Nýársfagnaður á Ísafirði

Bloggari skellti sér með föður sínum, Þórði Júl, á nýársfagnað Kiwanis klúbbsins Bása sem haldin var á Hlíf, dvalarheimili aldraðra á Ísafirði.  Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að rekast á marga góða vini og félaga. 

eyrarfjall_2007_001_764818.jpgVið pabbi rákum rækjuverksmiðju að Vinaminni til fjölda ára og var uppstaðan af þeim konum sem unnu á hreinsibandinu húsmæður úr nágreninu.  Pabbi rak verksmiðjuna í tíu til fimmtán ár og skrifari í tæp tíu ár.  á nýársfagnaðinum hittum við tvær af þessum konum, Ástu hans Jóns bónda og Leifu hans Konna Jakobs.  Aðrar sem bloggar man eftir í augnablikinu voru Anna Jónasar, sem fædd er í Öllubúð í Reykjarfirði, Jóhanna Jakobs sem einnig var fædd og uppalin í Reykjarfirði.  Stína Gríms og Áslaug hans Hermanns  á pósthúsinu.  Reyndar sat systir Hermanns heitins,  Herdís við borð okkar feðganna ásamt dóttur sinni Ingu Ólafsdóttur.  Petólína Sigmunds og systir hennar Inga ásamt Bertu á Grænagarði voru allar á bandinu í rækjuverksmiðjunni.  Milla hans Gumma kýlir og Sigga hans Sigurjóns á Dynjanda sem ég reyndar hitti við erfidrykkju í gærdag unnu með okkur. Síðast en ekki síst man ég eftir Guðrúnu Hasler konu Bærings bakara og að sjálfsögðu móður minni Báru Hjalta.

Sumar af þessum konum eru reyndar komnar yfir móðuna miklu en en flestar eru enn á lífi og margar við bestu heilsu.  Það hefur alltaf verið jafn gaman að rekast á þær í gegnum tíðina, og viðrist sem vinnustaðurinn hafi ekki verið alvondur, allavega geislar gleðin við endurfundi og ekki annað að skilja en minningarnar séu ljúfar.

Á nýjársfagnaðinum hitti ég marga góða vini eins og Helgu Páls sem var nágranni okkar í Hnífsdal til margra ára og fylgdist með uppvaxtarárum barna skrifara.  Högni Stull var að vísu of illa fyrirkallaður til að taka þátt í fjörinu en bloggari heimsótti hann upp á herbergi.  Högni er mikill sögumaður og meðal annars eru sögur hann á þessu bloggi.  Meðal annars saga af miklu smygli í Hornvík á fyrri hluta síðustu aldar.  Þarna var Steini Jóakims sem lengi var nágranni Vinaminnis.  Rut úr Gamlabakaríinu var þarna, hrókur alls fagnaðar eins og venjulega.  Torfhildur rak inn nefið og fékk sér kaffisopa en hún verður 105 ára í maí, og hefur engin Íslendingur náð svo háum aldri og Jana gamla sem aðeins er 100 ára lék á alls oddi.  Það rifjaðist upp sagan úr nýjustu bókinni úr ritröðinni 101 íslensk þjóðsaga sem Finnbogi Hermanns gaf út fyrir jólin.  Sagan er einmitt um Þórð Júl og Jönu en karlinn virtist ekki hafa hugmynd um að hann væri kominn í þjóðsögurnar.  Kannaðist þó við málið en skildi ekki hvernig Finnbogi vissi um atvikið en þessi saga var einmitt lesin upp í útvarpi víð kynningu bókarinnar fyrir jólin.

einar_hreins.jpgEftir kaffi, lestur og flautuleik upphófst fjörið.  Einar Hreins og Baldi frændi þöndu harmonikkurnar og fólk streymdi út á dansgólfið.  Meðal annars Dísa gamla á Bökkunum, hundrað ára gömul, sem sveiflaði sér í vals og ræl áður en hún tók léttan skottís.  Rut bauð bloggara upp en vegna lélegrar kunnáttu í gömlu dönsunum varð hann að hafna því.  Það er ekki hægt að bjóða annarri eins hefðarkonu upp á slíkan stirðbusa á dansgólfinu.  En bíddu við; áður en varði voru þeir félagar Einar og Baldi komnir í rokkið og þá smellti Rut sér í tjúttið.  Skrifari hefði auðveldlega ráðið við slíkt en hafði komist hjá dansinum með loforði að kíkja með pabba í Gamla á morgun, í kaffi og kökur.  Kannski að Napóleonskökur verði pantaðar í tilefni hógværðar og auðmýkt Ólafs rakara Grímssonar í nýjársávarpi sínu til þjóðarinnar.  Einhvernvegin tókst honum þetta en Haarde karlinn klúðraði sinni tilraun fullkomlega.

span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 285604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband