Enn um Davíð konung

Sjálfstæðismenn verða að láta af pólitísku þrasi um Davíð Oddsson.  Þetta er að stór skaða flokkinn og virðast flestir aðrir en forystumenn flokksins koma auga á þá staðreynd.  Sjálfstæðismenn fengu tækifæri í rúma hundrað daga til að láta til sín taka og segja af bankastjórn SÍ sem hafði gert stærri mistök í peningamálastjórnun en hægt var að sætta sig við.  Til viðbótar var formaður bankastjórnar með endalausar pólitískar yfirlýsingar sem hæfði engan vegin hans stöðu og var eitt og sér nægjanlegt til að láta hann fara.  Traust bankans hafði beðið skipsbrot og engin vettlingatök dugðu til að endurreisa það. 

Þess í stað lýsti fyrrverandi forsætisráðherra margoft yfir stuðningi við Davíð, sem því miður er orðin tákngerfingur fyrir bankahrunið.  Það er ein megin ástæðan, ásamt því að vilja ekki bera ábyrgð á hruninu, fyrir því að Sjálfstæðismenn eru nú utan ríkisstjórnar.  Aldrei hefur þjóðin þurft jafn mikið á styrkri stjórn að halda og óskiljanlegt hvernig flokkforystan hefur forgansraðað í þessum málum.

Forysta Sjálfstæðisflokksins ætti að líta vestur yfir haf til BNA og taka Obama sér til fyrirmyndar.  Nýbakaður forseti hikar ekki við að taka ábyrgð á mistökum sem honum og hans mönnum verður á.  Hann tekur af allan vafa og segir hreint út ,,ég klúðraði málunum" 

Þetta leggst vel í Bandaríkjamenn og þeir treysta honum fyrir vikið.

Það er löngu komið nóg af stuðningi forystu Sjálfstæðisflokksins við Davíð Oddsson.  Það sjá allir í gegnum þetta og ekki hægt að slá ryki í augu almennings.  Davíð var góður forsætisráðherra og kom mörgum mikilvægum breytingum á í okkar samfélagi.  En það er algerlega á hans ábyrgð hvernig er komið fyrir honum.  Bréfið frá Jóhönnu Sigurðar er vel orðað og ekkert við það að athuga.  Þetta er ekki pólitískt einelti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er rétt athugað að Davíð kom sér sjálfur í þá aðstöðu að vera talinn einn tákngerfinga hruns í fjármálakerfi þjóðarinnar. Sök hans er ekki þess eðlis að hann sé lagabrjótur hvað þá að hann hafi á einhvern hátt handstýrt hruninu. Aðkoma hans hefur hinsvegar ekki vakið traust og það sem hann gerði orkar ekki bara tvímælis heldur hefur reynst gagnslaust. Glatað traust verður hann að ávinna sér á öðrum vettvangi. Vettvangur seðlabankans stendur ekki lengur til boða. Hann gerir þetta að presónulegu máli sjálfur og flokksmenn hans hamra á því líka.

Persóna Davíðs er hér ekki á dagskrá heldur störf seðlabankastjóra sem er ópersónuleg staða. Að blanda þessu saman er stjórnarfarslega séð gerræðislegt. Einsog ég hef sagt mörgum sinnum er eru Íslendingar "aumingjagóð" þjóð og lengi hægt að fara í hlutverk fórnarlambsins til að fá fyrirgefningu. Nú ætlar Davíð að legjast eins lágt og hann getur til að höfða til þessarar kenndar landa minna.

Gísli Ingvarsson, 7.2.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góður pistill, og rétt athugað. Þessi taumlausa tryggð (hræðsla?) við DO getur bara skaðað flokinn.

Ólafur Ingólfsson, 7.2.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband