Fullt tungl

full_moon.jpgÞað nálgast fullt tungl og þá fá vinir bloggara á Sri Lanka sinn Poya dag og frí frá vinnu eða skóla.  Tunglið skipar mikinn sess í búddisma og reyndar kristni, enda eru t.d. páskar miðaðir við tunglgang.  Það eru reyndar gömlu mánuðir okkar íslendinga, þorri, harpa o.s.fr.  Tunglið var tímamælir fyrir gömlu landbúnaðarsamfélögin og allt miðaðist við hvenær fullt tungl var.  Heima má þekkja stækkandi mána með því að þegar hægt er að grípa með vinstri hendinni inn í hálfmána, er hann stækkandi.  Hér á miðbaug snýr tunglið öðruvísi þar sem gripið er undir það við vaxandi mána og ofaní það við minnkandi.

Nútíma rannsóknir benda til að tunglið af byrjað sem risavaxin hraunsletta úr jörðinni og hafi i fyrstu snúist marga hringi á sólarhring kringum jörðina í tiltölulega lítilli hæð.  Fjarlægðin hefur síðan verið að aukast og tunglið fjarlægist okkur um rúma þrjá sentímetra á ári hverju og hægir þá jafnframt á sér. 

Tunglið hefur gríðarleg áhrif á lífið á jörðinni og þarf ekki að benda á annað en flóð og fjöru sem orsakast af aðdráttarafli þess sem dregur yfirborð heimshafanna til sín.  Það er ekki tilviljun að flóð er tvisvar á sólarhring, enda fer tunglið tvo hringi kringum jörðina á dag.  Seinni tíma rannsóknir benda til að tunglið hafi miklu meiri áhrif á jörðina, t.d. með því að halda jafnvægi á halla hennar og halda honum stöðugum í gegnum hringsól jarðar kringum sólina.  Jörðin hallar hvorum helming, norður og suðurhveli, um 23 gráður að sólu, sem orsakar árstíðirnar.  Miðbaugur snýr næst sólu í kringum 21 mars og í framhaldi byrjar jörðin að snúa norðri meira að sólu og þá vorar á norðurhveli.  Hallinn nær síðan hámarki 21 júní og þá er hásumar á Íslandi og í framhaldi fer jörðin að snúa til baka þar til suðurhveli snýr næst sólu 21 desember, sem er að sjálfsögðu stysti dagur á Íslandi.  Tunglið skiptir miklu máli til að halda þessari reglu og halda jörðinni í jafnvægi við æfingar sínar.

island-romance.jpgSvo er að sjálfsögðu áhrif tunglsins á rómantík þegar fullt tungl skín og kveikir þrá í brjóstum jarðarbúa sem fyllast ástarbríma.  Rómatísk áhrif tunglsins er ekki á verksviði vísindamanna og þarf ekkert að sanna né afsanna.  Eins það að tunglið hafi alls kyns önnur áhrif, allt frá að rjómi fljóti ofaná í mjólkurbrúsa til þess að menn breytist í varúlfa í fullu tungli.  Vísindin hafa nóg annað að gera og geta bara látið slíka hluti eiga sig.

Gangi spá eftir heima á Ísafirði gæti rofað til og íbúar notið fulls tungls, eða hér um bil.  Vonandi hefur það tilætluð áhrif og best ef slíkt ber ávöxt níu mánuðum seinna.  Þá er tunglið farið að fjölga Íslendingum, sem er hið allra besta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband