Evran og Sjálfstæðisflokkurinn

imagesEf Sjálfstæðisflokkurinn, landsfundurinn, hefði samþykkt að taka Evrópumálin af dagskrá hefði verið rétt að leggja flokkinn niður í núverandi mynd.  Það hefði þá verið hægt að stofna einhvern klúbb á rústunum.  Ef flokkurinn ætlar ekki að taka upp vitræna og rökstudda umræðu um þessi mikilvægu pólitísku málefni, mun hann ekki flá feitan gölt í kosningunum.

Það er alveg rétt hjá Kristjáni Þór að einhliða upptaka evru er tálsýn.  Það hafa allir séð sem horfa raunsætt á þessi mál.  Ekki er hægt að notast við krónuna áfram, nema við sættum okkur við lakari lífskjör en gengur í löndunum í kringum okkur.  Við getum notað krónu og verið utan ESB ef við ætlum að byggja á sjávarútveg og landbúnaði eins og framtíðarsýn eins frambjóðanda af NV lýsti í grein nýlega.  En ef við viljum byggja á mannauð og þekkingu, þá verðum við að vera þátttakendur í samfélagi þjóðanna.  Fyrrverandi forstjóri Marel lýsti því yfir á fundi í vikunni að stóru þekkingarfyrirtækin væru öll að hugsa sér til hreyfing frá Íslandi, ef þjóðin ætlar að standa utan ESB um ókomin ár.

Eins mikla virðingu og ég hef borið fyrir Birni Bjarnasyni veldur hans afstaða mér miklum vonbrigðum.  Ekki bara að vera á móti umsókn, heldur rakaleysi og fullyrðingar hans um að við myndum afsala okkur fiskveiðaauðlindinni.  Annað hvort veit Björn ekki betur eða þetta er argasta lýðskrum.  Undirritaður hefur kynnt sér vel þessi mál og komist að því að vel má semja um fiskveiðimál við ESB.  Þá á ég við án þess að sambandi breyti stofnsamþykktum sínum, sem það mun aldrei gera.  Ég setti þetta fram, vel rökstutt á Evrópuvef Sjálfstæðisflokksins.  Ekki minnist ég að Björn hafi verið á meðal margra sem gerðu athugasemdir við greininni.  E.t.v. er hann yfir það hafin að ræða svona mál við óbreyttan Sjálfstæðismann.

Ég skora á minn gamla og góða stjórnmálaflokk að söðla um og hefja alvöru umræðu um þessi mál.  Láta rökin ráða en ekki upphrópanir og lýðskrum.  Þetta minnir svolítið á ,,kvótagreifa" umræðu Fjrálslynda fokksins, og þá er leiðum að líkjast.


mbl.is Evra ekki í sjónmáli næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sér íslenskur eiginleiki ad vera súkkuladi og vilja ekki taka ábyrgd. Bara Nordmenn sem hafa vinninginn ennthá. Islendingurinn vill bída og sjá hvort "hinum" muni takast ad gera eitthvad af viti tharna útí hinum stóra heimi. Thó ad thad taki 100 ár ad komast ad thví. Bara ekki standa sjálfir í ad gera eitthvad sem raunverulega getur skipt máli. Vid erum bestir í ad skrifa söguna ekki í ad lifa hana. Sjálfstædisflokkurinn er einsog fólk flest.

Gísli Ingvarsson, 27.3.2009 kl. 20:01

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég stórlega efast um að sjálfstæðisflokkurinn endurskoði hug sinn nema þá að hann fá einhvern rosaskell í næstu kosningum. Það eru hreinir öfgamenn sem þrífast þarna innan Sjálfstæðisflokksins eins og Sigurður Kári, Pétur Blöndal, Brigir Ármann og fleiri eldheitir Heimsýnarmenn, þeir munu aldrei hlusta á nein rök og munu ekkii leyfa flokknum að snúa kúrs hvað sem tautar og raular ef þeir fá einhverju ráðið.

Jón Gunnar Bjarkan, 27.3.2009 kl. 22:11

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég tek ekki undir að þessir menn séu öfgamenn en það sem gerir mig reiðann er að þeir nota jargon og lýðskrum en alls ekki rök.  Ég vil reyndar bæta Birni Bjarnasyn, Geir Haarde og Bjarna Ben i í hópinn.  Kannski valdið fari svona illa með menn að þeir missa sjónar á því sem mestu máli skiptir, að tryggja hagsæld þjóðarinnar til lengri tíma.  Því miður er það mín reynsla að margir sem standa í lægri þrepum valdapíramídans láta þessa menn segja sér að með aðild að ESB séum við að afsala okkur, ekki bara fiskveiðiauðlindinni, heldur öllum auðlindum.  Þetta er svo langt frá því að vera satt og annaðhvort vita þessir menn ekki betur eða þeir kjósa að slá ryki í augu almennings.  En hvers vegna? 

Við höfum þegar undirgengist yfirþjóðlegt vald með inngöngu í EES og fáir sem eru því ekki fylgjandi.  Innganga í ESB myndi tryggja okkur stöðugan gjaldmiðil og stjórn á peningamálum, sem við höfum aldrei haft á Íslandi.  Við Sjálfstæðismenn hreyktum okkur afð kaupmáttaraukningu undanfarinna ára, en útskýrðum ekki að hún væri byggð á erlendri skuldasöfnun.  Þar bera pólitíkusar ábyrð en ekki útrásarvíkingar.  Til að auka kaupmátt og styrkja hagkerfið þurfum við að bæta framlegð.  Þar höfum við aldrei staðið okkur vel í samanburði við aðrar þjóðir.  Gríðarleg þennsla ríkisins unandfarin misseri er ekki liður í að bæta framleiðni.  En stöðug peningamálastefna og gjaldmiðill er ein af grunn forsendum þess.  

Gunnar Þórðarson, 28.3.2009 kl. 05:55

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já Birni Bjarnasyni mætti vissulega setja inn í þennan hóp og kannski Geir líka allavega eftir því hvernig hann hefur stillt sér upp gegn ESB nýlega. Bjarni? Veit það ekki, veit ekki hvort hann sé á móti ESB, þykir eiginlega meira eins og hann sé tilneyddur til að vera á móti ef hann á að geta unnið Kristján í formanninum. Já reyndar svolítið skondið með Kristján. Honum var stillt upp sem einhverjum hlutlausum aðila í þessari evrópunefnd sjálfstæðisflokksins og hann sagði fyrir stuttu í sjónvarpi að hann sé á báðum áttum varðandi ESB og hafi ekki tekið neina afstöðu og því sé hann hæfur í þetta hlutverk. Síðan kemur auðvitað núna upp úr krafsinu að hann er algjörlega andvígur ESB og hefur alltaf verið. Þetta var þá bara leikrit eftir allt saman.

Varðandi þessa þrjá að þeir séu öfgamenn þá getur maður varla annað en talið þá sem slíka þar sem þeir sitja í stjórn Heimssýn, því aðrir þarna í stjórn sem og meðlimir í þessum samtökum eru bara stundum stórfurðulegir og virka hreinlega ekki fúllum femm. Kíktu á bloggið hjá til dæmis Bjarna Harðarsyni, maðurinn er bara skrítinn svei mér þá og flestir aðrir innan þessara samtaka. Sigurður, Pétur og Birgir kunna sig bara meir í fjölmiðlum og fara ekki með raunverulegar skoðanir sínar í fjölmiðla. 

Jón Gunnar Bjarkan, 28.3.2009 kl. 08:06

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Fyrirgefðu, mín mistök. Pétur Blöndal er ekki í stjórn Heimssýnar, enda þótt framganga hans í evrópuumræðunni mætti halda að hann væri stofnandi, eigand og rekstraraðila af samtökunum. Ekki heldur Birgir en ég taldi hann vera í stjórninni þar sem ég sá hann með nokkra pistla þarna inn á Heimsýnar blogginu. 

Sjálfstæðismenn í Heimssýn eru aðeins þeir Sigurður Kári og svo Illugi Gunnarsson í varastjórn.

Jón Gunnar Bjarkan, 28.3.2009 kl. 08:19

6 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Takk fyrir þetta Jón.  Ég átti þess kost að sækja Evrópufund Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði í janúar.  Árni Sigfússon var þar en ekki Kristján Þór.  Árni var með skýr skilaboð til Sjálfstæðismanna um að þeir ættu að vera á móti ESB.  Enda eintóm gamalmenni í Evrópu og ekki gott að binda trúss sitt við svoleiðis vesalinga.

Ég er mjög reiður yfir Evrópuumræðu minna manna.  Nota ekki rök en hinsvegar er notuð til að hafa áhrif.  Fátt finnst mér ömurlegra.  Sama var gert í Noregi og þegar þeir felldu aðild þá var það vegna þjóðerniskenndar en ekki vegna fiskveiðiauðlindar.

Gunnar Þórðarson, 30.3.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband