Umsókn í ESB og Sjálfstæðisflokkurinn

 images

Eftirfarandi listi yfir sjálfstæðismenn er tekin af heimasíðu Hjartar J. Guðmundssonar. Ekki er hann tæmandi og sakna ég t.d. Einars Guðfinsssonar af honum, sem ég held að fylli síðasta hópinn.  Ekki að hann styðji ingöngu en vill fyrir alla muni leyfa þjóðinn að ákveða það með þjóðaratkvæaðgreiðslu.

Eru andvíg umsókn um inngöngu í Evrópusambandið (16):
Birgir Ármannsson
Elinóra Inga Sigurðardóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Grazyna María Okuniewska
Gréta Ingþórsdóttir
Guðfinnur S. Halldórsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Hjalti Sigurðsson
Jón Kári Jónsson
Loftur Altice Þorsteinsson
Pétur H. Blöndal
Sigríður Ásthildur Andersen
Sigurður Kári Kristjánsson
Valdimar Agnar Valdimarsson
Þorvaldur Hrafn Ingvason
Þórlindur Kjartansson

Segja ekki tímabært að sækja um inngöngu í Evrópusambandið (3):

Jórunn Frímannsdóttir Jensen
Sigríður Finsen
Sveinbjörn Brandsson

Segjast andvíg inngöngu í Evrópusambandið en vilja engu að síður viðræður um inngöngu (2):
Ásta Möller
Illugi Gunnarsson

Eru hlynnt því að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið (8):
Dögg Pálsdóttir
Guðmundur Kjartansson
Guðrún Inga Ingólfsdóttir
Gylfi Þór Þórisson
Ingi Björn Albertsson
Jón Magnússon
Kolbrún Baldursdóttir
Ólöf Nordal

Eins og staðan er í dag þá eru nánast engar líkur á að íslenska krónan eigi sér framtíð.  Það er að fullu reynt að notast við slíka örmynt á tímum alþjóðavæðingar og samþjöppunar hagkerfa heimsins.  Einhliða upptaka annarrar myntar virðist þyrnum stráð og því fylgir gríðarleg áhætta þar sem d.t. kostir við inngöngu í evrópskt myntbandalag nást ekki með því, en mikil áætta fylgir því.  Með einhliða upptöku dollars eða evru væru engar varnir til ef markaðir misstu tiltrú á íslenskt efnahagslíf og þá gæti hver sem er tekið gjaldeyrir með í töskum úr landinu, þar sem ekki væri komið við neinum vörnum, eins og eru t.d. í dag.

maastrictMeirihluti sjálfstæðismanna virðast vera á móti umsókn í ESB og þá hlýtur að vera sú krafa á þá að benda á aðrar leiðir í peningamálum þjóðarinnar.  Bloggari hefur aldrei séð neitt vitrænt í þeim efnum.  Reyndar er umræða flestra sjálfstæðimanna um málefni ESB yfirborðskennt og byggð á slagorðum eins og ,,valdið til Brussel" ,,Brussel klíkan" og svo framvegis og það telja þeir boðleg skilaboð til sinna kjósenda.  Bent er á hvernig ESB hafi farið með Íslendinga í IceSave málinu þess til stuðning hversu vondir þeir eru í þessu sambandi.

Þetta er ekki boðlegt og nauðsynlegt fyrir sjálfstæðismenn að koma með vandaðri umræðu um þessi mál.  Bloggari hefur bent á það í rökstuddu máli að líklegt sé að viðunandi samningar geti náðst við ESB í sjávarútvegsmálum.  Samningur um landbúnaðarmál verður íslenskri þjóð örugglega hagfeldur.

Það vantar framtíðarsýn frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins og síðan stefnumótun um hvernig eigi að ná henni.  Skýr auðskilin og trúverðug framtíðarsýn er einmitt það sem þjóðin þarf nú, til að öðlast sjálfstraust og vilja til að byggja efnahag landsins upp.  Takist þetta verða íslendingar sennilega með þeim fyrstu sem ná sér á strik eftir hrunið. 

Við sátum hér tveir félagar í Kampala og ræddum málin sendiherra Belgíu.  Umræðuefnð var bankahrunið á Íslandi og framtíðaráform Íslendinga í penigamálastórn.  Það má segja að rétt sé haft eftir núverandi viðskiptaráðherra að Íslendingar hafi aldrei getað stjórnað peningamálum sínum, þó steinin hafi tekið úr siðustu árin, undir stjórn Davíðs Oddssonar.  Sendiherran sagði okkur frá því hversu miklar breytingar hefðu orðið fyrir íbúa með upptöku evru.  Hvort sem það eru ferðamenn sem þvælast yfir landamæri og alls staðar er sama myntin og hægt og bítandi hefur þetta áhrif á samkeppni sem er íbúunum til góða.  Sérstaklega hefur myntin þó áhrif á viðskipti þar sem menn þurfa ekki að búa við sveiflur á gjaldeyrismarkaði og geta gert sínar áætlanir með meira öryggi. 

Það er ljóst að engin alsherjarlausn felst í myntsamstarfinu en þó er ljóst að þau ríki ESB, fyrir utan Breta, sem enn standa utan EMU vilja komast þangað inn sem fyrst.  Hafa beðið um undanþágur og flýtimeðferð sem ekki er líklegt að þeir fái.  Þar er verið að tala um undanþágur frá Maastricht sáttmálanum. 

Bloggara finnst þetta snúast um hvað sé þjóðinni fyrir bestu í framtíðinni.  Ekki stjórnmálaflokkum eða stjórnmálamönnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta eru aðeins frambjóðendur í Reykjavík eins og tekið er fram með skýrum hætti á minni bloggsíðu.

Hvað varðar þau ESB-ríki sem þú segir vilja ólm taka upp evru þá er þar fyrst og fremst um að ræða stjórnmálamenn sem það vilja. Ég hef ekki séð skoðanakannanir frá Austur-Evrópu sem sýna að almenningur vilji það, Svíar vilja enn ekki evru, afstaða Dana virðist vera að snúast gegn evru og Bretar eru harðir gegn því að afsala sér pundinu. Raunar er evran auk þess umdeild meðal þeirra þjóða sem tekið hafa hana upp, t.a.m. hafa Þjóðverjar aldrei viljað fórna þýzka markinu fyrir evru ef marka má ítrekaðar skoðanakannanir á liðnum árum - en þeir voru víst aldrei spurðir áður en það skref var tekið.

Spyrjum að leikslokum, það er ofan á allt annað í bezta falli vafamál að evrusvæðið eigi framtíðina fyrir sér.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Skynsamlegur pistlill; eina leiðin til að byggja upp Ísland aftur er að taka upp Evru gegnum aðildarumsókn að ESB. 

Ekki hefur verið bent á neina aðra leið sem skilar okkur árangri heldur eru allar vitrænar umræðu og rök kæfð í órökstuddum upphrópunum andstæðinga ESB.

Ólafur H. Guðgeirsson, 12.3.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ólafur, Evrópusambandssinnar bjóða s.s. upp á vitræn rök en andstæðingar inngöngu í Evrópusambandið aðeins órökstuddar upphrópanir að þínu mati ef marka má þetta innlegg. Er ekki þægilegt að búa í svona svart-hvítum heimi? :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 10:24

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Góður pistill Gunnar.

Það eru ýmsir svo óttaslegnir þegar ESB ber á góma að þeir vilja ekki einu sinni fara í aðildarviðræður. Það gæti nefnilega sýnt að ótti þeirra sé yfirdrifinn.

Ég sé ekki hvernig Íslendingar ætla að lifa áfram með krónuna sem gjaldmiðil. Það er ekki bjóðandi að hafa þetta rússíbanakerfi áfram. Það er ekki hægt að stunda árngursríkan rekstur við þær aðstæður sem skapast í efnahagskerfi með örmynt.

Það eru kostir og gallar við ESB aðild. En að mínu mati þá eru kostirnir yfirgnæfandi og nánast eina leiðin sem er í boði fyrir okkar litlu, en stórhuga þjóð.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.3.2009 kl. 16:55

5 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Mér sýnist Austurevrópuríkin sem gengin eru i ESB ekki geta beðið eftir inngöngu í EMU samstarfið.  Sum þeirra  hafa beinlínis hótað að taka evru upp einhliða þar sem þeir treysta sér ekki til að bíða eftir að ná Maastrict skilmálunum. 

Reyndar er ástandið óvenjulegt og segir vonandi ekki mikið um hvernig framtíðin verður.  Ríki sem stefna að EMU eru föst í að halda aðlögunarskilmála og geta ekki fellt gengið.  En öll austur Evrópuríkin virðast stefna að evru.

Hvað varðar Svía og Breta skulum við spyrja að leikslokum.  Bretar reyndar búa að því núna að geta fellt gengið sem hjálpar þeim að takast á við efnahagshrunið hjá sér.  En í framtíðinni munu menn leita að meiri stöðugleika.  Sumir hafa haldið því fram að 5 til 10 myntir verði til í heiminum eftir þessi áföll.  Íslenska krónan verður ekki ein af þeim myntum. 

Við verðum jafnframt að viðurkenna að við höfum aldrei haft nokkra stjórn á okkar peningamálum.  Hversu langt aftur sem við skoðum söguna.  Myntin hefur kostað okkur ótrúlegar upphæðir með óðaverðbólgu og óvissu.  Einu sinni vorum við með tvöfalda gengisskráningu; togaragengi og bátagengi.  Það er liðin tíð að hægt sé að lifa við slíkt.  Það er alla vega ekki líklegt til framfara.

En ég tek undir með Ólafi að lítið fer fyrir hugmyndum um endurreisn frá andstæðingum ESB.

Gunnar Þórðarson, 13.3.2009 kl. 04:32

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar, þú ert varla í réttum flokki, því að Sjálfstæðismenn höfnuðu ESB- aðdáendum í prófkjörunum, öllum nema einni, Ólöfu Norðdal, sem hefur verulega mýkt afstöðu sína sbr. nýjustu greinar hennar. Skoðaðu ESB- listann þinn hér að ofan. Tölfræðileg fylgni gegn ESB er afgerandi eftir prófkjörin. Það er ekki nema von að Hjálmtýr sé hrifinn af skrifum þínum, enda Samfylkingarmaður.

Þótt ekki verði beint kosið um ESB- aðild í þessum kosningum, þá er það á hreinu að Samfylking er ESB og staðfesta Icesave- sinnuð. Á því fellur hún, amk. gagnvart drýgsta meirihluta sjálfstæðismanna, ef þeir væru í vafa.

Ívar Pálsson, 18.3.2009 kl. 18:12

7 Smámynd: Tryggvi Guðmundsson

Innlegg Ívars er skólabókardæmi um eitt höfðumein Sjálfstæðisflokksins, sem er blind foringjahollusta og krafa um að hinn almenni flokksmaður sé ekki að hugsa sjálfstætt í pólitík. Þegar þjóðfélagið í sinni þrengstu stöðu í heilan mannsaldur er að reyna að finna leið til að skapa næstu kynslóðum Íslendinga vænlega framtíð þá eiga kjósendur "Flokksins" ekki að hugsa út fyrir þá línu sem formaðurinn ráðvillti er nú að reyna að koma saman, en aðalatriðið í flokkslínunni er að ekkert hafi verið gert rangt í efnahagsstjórn á Íslandi sem hægt sé að kenna "Flokknum" um. Síðan er fimbulfambað um alls kyns tæknileg smáatriði á Alþingi en forðast að ræða neinar raunhæfar leiðir til að hífa þjóðina upp úr kviksyndinu sem formaðurinn sjálfur, hans fyrrverandi formaður og hirðfíflið HHG eru arkitektar að. Uppgjöri við nýfrjálshyggjuna skal stungið undir stól og treyst á að lélegt langtímaminni kjósenda eins og oft áður. Sem betur fer sættir stækkandi hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins sig ekki við þessa handleiðslu. Gunnar Þórðarson nýtur þess að hafa horft á atburði síðasta misseris utan frá með stærri sjóndeildarhring en við hér heima og hefur dregið sínar ályktanir út frá því og eigin þekkingu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn þarf á einhverju að halda nú um þessar mundir þá er það að slíkum félagsmönnum fari fjölgandi.

Tryggvi Guðmundsson, 19.3.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband