21.2.2009 | 10:33
Ferðalag um Úganda - fyrri hluti
Við lögðum að stað þrír á fjórhjóladrifnum Toyota Hi-Lux, undirritaður, Alfred starfsmaður fiskimálaráðuneytisins og bílstjóri sem lánaður var frá ráðuneytinu. Ferðinni var heitið til Lake Albert sem liggur við landamæri Kongó í vestri. Lake Albert er myndað af miklum sigdal á leið Nílar frá upphafi sínu við Viktoríuvatn á leið sinni til strandar Egyptalands, mörg þúsund mílum seinna og rúmlega km fallhæð. Ferðinni var heitið til að heimsækja nokkra löndunarstaði við vatnið og ennfremur til að ræða við svæðisstjóra fiskimála í nokkrum umdæmum (Districts) Úganda.
Ferðin hófst frá skrifstofu ICEIDA í Kampala og í fyrstu heitið til Fort Port sem er allstór bær suður af Albert vatninu. Við snæddum þar hádegisverð áður en haldið var á til löndunarstaðar í Bundibugyo umdæmi, sem liggur syðst við vatnið. Mikil umferð var meðfram veginum sem lá í fyrstu í gegnum ræktarhéruð,aðalega fyrir matarbanana. Konur báru byrðar sínar á höfðinu en karlmenn notuðu reiðhjól, mótorhjól eða bíla. Menn voru að flytja um 200 kg af bönunum á reiðhjóli um 30 km leið frá ræktunarstað í kaupstaðinn til að koma þeim á markað. Síðar var ekið eftir mjög slæmum vegi niður þrönga dali utan í bröttum fjöllum og veitti ekki af torfærubíl við þær aðstæður. Hinsvegar var með ólíkindum hvaða farartæki innfæddir notuðu við þessar aðstæður. Fólksbílar, rútur, vörubílar, mótorhjól, reiðhjól ásamt mergð af gangandi vegfarendum. Í fjöllunum fyrir ofan má sjá mikið af kofum og liðast reykur upp af sumum þeirra. Þarna býr fólk við algjöra einangrun við sjálfsþurftarbúskap og leggur leið sína aldrei niður í byggð. Börnin sækja ekki skóla og engin leggur leið sína um land þeirra, enda í bröttum fjöllum og samgöngur mjög erfiðar.
Þegar komið er niður á sléttuna, sem er gamall vatnsbotn, tekur við skógi vaxnar gresjur þar sem mikið dýralíf er enda um friðland að ræða. Þar má sjá buffalóa, antilópur, villisvín og barmbúar voru á þönum fram og til baka yfir akveginn, sem er öllu skárri þarna en í fjöllunum.
Eftir áhugaverða heimsókn á löndunarstaðinn var haldið til baka sömu leið til Fort Port sem var eini staðurinn á svæðinu þar sem hægt var að fá gistingu og kvöldmat. Það voru þreyttir og rykugir ferðalangar sem hvíldu lúin bein eftir 10 tíma ferðalag og átta tíma erfiða keyrslu.
Við héldum af stað í bítið morguninn eftir og nú var ferðinni heitið til Poyagota umdæmis að heimsækja umdæmisskrifstofu löndunarstaðarins frá því deginum áður er. Eftir fund með fiskimálastjóra og héraðsstjóranum var ekið aftur til Fort Port. Á leiðinn eru mjög slæmir hlykkjóttir vegir utan í bröttum hlíðum og komum við á áfangastað um tvöleytið og snæddum hádegisverð í Fort Port.
Á leiðinni um fjöllin tók ég eftir konu sem bar poka fullan af grjótmulning á bakinu, en var með beisli úr pokanum strengt yfir ennið til að bera hluta af þunganum með höfðinu. Með henni valhoppaði smákrakki en leiðin lá til bæjarins um þriggja km fjarlægð. Fljótlega komum við að námunni þar sem þrír menn með handverkfæri voru að mylja niður bergið. Einn braut stykki úr klettinum með slaghamar og fleyg, sá næsti muldi niður í hnullunga með hamri og sá þriðji muldi þá niður í fíngerðan mulning með hamri. Konurnar þeirra voru svo flutningatækin til að koma afurðinni á markað í þorpinu neðan við námuna. Miðað við holuna í klettinum, sem var hundruð rúmmetrar, hafði áratuga námuvinnsla átt sér stað þarna. Hér er um mjög ódýra afurð að ræða sem skilar einhverjum hundraðköllum á dag og með ólíkindum að fólk þurfi að leggja svona mikið erfiði á sig til að komast af.
Eftir hádegisverð í Fort Port var lagt af stað til Hoima, sem er höfuðstaður umdæmisins austur af Albert vatni. Nú var ekið þvert í gegnum regnskóg sem hefur fengið að vera óáreittur fyrir siðmenningunni. Nánast er ekið í gegnum trjágöng og sér ekki til sólar þar enda trén um tugi metra há. Síðan var ekið í gegnum te-plantekrur og var ólíkt þar um að litast miðað við það sem áður hafði borið við. Endalausar iðagrænar hæðir með te plöntum og allt í einu bar allt umhverfið merki um meiri velmegun íbúa. Húsakostir voru langt um betri og fólkið bar sig betur og greinilegt að það hafði einhverja peninga milli handanna. Börnin voru hrein og strokin og skólabyggingar reisulegar.
Við komum til Hoima seint um kvöldið og fundum ágæta gistingu og viðgjörning en nú var skollið á þrumuveður og við miðjan kvöldverðinn fór rafmagnið af. Það kom ekki að sök þar sem á þessum slóðum gera menn ráð fyrir því og innan tíðar var rafall kominn í gang og ljósatýran kviknaði á ný. En rétt á meðan var myrkrið svo svart að ekki sá handaskil og hefði verið erfiðleikum bundið að komast í koju við þær aðstæður.
Í Hoima er eitt af þremur konungsríkjum Úganda. En ólíkt tveimur kollegum sínum, sem búa í Kampala, hefur konungurinn í Hoima litlar tekjur. Land er verðlítið á svæðinu og vonlaust mál að leggja skatt á þegnana þar sem eru bláfátækir. Það er þó huggun harmi gegn að kóngurinn á hauk í horni, hinn gríðar öfluga arabahöfðinga Gaddafi Lýdíuleiðtoga. Slúðrið í blöðum hér segir að Gaddafi sé ásfangin af konungsmóðurinni og hefur látið konungsdæmið njóta góðs af þeim tengslum, meðal annars byggt nýja og glæsilega konungshöll í Hoima. Reyndar þráir Gaddafi að láta blátt blóð streyma um æðar sínar en þar dugir viljinn ekki fyrir verkið, enda taka konungar vald sitt frá guði. Gaddafi hefur þó reynt að festa við sig að vera kallaður konungur konunganna, en þrátt fyrir að vera leiðtogi Afríkusambandsins dugar það ekki til.
Í bítið morguninn eftir heimsóttum við fiskimálastjóra héraðsins og yfirmann hans umdæmisstjóra Hoima. Þeir hafa aðstöðu í hluta gömlu hallarinnar sem svæðisstjórnin leigir af konungsdæminu. Eftir stuttan fund með þeim var haldið til löndunarstaðarins Butiaba og með í för var fiskimálastjórinn. Þangað liggur góður vegur sem lagður var að olíufyrirtæki en miklar olíulindir hafa fundist á austurströnd Alberts vatns. Þetta var rúmlega hundrað kílómetra leið í gegnum skógargresjur þar sem víða mátti grilla í frumstæða þorp með strákofum. Löndunarstaðurinn sjálfur var frekar óaðlaðandi með leirkofum með bárujárns þökum. Okkur var sagt að áður en vegurinn var byggður fyrir olíuleitina, fyrir nokkrum árum, þurftu fiskimennirnir að bera aflann upp á sléttuna ofan við vatnið, um 25 km leið þar sem við tók við lélegur vegur til Hoima.
Eftir fund með yfirmönnum löndunarstaðarins var haldið á annan löndunarstað, Buliisa, sem er allstórt þorp með strákofum. Öllu meira aðlaðandi en fyrri staðurinn og virtist töluvert um að vera í þorpinu. Þarna voru starfrækt, í strákofum, hótel, barir, veitingastaðir og hárgreiðslustaðir. Íbúarnir verka töluvert af afla sínum með því að þurrka eða reykja, og selja á markaði við suðurströnd vatnsins. Mikið að þessari framleiðslu er síðan flutt á markað í Súdan.
Okkur var sagt að meirihluti íbúa væru flóttamenn frá Kongó. Ekki voru menn hrifnir af nýbúunum enda fólk með ólíkt tungumál og menningu. Kongómennirnir þykja harðir í horn að taka og höfðu hálfdrepið veiðieftirlitsmann fyrir skömmu. Veiðarfæri fiskimanns frá Kongó voru tekin eignarnámi enda ólögleg og var hann mjög ósáttur við gerninginn. Hann hafði hótað eftirlitsmanninum en ekki haft árangur sem erfiði. Hann tók sér því sveðju í hönd og réðist að eftirlitsmanninum með því markmiði að gera hann höfðinu styttri. Veiðieftirlitsmaðurnn gat borið höndina fyrir sig og fór sveðjan á kaf en næsta högg hitti hann í bakið. Árásarmaðurinn, sem þóttist viss um að hann hefði náð markmiði sínu, hljóp niður að vatni og um borð í bát og hvarf út í nóttina. Hann hefur sjálfsagt róið yfir vatnið til Kongó og hefur ekkert af honum spurst. Eftirlitsmaðurinn lifði árásina af en er örkumlaður til æviloka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.