4.4.2009 | 14:16
NATÓ
Rasmussen verður framkvæmdastjóri NATÓ og ljóst að þrýstingur frá ESB hefur komið í veg fyrir andstöðu Tyrkja. Fundurinn virðist hafa tekist frábærlega og mikil eining enkennir fundarlokin. NATÓ er hornsteinn vestrænnar menningar, lýðræðis og gildismats.
Það var mikið af Hörðum Torfasonum að mótmæla í Strassborg. Fréttaskýrandi taldi þetta aðallega vera hóp af stjórnleysingjum, kjarnorkuandstæðingum en sjá mátti marga þeirra veifa rússneska fánanaum.
Hér heima hefur þessi hópur verið undirdeild í Vinstri Grænum. Herðir Torfasynir sáu ástæðu til að mótmæla við Alþingishúsið vegna þess að þeir töldu að Sjálfstæðismenn væru með málþóf í þinginu. Sömu menn beitt fyrir sig lýðræði þegar þeir áttu stóran þátt í að koma ríkisstjórn frá völdum og töldu að endurreisa þyrfti alþingi og töluðu gegn ráðherravaldi. Nú ætlar minnihlutastjórn með aðstoð örflokks að keyra í gegn breytingar á stjórnarskrá án samráðs við stjórnarandstöðu sem er stílbrot í lýðræðishefð íslendinga í rúm fimmtíu ár. Þá sjá þessir Herðir ástæðu til að aðstoða ,,ráðherravaldið" til að kúga minnihluta á alþingi og telja nauðsynlegt að þagga niður í stjórnarandstöðunni. Það er nú bara verið að tala um stjórnarskrá lýðveldisins. Þeim finnst það algjört smámál og ekki þurfi að taka tíma þingsins til að ræða slík mál.
Stjórnarskrármálið er gott dæmi um algert lýðskrum þar sem engin ástæða er til að þvinga það í gegnum þingið nú. Það þarf hinsvegar að taka á efnahagsmálum og þjappa þjóðinni saman við uppbyggingu Íslands. Það þarf líka að gefa frambjóðendum tíma til að kynna framboð sín og ná sambandi við kjósendur fyrir kjördag. Ráðherrar minnihlutastjórnar tala hinsvegar um hvað þeir ætla að gera ÞEGAR þeir taka við eftir kosningar. Kannski eru þessar kosningar óþarfar. Það sé þegar búið að ákveða þetta og því þurfi ekki kosningabaráttu. Okkur kemur ekkert við hvað þeir eru að sýsla með IMF og Steingrímur J. snýr út úr þegar hann er spurður á formlegum fyrirspurnatíma þingsins.
Þetta eru vondir tímar þegar hávær skríll (Herðir Torfasynir) getur haft slík áhrif og skapað óvissu um lýðræði og stjórnarskrá þjóðarinnar. Þeir eru augljóslega á mála hjá öðrum stjórnarflokknum. Eins og í Strassborg eru þetta stjórnleysingar sem hika ekki við að beita ofbeldi málstað sínum til framdráttar og eru alls ekki talsmenn lýðræðis eða vestrænni menningu eða gildismats. Guð hjálpi Íslandi eftir kosningar þegar Framsóknarstopparinn verður ekki á þessari vondu ríkisstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 285834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stundum áttar maður sig ekki alveg á því hvort fólk er að grínast. Ég vel að túlka þetta sem grín. En ég get haft rangt fyrir mér :)
Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 17:32
Já, en æðislegt. Þegar framtíð eða forstjórn NATO er undir Tyrkjum komið, af öllum þjóðum, þá er nú varla hægt annað en líta á þetta sem grín. Enda varla hægt að leggjast lægra.
Þú kallar þig "fordómalausan frelsisunnanda", en ég er hræddur um að það sé nú mjög orðum ofaukið, miðað við skrif þín um Hörð Torfason og c.a. 10 þúsund annarra íslendinga (skríll í þínum skrifum), sem mættu með honum að mótmæla.
Dexter Morgan, 5.4.2009 kl. 00:06
Þú vilt meina að undirdeild VG telji sem sagt um 10.000 manns og njóti stuðnings meirihluta landsmanna skv. skoðanakönnunum...
Haraldur Rafn Ingvason, 5.4.2009 kl. 12:10
Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert i ofangreindum athugasemdum. Finnur talar um grín án þess að útskýra hvað hann á við. Nei ég er ekki að grínast. Varðandi Tyrki og NATÓ get ég útskýrt að ákvarðanir hjá sambandinu eru teknar samhljóma eða einróma. Ég veit ekki hvort ég þarf að útskýra hvað það þíðir fyirr Dexter. Miðað við nafnið gæti þú verið útlenskur og ég læt þá þetta flakka á ensku "unanimously" Tyrkir geta því ráðið því hvort tiltekinn einstaklingur er valinn sem framkvæmdastjóri NATÓ. Ég vona að þú skijir þetta núna.
Það sem ég kalla Herði Torfasyni eru menn sem misnota lýðréttindi sín, í pólitískum tilgangi, til að koma breytingum á í samfélaginu með ofbeldi. Ég hef ekkert við mótmælaaðgerðir að athuga og þvert á móti er rétturinn til að mótmæla eitt af grundvallar mannréttindum lýðræðissamfélags. Og ég trúi því að NATÓ standi í fylkingarbrjósti til að verja þær lífskoðanir og það frelsi sem vesturlandabúar búa við. Það er ekki sagt í GRÍNI. Reyndar tek ég þessi mál mjög alvarlega.
Hvað meirihluti þjóðarinnar styður er ekki mitt að segja en ef það er ofbeldi eða hvatning til ofbeldis eða að réttlæta það, sem ég marg heyrði Hörð Torfason gera, þá veldur það mér miklum áhyggjum.
Gunnar Þórðarson, 5.4.2009 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.