6.2.2009 | 14:59
Enn um Davíð konung
Sjálfstæðismenn verða að láta af pólitísku þrasi um Davíð Oddsson. Þetta er að stór skaða flokkinn og virðast flestir aðrir en forystumenn flokksins koma auga á þá staðreynd. Sjálfstæðismenn fengu tækifæri í rúma hundrað daga til að láta til sín taka og segja af bankastjórn SÍ sem hafði gert stærri mistök í peningamálastjórnun en hægt var að sætta sig við. Til viðbótar var formaður bankastjórnar með endalausar pólitískar yfirlýsingar sem hæfði engan vegin hans stöðu og var eitt og sér nægjanlegt til að láta hann fara. Traust bankans hafði beðið skipsbrot og engin vettlingatök dugðu til að endurreisa það.
Þess í stað lýsti fyrrverandi forsætisráðherra margoft yfir stuðningi við Davíð, sem því miður er orðin tákngerfingur fyrir bankahrunið. Það er ein megin ástæðan, ásamt því að vilja ekki bera ábyrgð á hruninu, fyrir því að Sjálfstæðismenn eru nú utan ríkisstjórnar. Aldrei hefur þjóðin þurft jafn mikið á styrkri stjórn að halda og óskiljanlegt hvernig flokkforystan hefur forgansraðað í þessum málum.
Forysta Sjálfstæðisflokksins ætti að líta vestur yfir haf til BNA og taka Obama sér til fyrirmyndar. Nýbakaður forseti hikar ekki við að taka ábyrgð á mistökum sem honum og hans mönnum verður á. Hann tekur af allan vafa og segir hreint út ,,ég klúðraði málunum"
Þetta leggst vel í Bandaríkjamenn og þeir treysta honum fyrir vikið.
Það er löngu komið nóg af stuðningi forystu Sjálfstæðisflokksins við Davíð Oddsson. Það sjá allir í gegnum þetta og ekki hægt að slá ryki í augu almennings. Davíð var góður forsætisráðherra og kom mörgum mikilvægum breytingum á í okkar samfélagi. En það er algerlega á hans ábyrgð hvernig er komið fyrir honum. Bréfið frá Jóhönnu Sigurðar er vel orðað og ekkert við það að athuga. Þetta er ekki pólitískt einelti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rétt athugað að Davíð kom sér sjálfur í þá aðstöðu að vera talinn einn tákngerfinga hruns í fjármálakerfi þjóðarinnar. Sök hans er ekki þess eðlis að hann sé lagabrjótur hvað þá að hann hafi á einhvern hátt handstýrt hruninu. Aðkoma hans hefur hinsvegar ekki vakið traust og það sem hann gerði orkar ekki bara tvímælis heldur hefur reynst gagnslaust. Glatað traust verður hann að ávinna sér á öðrum vettvangi. Vettvangur seðlabankans stendur ekki lengur til boða. Hann gerir þetta að presónulegu máli sjálfur og flokksmenn hans hamra á því líka.
Persóna Davíðs er hér ekki á dagskrá heldur störf seðlabankastjóra sem er ópersónuleg staða. Að blanda þessu saman er stjórnarfarslega séð gerræðislegt. Einsog ég hef sagt mörgum sinnum er eru Íslendingar "aumingjagóð" þjóð og lengi hægt að fara í hlutverk fórnarlambsins til að fá fyrirgefningu. Nú ætlar Davíð að legjast eins lágt og hann getur til að höfða til þessarar kenndar landa minna.
Gísli Ingvarsson, 7.2.2009 kl. 12:53
Góður pistill, og rétt athugað. Þessi taumlausa tryggð (hræðsla?) við DO getur bara skaðað flokinn.
Ólafur Ingólfsson, 7.2.2009 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.