4.2.2009 | 10:25
Hvalveiðar
Ítarleg umfjöllun var um hvalveiðar Japana í BBC í gærkvöldi. Umfjöllunin var að sjálfsögðu ekki hlutlaus þar sem BBC hefur markað sér ákveðna stefnu gegn hvalveiðum. Ekki var leitað sjónarmiða Japana en langt viðtal við forkólf andstæðinga hvalveiða.
Hann sagði að hvalir suðurhafa séu eign þeirra þjóða sem að þeim liggja og Japanir séu þeir einu sem vilji stunda veiðar. Aðrar þjóðir kjósi að leyfa dýrunum að synda frjálsum um höfin og alls ekki að veiða þau. Farið var löngu máli um þá ,,fáránlegu" afstöðu Japana að veiðarnar væru í vísindaskyni, enda vissu menn allt um hvali í dag og engu við þá þekkingu að bæta. Hvort eða væri fengist engin vitneskja frá dauðum hvölum og því væri um fyrirslátt að ræða. Japönum var lýst sem villimönnum vegna hvalveiða sem ekki væri hægt að stunda mannúðlega og hefðu ekkert með matvælaöflun að gera.
En þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Mikilvægi hvalkjöts fyrir þjóðina er mikið og snerta grunnhagsmuni. Japan er tiltölulega lítið land með 200 milljón íbúa og takmarkað ræktunarland fyrir allan þann fjölda. Þeir líta á hvalveiðar sem mikilvæga þjóðarhagsmuni og þrátt fyrir að matvælaöryggi hafi ekki verið forgangsatriði undanfarin 50 ár, þá geti það breyst. Miklir óvissutímar eru framundan sem ógni þjóð eins og Japönum sem þurfa að treysta á innflutning matvæla og hvalkjötið gæti því skipt miklu máli. Svona líkt og sumir hafa litið á sauðkindina fyrir Íslendinga.
Íslendingar þurfa að taka saman hugsanlegar hvalveiðar sínar í framtíðinni. Áætla t.d. hundrað hrefnur og 20 stórhvali sem veidd væru árlega. Reikna út hvað þessar veiðar legðu til landsframleiðslu þjóðarinnar og núvirðisreikna langt fram í tímann. Ef horft er nægilega langt til framtíðar gæti þessi upphæð orðið stjarnfræðilega há.
Ef við sækjum síðan um inngöngu í ESB, en bloggari sér enga aðra raunhæfa leið fyrir Íslendinga, og krafa Sambandsins væri að landinn legði niður hvalveiðar, þá væri hægt að benda á útreikninga á tilleggi hvalveiða til landsframleiðslu. Síðan að setja fram þau rök að um sameiginleg ákvörðun ESB ríkja sé að ræða og því væri sanngjarnt að aðildarþjóðir skiptu með sér kostnaðinum við hvalveiðibanni.
Fyrir vesalings fólkið í ESB, sérstaklega Bretar og Hollendingar, sem ekki hafa náð góðum nætursvefni í áraraðir út af þeim barbarisma sem hvalveiðar eru, væri greiðsla á 200 til 300 milljörðum króna, smá upphæð. Enda myndi hún deilast niður á rúmlega 300 milljónir manna. Lítið réttlæti væri hinsvegar að láta minnstu þjóð ESB bera kostnaðinn af því að skapa vellíðan og góða samvisku fyrir allan fjöldann. Þá gætum við sagt eins og Churchill forðum: ,,aldrei hafa jafn fáir gert jafn mikið fyrir jafn marga"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.