Birtir yfir Bessastöðum

 

guiding lightStórskemmtileg frásögn er af viðtali Bessastaðarbóndans og spúsu hans við Franskt glanstímarit birtist á visi.is í dag.  Þar kemur fram að húsfreyjan á Bessastöðum var fyrir löngu búin að gera sér grein fyrir efnahagaástandi þjóðarinnar.  Sennilega meinti hún ekkert með að ,,Ísland væri stórasta land í heimi"  Hún hefur sennilega ætlað að segja ,,skuldir Íslands eru stórastar í heimi"

Þetta er mjög skemmtileg umfjöllun en reyndar lenda þau hjónin í nokkrum átökum sín á milli í viðtalinu.  Ólafur marg- reynir að fá konu sína til að tala varlega og biðlar til blaðamanns að birta ekki það sem hún er að segja.  Hún segir að svo mikið sé af húsum á Íslandi að engin hætta sé á að einhverjir missi heimili sín.  Færi sig bara yfir i næsta hús, enda sé allt fullt af tómum húsum.  Nú og þeir sem eigi ekki fyrir brauði geti bara borðað kökur.  Það þarf svona lausnir í dag.

Kannski þessi aðalþjóðlega hefðarkona gæti verið svona nokkurskonar ,,Guiding light" okkar Íslendinga.  Hún er greinilega mjög vel að sér í hagfræði og reyndar mjög vel tengt alþjóðlega.  Ef til vill gæti hún tekið yfir í Seðlabankanum.  Ekki bara að hún drekki te með Mrs. Brown í Bretlandi heldur er hún beintengt inn í innsta kerfi Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins.  Hringdi reyndar þegar 2005 til að biðja um hjálp fyrir þessa vesalings þjóð sem ekki kann fótum sínum forráð.

En spurningin sem vaknar er af hverju hún útskýrði ekki málin fyrir bónda sínum sem var fram að hruni haustið 2008, aðal aflvaki útrásarvíkinga og sá um tengslanet þeirra erlendis.  Fremstur meðal jafninga í útrásinni og engin sporgöngumaður í þeim efnum.

Það birtir yfir Íslandi þegar ljósið skín af Bessastöðum (guiding light) og einu áhyggjur bloggara eru vinir hans við Skerjafjörð, að þau fái ofbirtu í augun við ósköpin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er fyrirmunaða skilja þessa konu. Enda er hún með eitthvert embætti hér. Það hríslast um mann aulahrollur þegar gullkornin hrjóta frá henni. Og einstak fólk hrífst af þessum skrípalátum. Ég hálfvorkenni karlinum þó hann hafi valið þetta sjálfur. Skefjalaus athyglissýki. En um fram allt kunnáttuleysi í sögulegu hámarki..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Reyndar er manni ekki lengur skemmt.  Íslendingar eru einhvern vegin að gera sig að flónum út um allan heim.  Þegar maður býr langt í burtu og horfir á þetta í gegnum síu fjarlægðar verður þetta allt svo aulalegt sem er að gerast heima.  Pottaskellir og stjórnvöld sem opna gluggann á Stjórnarráði eða þinghúsi til að vita hvað nokkrir tugir mótmælanda, sem þeir halda að sé þjóðin, vilja að gert verði.  Tragetían um Davíð konung sem er aðhlátursefni um allan heim og nú þessi sápuópera á Bessastöðum.  Það þarf mikið til að byggja upp traust og trúverðugleika fyrir Íslendinga.

Gunnar Þórðarson, 10.2.2009 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband