NATÓ

Rasmussen verður framkvæmdastjóri NATÓ og ljóst að þrýstingur frá ESB hefur komið í veg fyrir andstöðu Tyrkja.  Fundurinn virðist hafa tekist frábærlega og mikil eining enkennir fundarlokin.  NATÓ er hornsteinn vestrænnar menningar, lýðræðis og gildismats. 

Það var mikið af Hörðum Torfasonum að mótmæla í Strassborg.  Fréttaskýrandi taldi þetta aðallega vera hóp af stjórnleysingjum, kjarnorkuandstæðingum en sjá mátti marga þeirra veifa rússneska fánanaum.

Hér heima hefur þessi hópur verið undirdeild í Vinstri Grænum.  Herðir Torfasynir sáu ástæðu til að mótmæla við Alþingishúsið vegna þess að þeir töldu að Sjálfstæðismenn væru með málþóf í þinginu.  Sömu menn beitt fyrir sig lýðræði þegar þeir áttu stóran þátt í að koma ríkisstjórn frá völdum og töldu að endurreisa þyrfti alþingi og töluðu gegn ráðherravaldi.  Nú ætlar minnihlutastjórn með aðstoð örflokks að keyra í gegn breytingar á stjórnarskrá án samráðs við stjórnarandstöðu sem er stílbrot í lýðræðishefð íslendinga í rúm fimmtíu ár.  Þá sjá þessir Herðir ástæðu til að aðstoða ,,ráðherravaldið" til að kúga minnihluta á alþingi og telja nauðsynlegt að þagga niður í stjórnarandstöðunni.  Það er nú bara verið að tala um stjórnarskrá lýðveldisins.  Þeim finnst það algjört smámál og ekki þurfi að taka tíma þingsins til að ræða slík mál.

Stjórnarskrármálið er gott dæmi um algert lýðskrum þar sem engin ástæða er til að þvinga það í gegnum þingið nú.  Það þarf hinsvegar að taka á efnahagsmálum og þjappa þjóðinni saman við uppbyggingu Íslands.  Það þarf líka að gefa frambjóðendum tíma til að kynna framboð sín og ná sambandi við kjósendur fyrir kjördag.  Ráðherrar minnihlutastjórnar tala hinsvegar um hvað þeir ætla að gera ÞEGAR þeir taka við eftir kosningar.  Kannski eru þessar kosningar óþarfar.  Það sé þegar búið að ákveða þetta og því þurfi ekki kosningabaráttu.  Okkur kemur ekkert við hvað þeir eru að sýsla með IMF og Steingrímur J. snýr út úr þegar hann er spurður á formlegum fyrirspurnatíma þingsins.

Þetta eru vondir tímar þegar hávær skríll (Herðir Torfasynir) getur haft slík áhrif og skapað óvissu um lýðræði og stjórnarskrá þjóðarinnar.   Þeir eru augljóslega á mála hjá öðrum stjórnarflokknum. Eins og í Strassborg eru þetta stjórnleysingar sem hika ekki við að beita ofbeldi málstað sínum til framdráttar og eru alls ekki talsmenn lýðræðis eða vestrænni menningu eða gildismats. Guð hjálpi Íslandi eftir kosningar þegar Framsóknarstopparinn verður ekki á þessari vondu ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Stundum áttar maður sig ekki alveg á því hvort fólk er að grínast. Ég vel að túlka þetta sem grín. En ég get haft rangt fyrir mér :)

Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Dexter Morgan

Já, en æðislegt. Þegar framtíð eða forstjórn NATO er undir Tyrkjum komið, af öllum þjóðum, þá er nú varla hægt annað en líta á þetta sem grín. Enda varla hægt að leggjast lægra.

Þú kallar þig "fordómalausan frelsisunnanda", en ég er hræddur um að það sé nú mjög orðum ofaukið, miðað við skrif þín um Hörð Torfason og c.a. 10 þúsund annarra íslendinga (skríll í þínum skrifum), sem mættu með honum að mótmæla. 

Dexter Morgan, 5.4.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þú vilt meina að undirdeild VG telji sem sagt um 10.000 manns og njóti stuðnings meirihluta landsmanna skv. skoðanakönnunum...

Haraldur Rafn Ingvason, 5.4.2009 kl. 12:10

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert i ofangreindum athugasemdum.  Finnur talar um grín án þess að útskýra hvað hann á við.  Nei ég er ekki að grínast.  Varðandi Tyrki og NATÓ get ég útskýrt að ákvarðanir hjá sambandinu eru teknar samhljóma eða einróma.  Ég veit ekki hvort ég þarf að útskýra hvað það þíðir fyirr Dexter.  Miðað við nafnið gæti þú verið útlenskur og ég læt þá þetta flakka á ensku "unanimously"  Tyrkir geta því ráðið því hvort tiltekinn einstaklingur er valinn sem framkvæmdastjóri NATÓ.  Ég vona að þú skijir þetta núna.

Það sem ég kalla Herði Torfasyni eru menn sem misnota lýðréttindi sín, í pólitískum tilgangi, til að koma breytingum á í samfélaginu með ofbeldi.  Ég hef ekkert við mótmælaaðgerðir að athuga og þvert á móti er rétturinn til að mótmæla eitt af grundvallar mannréttindum lýðræðissamfélags.  Og ég trúi því að NATÓ standi í fylkingarbrjósti til að verja þær lífskoðanir og það frelsi sem vesturlandabúar búa við.  Það er ekki sagt í GRÍNI.  Reyndar tek ég þessi mál mjög alvarlega.

Hvað meirihluti þjóðarinnar styður er ekki mitt að segja en ef það er ofbeldi eða hvatning til ofbeldis eða að réttlæta það, sem ég marg heyrði Hörð Torfason gera, þá veldur það mér miklum áhyggjum.

Gunnar Þórðarson, 5.4.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband