23.3.2009 | 06:28
Útslit prófkjörs Sjálfstæðismanna í NV kjördæmi
Ég tel að úrslitin séu ákveðin varnarsigur fyrir Einar Kristinn þar sem þrír frambjóðendur frá Vestfjörðum sóttust eftir fyrsta sætinu og þrír þeirra lentu í fjórum efstu. Það hefur örugglega haft mikil áhrif að tvær mjög hæfar konur sóttust eftir þessu sæti og árangur þeirra er óumdeildur. Að sjálfsögðu áfellist ég þessar konur, Birnu og Eyrúnu, á engan hátt. Það er öllum frjálst að gefa kost á sér og engin regla á að ráða þar um. Ég fullyrði hinsvegar að þetta hefur haft áhrif á niðurstöðuna. Nú er bara að vona að Eyrún nái inn í kostningunum þó að um þungan róður sé að ræða. Ég get fullyrt að hún hefur notið stuðning Sjálfstæðismanna á norðanverðurm vestfjörðum, þar sem ég þekki vel til þar.
Ásmundur er óþekkt stærð í mínum huga og ég þekki ekkert til hans. Ég vona bara að hann standi undir þeim væntingum sem til hans eru nú gerðar, sem leiðtogi framboð Sjálfstæðisamanna í NV kjördæmi. Það mun fljótlega koma í ljós hvort hann stendur undir þeirri miklu ábyrgð og sannarlega vona ég að svo sé. Ég vona að hann noti sér reynslu og mannkosti Einars í þeirri báráttu sem framunand er.
Það eru að vísu vonbrigði fyrir mig sem stuðningsmanns Einars Kristins að hann skyldi ekki ná fyrsta sætinu en ásamt áður nefndum rökum hefur krafan um endurnýjun ráðið einhverju um. Ég er mjög hræddur við að poppulismi taki nú við í Íslensku þjóðfélagi og krafa um að allir sem hafa reynslu og þekkingu sé hent fyrir róða til að láta nýja vendi sópa betur. Ég vil taka því fram að undirritaður var harður í þeirri afstöðu sinni í upphafi bankahrunsins að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ættu að bera ábyrgð á því sem gerðist, og þar hafi einstaklingar en ekki stefna brugðist. Sterk krafa kom frá Sjálfstæðismönnum á Ísafirði um að forsettsráðherra og fjármálaráðherra ættu að víkja, enda hefðu þeir ekki staðið undir þeirri ábyrgð sem þeim var falin. Sjálfstæðisflokkurinn ber að sjálfsögðu ábyrgð á hruninu og mikilvægt að flokksmenn viðurkenni það áður en uppbygging hefst. Í mínum huga hefði Einar Kristinn verið góður í þeirri áhöfn sem þarf til að byggja upp flokkinn og tryggja aðkomu hans að þeirri uppbyggingu sem framundan er í Íslensku samfélagi. Hann hefur verið góður sjávarútvegsráðherra og sýnt að honum er treystandi fyrir ábyrgð og vandasömum verkum. Ég vona að Ásbjörn rísi undir þeim kröfum og stýri sinni áhöfn til árangurs í komandi alþingiskosningum. Sporin hræða þegar horft er til stjórnar landsins undanfarna mánuði þar sem poppulismi ræður ríkjum með fáti og fumi ráðherra í stjórn landsins. Það liggur mikið við þessa dagana.
Ákveðin krafa um endurnýjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Ég verð að segja að ég er ósammála þér og öðrum sem telja að framboð Eyrúnar og Birnu hafi haft áhrif á að Einar lenti í 2. sæti í prófkjörinu um helgina. Staðan er einfaldlega sú að þeir sjálfstæðismenn í NV-kjördæmi sem kusu Eyrúnu og Birnu í 1. sæti hefðu hvort sem er aldrei kosið Einar. Aðrir keppinautar hans um 1. sætið hefðu einfaldlega fengið atkvæðin þeirra ef þær hefðu ekki gefið kost á sér. Horfast verður í augu við þá staðreynd að sterk krafa hefur verið uppi um endurnýjun og er Einar ekki undanskilinn þar sem hann ber ábyrgð ásamt öðrum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar á þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin glímir nú við. Þeir sem ekki vildu Einar í 1. sæti gátu valið um fimm aðra frambjóðendur sem gáfu kost á sér í það sæti. Fyrirfram var ljóst að Birna og Eyrún mundu skipta atkvæðum á milli sín þannig að þær áttu ekki raunhæfan möguleika á fyrsta sæti. Jafnljóst var að Ásbjörn kom gríðarlega sterkur inn með fullan stuðning í sínu heimahéraði og þeir sem vildu Einar út hlutu því að veðja á Ásbjörn. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem sóttust eftir fyrsta sætinu var Ásbjörn sá eini sem gat skákað Einari, eins og kom í ljós í prófkjörinu. Árangur Birnu og Eyrúnar er hins vegar gríðarlega góður og ljóst að þær njóta virðingar og trausts meðal flokksfélaga nánast alls staðar í kjördæminu. Ég hef starfað með Ásbirni á vettvangi flokksins í NV-kjördæmi og þekki hann af góðu einu. Ég efast ekki um að með honum hafa sjálfstæðismenn í NV-kjördæmi fengið öflugan leiðtoga.
Með kveðju.
Guðfinna Hreiðarsdóttir
Guðfinna M Hreiðarsdóttir, 23.3.2009 kl. 12:02
Ég kaupi skýringu þína Gunnar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.3.2009 kl. 20:35
Einar hefur leitt listann í þessu kjördæmi í næstum áratug. Nú tapar hann í prófkjöri fyrir "óþekku" fólki.
Krafan um endurnýjum er hávær. Þrír af þeim sex ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn í aðdraganda bankahrunsins hafa hætt í pólitík. Þeir þrí þingmenn sem ákváðu á "styrkja" flokkinn sem því að halda áfram í pólitík þeim var öllum hafnað sem oddvitum í sínum kjördæmum.
Þetta fólk átti sinn tíma. Sá tími er liðinn og flokkurinn kallar eftir nýju fólki til forystu.
Einar á aldrei eftir að verða aftur ráðherra. Til þess er skaðinn í samfélaginu of mikill sem varð á hans vakt í ríkisstjórn.
Einar er búinn að vera nær tvo áratugi á þingi og búinn klára sína ráðherratíð. Einar á að fara að dæmi hinna ráðherranna þriggja og hætta og hleypa fyrstu konunni í þessu kjördæmi á þing á vegum Sjálfstæðisflokksins.
Það mundi "styrkja" stöðu flokksins í kjördæminu og á landsvísu.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.3.2009 kl. 00:10
Ég er mjög ánægður með árangur Birnu og Eyrúnar og er þess fullviss að þær styrkja framboðið til þingkosninga. Það er gangur lýðræðisins að þeir sem vilja geta boðið sig fram og þar eiga ekki að gilda neinar fyrirfram gefnar reglur. T.d. eins og ég benti á að framboð þeirra gætu spillt fyrir Einari á Vestfjörðum. Það er alveg á hreinu að slík umræða á engan rétt á sér. Að sama skapi getur Einar boðið sig fram hvað sem líður fortíðinni og ábyrgð Sjáflstæðisflokksins. Það er síðan kjósenda að ákveða örlög frambjóðenda.
Ég er hinsvegar á því og hef verið frá hruninu að þeir sem báru ábyrgðina á efnahagsmálum, forsætisráðherra og fjármálaráðherra hefðu átt að segja af sér strax. Axla ábyrgð og viðurkenna mistökin. Það hefði róað þjóðina og bjargað miklu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að E.K.G. beri ekki þessa ábyrgð en hver og einn getur haft sína skoðun á því. Ég teysti engum betur til að fara með þetta umboðsvald mitt en honum, enda þekki ég hann vel.
Ég kaupi ekki alveg að henda eigi öllum út sem stóðu í fylkingarbrjósti í stjórnmálum á þessum tímum. Til þess er verið að fórna of miklum mannauð og reynslu, mannauð og reynslu sem við þurfum á að halda nú við uppbygginguna. Þetta á líka við um bankastarfsmenn. Ekki gengur að láta stjórnlaust hatur ráða för og enda öllum út sem hafa kunnáttu og reynslu í bankamálum, bara til að fá einhverskonar sálarró. Ég er þessa skoðunar enda hef ég komist reiðilaust í gegnum þetta tímabil. Í því felst engin viðurkenning á því sem gerst hefur og ég tel eðlilegt að málin verði rannsökuð ofan í kjölin og þeir dregnir til ábyrgðar sem hana eiga. Ég tala nú ekki um glæpsamlegt athæfi. Ég er hinsvegar þess fullviss að réttlætið muni nái fram að lokum.
Hagfræði er hugarástand og nú þurfa Íslendingar að komast yfir hatrið og byrja uppbyggingu á jákvæðum nótum. Við verðum að treysta stoðum þjóðfélagsins, stjórnkerfi, atvinnulífi og bankakerfi. Þó það sé erfitt eftir það sem á undan er gengið.
Gunnar Þórðarson, 24.3.2009 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.