Diana Wallis og ESB

Diana Wallis er mikill Íslandsvinur.  Bloggari hefur átt með henni fund og lesið það sem hún hefur skrifað um ESB og hugsanlega aðild Íslands að sambandinu.

Það er hinsvegar ömurlegt að fylgjast með fólki sem tekur þátt í þessari umræðu með fordómum, upphrópunum og frösum.  Málið er allt of mikilvægt fyrir Íslendinga til að kasta þannig til höndunum um þetta málefni.  Allir ættu að geta kynnt sér málið að einhverju ráði en ekki láta mata sig með einhliða áróðri til að þjónkast þröngum hagsmunahópum.

Diana Wallis er fullviss um að Íslendingar myndu ná ásættanlegri lendingu í samningum um sjávarútvegsmál.  Einnig myndu þeir við inngöngu skapa sér leiðtogahlutverk innan ESB á því sviði.  Enda myndu þeir verða lang-stærsta fiskveiðiþjóðin innan Sambandsins, en Danir númer tvö.

Á þessari síðu er grein þar sem möguleikum á samningum í sjárútvegsmálum er lýst með góðum rökum.  Reyndar var sú grein sett inn á Evrópuvef Sjálfstæðisflokksins og þar þurfti að rökstyðja enn frekar það sem fram var sett.  En menn geta ekki búist við að leiðtogar ESB gefi Íslendingum fyrirfram loforð, áður en þeir sækja um.  Þannig ganga kaupin ekki fyrir sig á eyrinni.

Málið snýst um að Íslenska þjóðin búi við efnahagslegt öryggi í góðum samskiptum við viðskiptaþjóðir sínar (75% er innan EES), samstíga þeim þjóðum sem deila með okkur gildum og menningu.


mbl.is Styður aðildarumsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 285605

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband