma því það er einmitt þetta sukk sem þú lofsyngur hvað hæst.  Það er útaf fyrir sig allt í lagi ef einhverjir hafa þá skoðun að best sé að koma á kvótum og  lénsskipulagi í sjávarútvegi og landbúnaði en þá væri meiri manndómsbragur á því að viðurkenna hreint út að þeir styðji höft og kvóta en ekki frjálsa samkeppni a.m.k. í þessum greinum.  

Kannski á frelsið eingöngu að ná til útrásarvíkinga sem styrkja flokkinn þegar þeir vilja skuldsetja þjóðina eða komast yfir náttúruauðlindir hennar?

Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég er sammála mörgu því sem þú segir og ég er sammála þér í því að fáránlegt er að kjósa um að kjósa. Ég hins vegar hef verið að liggja yfir ESB versus ekki ESB og ég tel okkur betur borgið utan þess eins og er. Ég er hins vegar alveg til í að endurskoða þá afstöðu mína hvenær sem er ef í ljós kemur að staðan sé breytt. Ég er líka sammála því að okkur hefur undanfarið skort á að upplýsa almenning um skýra framtíðarsýn aðra en frelsi einstaklingsins. Ef við ætlum ekki í ESB hvað ætlum við þá að gera? Mér skilst að niðurstaða Landsfundar sé að líta dagsins ljós í kosningabæklingi þar sem málin eru skýrð. Verst að flokkurinn hefur ekki haft neinn vinnufrið til þess að upplýsa kjósendur vegna hrikalegra nornaveiða og vegna þess að frambjóðendur eru fastir á þingi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.4.2009 kl. 09:30

5 Smámynd: Sigurður Bogi Sævarsson

Í þessum annars prýðilega og mjög svo málefnalega pistli er ein staðreyndavilla, þar sem segir að vinstri flokkar hafi aldrei getað klárað heilt kjörtímabil. Staðreyndin er sú að Framsókn og Alþýðuflokkur gáfust upp á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn árið 1988 - þegar miklir efnahagsörðugleikar steðjuðu að þjóðinni. Flokkarnir sem fyrr eru nefndir fengu þá Alþýðubandalagið til liðs við sig og saman störfuðu þessir flokkar í ríkisstjórn út kjötímabilið - með atfylgi Borgaraflokksins á seinni stigum. Höfðu flokkarnir raunar nægan þingstyrk til að starfa áfram saman - ef Jón Baldvin hefði ekki hlaupið út utan sér og í faðm Davíðs.

Sigurður Bogi Sævarsson, 13.4.2009 kl. 11:56

6 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég nenni ekki að svara þessum stóryrðaflaumi Sigurður.  Þú ert ómálefnalegur og rökstyður ekki mál þitt.  Kvótakerfið hefur ekkert stærð fiskistofna að gera.  Ég skora á þig að kynna þér þessi mál svo þú ráðir við að vaða út á ritvöllinn til að tjá þig.  Þetta eru bara orð, samantvinnuð í einum graut.

Adda.  Ég hef litið þannig á málin að Sjálfstæðismenn vildu vera utan ESB vegna fiskveiðimála.  Málið er að við erum í ESB fyrir utan fiskveiðar og landbúnað.  Að öðru leiti en því að við höfum ekkert um málin að segja og undirgöngumst yfirþjóðlegt vald, án þess að koma að því að ræða reglusetningar.  Nú ef það er málið þá er ég tilbúinn að ræða þau mál og hef sett inn rök fyrir mínum skoðunum á þessari síðu og Evrópuvef Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er of langsótt hjá þér Sigurður og hrekur ekki það sem ég fullyrði.

Gunnar Þórðarson, 14.4.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband