Ótrúlegt

Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að Fogh byðji Tyrki afsökunar á lýðræði og prentfrelsi í Danmörku.  Við eigum aldrei að biðja Múslima afsökunar á lýðréttindum og þeim gildum sem við stöndum fyrir. 

Hinsvegar hafa Tyrkir sýnt með þessari ómerkilegu uppákomu að þeim er ekki treystandi í samfélagi Evrópuþjóða og margir munu átta sig á að innganga þeirra í ESB væri stór slys.  Meðferð múslima á t.d. konum er algerlega óréttlætanlegt.  Heiðursmorð eru algeng í Tyrklandi enda ná lög og regla til stærstu borga landsins, en megin hluti þess býr við villimennsku. 

Vesturlönd hafa ekki staðið nógu þétt að baki Dönum í þessu teikningamáli.  Að trúa því að því meira sem við gefum eftir í kröfugerðum þeirra, verði þeir betri og ekki eins hættulegir, er alger vitleysa.  Tilgangur múslimista er mikilvægari en svo og eftirgjöf gefur þeim bara aukin kraft til að ganga lengra.  Við gefum aldrei eftir mannréttindi og lýðfrelsi til að þóknast afturhaldsöflum og byðjumst aldre asökunar á sjálfsögðum lýrðréttindum eins og ritfrelsi.


mbl.is Segja Fogh biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hártoganir, moldryk og vitleysa.

Hvernig væri að eyða kröftunum í að gagnrýna fjölmiðla landsins (t.d. Moggann) fyrir að vera ekki búnir að eyða öllum sínum tíma í gær í að fjalla um viðtal Egils í Silfrinu við Michael Hudson og John Perkins í staðinn fyrir að vera að þvæla um þessa vitleysu.

Djöfulli er ég orðinn þreyttur á að fólk sé að elta tískuorð sem eru upprunnin frá Bush og félögum eins og "íslamistar" eða finna upp ný skrípi eins og "múslimistar". Það er svo barnalegt að þykja það klárt (eða sjá ekki) að það er verið að brima á orði samansettu úr "terrorist" og "islam" að fólk sem það stundar ætti að skammast sín. Eigum við kannski að fara að tala um "christianist" þegar við tölum um morðóða heimsvaldasinna í Bandaríkjunum og þar með  eyðileggja kristnihugtakið fyrir kristnu fólki sem hefur ekkert með heimsvaldastefnu að gera?

Trúin má reyndar gjarnan detta niður dauð fyrir mér, en þetta er samt rugl.

Einbeita sér að því sem skiptir máli!!! Það vantar ekki akkúrat tilefnin...

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.4.2009 kl. 05:51

2 identicon

Sammála nafna mínum hér fyrir ofan. Auk þess þá er þessi afsökunarbeiðni algjörlega ógild þar sem hún kemur frem með þeim tilgangi að auka völd þessa mans, hann segir þetta til að koma sjálfum sér í stöðu sem honum langar í, þetta hefur í raun ekkert með iðrun að gera og allt með eiginhagsmuni að gera hjá honum Jens Fogh.

Hann má alveg biðjast afsökunar, þetta eru orð sem hafa hvort eð er ekkert gildi. Og fyrst hann er að því, afhverju biður hann ekki Grænlendinga afsökunar, hverja fjandsamleg nýlendustefna kom þeim í skítin sem þeir eru ennþá í? Og hvers vegna biður hann ekki anarkista í Danmörku afsökunar, sem hann hefur pólitískt ofsótt undanfarin ár? Og hvers vegna biður hann ekki íbúa Kristjaníu afsökunar, sem hann hefur eyðilagt friðinn hjá og komið af stað eiturlyfjastríði?

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 07:20

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég tek ekki undir þetta moð í Rúnari eitt og Rúnari tvö.

Múhameðsteikningarnar voru prófsteinsmál um málfrelsi Vestur-Evrópu. Við hljótum að mega gantast í hófi með eitthvað sem við trúum ekki á, í okkar heimahögum, ef okkur sýnist.

Hvort farið sé yfir strikið í skopi og gríni þarf alltaf að meta hverju sinni, en að við megum ekki teikna myndir af Múhameð eða fjalla um hann á annan hátt en múslímum líkar kemur ekki til greina að sætta sig við.

Það gleymist líka jafnan að í Saudi-Arabíu, Íran og fleiri klerkaveldum fær fólk annarrar trúar en Íslam ekkert að þvælast um og messa sína trú og lífsstíl í friði, það er ólöglegt.

Kallið þá það sem þið viljið, en Íslamistar eru búnir að setja tóninn með hegðun sinni í Bretlandi, Hollandi og Danmörku, svo dæmi séu nefnd. Þarna er um menningarárekstur að ræða sem þarf að vinna úr af skynsemi, en ekki endilega með tómri uppgjöf og undirlægjuhætti.

OIC löndin eru að reyna að fá alla almenna umræðu um Íslam bannaða, eða því sem næst, og stjórnvöld um allan heim tipla á tánum í kringum herskáa arm þessa menningarheims.

Það má alveg eyða púðri í að vernda málfrelsið, þó að peningakreppa sé að hrella landann. Það er einmitt mun mikilvægara málefni en margt annað sem fólk er að gjamma yfir þessa dagana.

Íslamófóbía er svo annað þreytandi mein, en förum nú samt ekki að fagna því að vesturlönd leggist á grúfu og kyssi tærnar á frelsisskerðandi trúaröflum.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 6.4.2009 kl. 09:49

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég mun aldrei taka undir það að frelsi og lýðréttindi séu svo ómerkileg mál að ekki sé eyðandi tíma í það.  Ég læt heldur ekki gapuxa eins og hér að ofan segja mér fyrir verkum í þeim efnum.  Ég lít ekki á lýðréttindi, þar með talið málfrelsi, sjálfsögðum augum.  Það er eitthvað sem við þurfum að standa vörð um og láta okkur varða.  Mér er nákvæmlega sama Rúnar, hvað þér finnst um þessi mál og meðan þú getur ekki rætt þau með málefnalegum hætti hef ég engan áhuga að að ræða við þig.

Ég tek hinsvegar undir orð Kristins um þá hættu sem ólíkir menningarheimar takast á um þessar mundir.  NATÓ beitti sér gegn kommunistum eftir seinna stríð en nú virðist hættan koma úr annarri átt. 

Gunnar Þórðarson, 6.4.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband