Hvalveiðar

 

Ítarleg umfjöllun var um hvalveiðar Japana í BBC í gærkvöldi.  Umfjöllunin var að sjálfsögðu ekki hlutlaus þar sem BBC hefur markað sér ákveðna stefnu gegn hvalveiðum.  Ekki var leitað sjónarmiða Japana en langt viðtal við forkólf andstæðinga hvalveiða.

hvalur9as4Hann sagði að hvalir suðurhafa séu eign þeirra þjóða sem að þeim liggja og Japanir séu þeir einu sem vilji stunda veiðar.  Aðrar þjóðir kjósi að leyfa dýrunum að synda frjálsum um höfin og alls ekki að veiða þau.  Farið var löngu máli um þá ,,fáránlegu" afstöðu Japana að veiðarnar væru í vísindaskyni, enda vissu menn allt um hvali í dag og engu við þá þekkingu að bæta.  Hvort eða væri fengist engin vitneskja frá dauðum hvölum og því væri um fyrirslátt að ræða.  Japönum var lýst sem villimönnum vegna hvalveiða sem ekki væri hægt að stunda mannúðlega og hefðu ekkert með matvælaöflun að gera.

En þar liggur einmitt hundurinn grafinn.  Mikilvægi hvalkjöts fyrir þjóðina er mikið og snerta grunnhagsmuni.  Japan er tiltölulega lítið land með 200 milljón íbúa og takmarkað ræktunarland fyrir allan þann fjölda.  Þeir líta á hvalveiðar sem mikilvæga þjóðarhagsmuni og þrátt fyrir að matvælaöryggi hafi ekki verið forgangsatriði undanfarin 50 ár, þá geti það breyst.  Miklir óvissutímar eru framundan sem ógni þjóð eins og Japönum sem þurfa að treysta á innflutning matvæla og hvalkjötið gæti því skipt miklu máli. Svona líkt og sumir hafa litið á sauðkindina fyrir Íslendinga.

Íslendingar þurfa að taka saman hugsanlegar hvalveiðar sínar í framtíðinni.  Áætla t.d. hundrað hrefnur og 20 stórhvali sem veidd væru árlega.  Reikna út hvað þessar veiðar legðu til landsframleiðslu þjóðarinnar og núvirðisreikna langt fram í tímann.  Ef horft er nægilega langt til framtíðar gæti þessi upphæð orðið stjarnfræðilega há.

Ef við sækjum síðan um inngöngu í ESB, en bloggari sér enga aðra raunhæfa leið fyrir Íslendinga, og krafa Sambandsins væri að landinn legði niður hvalveiðar,  þá væri hægt að benda á útreikninga á tilleggi hvalveiða til landsframleiðslu.  Síðan að setja fram þau rök að um sameiginleg ákvörðun ESB ríkja sé að ræða og því væri sanngjarnt að aðildarþjóðir skiptu með sér kostnaðinum við hvalveiðibanni.

Fyrir vesalings fólkið í ESB, sérstaklega Bretar og Hollendingar, sem ekki hafa náð góðum nætursvefni í áraraðir út af þeim barbarisma sem hvalveiðar eru, væri greiðsla á 200 til 300 milljörðum króna, smá upphæð.  Enda myndi hún deilast niður á rúmlega 300 milljónir manna.  Lítið réttlæti væri hinsvegar að láta minnstu þjóð ESB bera kostnaðinn af því að skapa vellíðan og góða samvisku fyrir allan fjöldann.  Þá gætum við sagt eins og Churchill forðum:  ,,aldrei hafa jafn fáir gert jafn mikið fyrir jafn marga"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband