13.1.2009 | 17:57
Hættulegir tímar
Bloggari hefur setið við og lesið sig til um ESB og sérstaklega málefni sjávarútvegs með aðildarviðræður í huga. Margt að því sem sagt hefur verið um þessi mál í umræðunni undanfarið stenst engan vegin skoðun og annaðhvort er verið að afvegaleiða fólk eða álitsgjafar eru ekki betur að sér en raun ber vitni.
En þetta skiptir bara sára litlu í augnablikinu. Ástandið er graf-alvarlegt og getur ekki beðið hugsanlegra aðildarviðræðna við ESB og upptöku evru í framhaldinu. Íslendingar hafa ekki tíma til að bíða eftir slíku og þurfa að taka afgerandi ákvarðanir á næstu vikum. Umræða um ESB er alls ekki tímabær og heldur ekki landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Það eina sem getur réttlætt landsfund núna væri til að kjósa nýja forystu.
Það vekur ugg hversu lítið sést frá stjórnvöldum um aðgerðir og hversu litlar upplýsingar til almennings eru um aðgerðir. Það sýður á þjóðinni og öryggisleysi eykst og með sama áframhaldi er hætt á algerri upplausn í samfélaginu. Það er lífsspursmál að forsætisráðherra komi með framtíðarsýn fyrir þjóðina og stefnumótun hvernig henni verður náð. Það trúir því engin þegar fjármálaráðherra talar um að allir erfiðleikar verðir að baki árið 2013. Ríkið hefur verið að taka yfir óheyrilegar skuldir og nú síðast rúma 300 milljarða frá Seðlabankanum. Ósamið er um IceSave reikninga og velta tölur þar á bilinu 150 til 700 milljarða. Umræða er um að afskrifa skuldir hjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir háar upphæðir. Sennilega horfa menn upp á mestu eignartilfærslu í sögu lýðveldisins. Á sama tíma telur menntamálaráðherra að rétt sé að klára tónlistarhúsið við höfnina. Landsmenn geta þá ornað sér við tónlist þegar kuldi og hungur sverfur að.
Erfiðleikarnir á heimsvísu eru miklir og hætta á fleiri ríki lendi í sporum íslendinga. Það eykur enn á þá hættu sem þjóðin stendur frammi fyrir. Það verður að taka afgerandi ákvarðanir nú þegar og viðurkenna að vandinn er gríðarlegur og hættulegur. Ef til vill er staða einstakra stjórnmálaflokka aukaatriði í dag og rétt að lita til annarra aðgerða en landsfunda og hugsanlegra kosninga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru orð í tíma töluð.
Jón Valur Jensson, 13.1.2009 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.