Maður ársins og ESB

_ramot_2008_086.jpgÁrni Oddur Þórðarson var maður ársins hjá Viðskiptablaðinu árið 2008.  Þrátt fyrir svartan október og bankakreppu er félag hans of föður hans, Eyrir Invest, á fljúgandi siglingu.  Félagið er kjölfestufjárfestir í Marel og Össuri og tapaði ekki krónu á falli bankana í haust.

Árni Oddur er stjórnarformaður Marels og hefur leitt fyrirtækið í gegnum stórar yfirtökur á samkeppnisaðilum og er félagið orðið leiðandi á markaði í tækjum og búnaði í fiski, kjúklingum og kjöti í heiminum.  Árni kemur úr ranni bankamanna en sótti sér masternám til Sviss til að umbreytast í rekstrarmann.  Það hefur greinilega tekist eins og sjá má á árangri þessara fyrirtækja og eins má merkja af orðum hans að hann talar eins of frasar úr amerískum kennslubókum.  Þetta er sett fram í jákvæðustu merkingu.

Þegar Árni er spurður um þann jarðveg sem bankahrunið átti sér stað, þ.e.a.s. íslenskt efnahagsástand í október, nefnir hann bankakreppu sem varð í Skandinavíu á tíunda áratug síðustu aldar.  Þar var beitt fastgengisstefnu í aðdraganda kreppunnar og þegar hún skall á var gengi gjaldmiðla þessara ríkja, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands, um 20% hærri en efni stóðu til.  Þetta olli því að útflutningur dróst saman og vöruskiptajöfnuður varð mjög óhagstæður.  Gjaldmiðlar þessara ríkja féllu síðan um 40% og tók um tvö ár að ná helmingnum af því til baka, sem var raun gengi þeirra. 

Í raun má segja að svipaðir hlutir hafi gerst á Íslandi, en bara ýktari hagstærðir.  Þegar forsætisráðherra hélt því fram í lok september, og raunar allt frá fyrsta falli gengis í upphafi ársins, að krónan  væri vanmetin og ætti bara eftir að hækka.  Þrátt fyrir að kunnuglegar aðvörunarbjöllur hringdu kaus Geir Haarde að trúa ekki augljósum staðreyndum og ríg-halda í tálvon um að ástandið væri betra en það var í raun.  Þessi tálvon forsætisráðherra og andvaraleysi á alvarlegum tímum gerir hann einmitt ómögulegan forystumann í íslensku efnahagslífi.  

Íslenska krónan féll um 80% á síðasta ári og á vonandi eftir að braggast í næstu árin og gæti endað í 180 til 200 stiga gengisvísitölu innan tveggja ára.  Árni bendir á að gæfulegasta skrefið fyrir Íslendinga sé að sækja um í Evrópusambandið (ESB).  Slíkt muni auka traust á hagkerfinu og auðvelda aðlögun hagkerfisins.  Íslendingar myndu sitja uppi með krónu þar til Maastricht-skilyrðum um gengisstöðugleika og jafnvægi í ríkisbúskapnum yrði náð.  Hann trúir því að með aðild og stefnu á upptöku evru myndi gengi krónu aðlagast slíku ástandi og nauðsynlegur stöðugleiki nást, en Evrópa er lang-mikilvægasti markaður Íslendinga.  Reyndar telur Árni að myntir heimsins verði færri en 10 innan fárra ára og ólíklegt krónan verði þar á meðal.  Reyndar ekki breska pundið heldur, en það hefur átt á brattan að sækja í þeirri alþjóðlegu kreppu sem nú geisar um heiminn.

Árni bendir reyndar á að Evrópusambandsaðild sé sósíalismi í eðli sínu.  Hinsvegar séu árhrifin af inngöngu mjög jákvæð fyrir örmarkað eins og Ísland, en skárra sé að vera lítill fiskur í stórri tjörn en stór fiskur í lítilli, eins og ástandið var hjá íslenskum fyrirtækjum fyrir svarta október í fyrra.

Evrópusambandsaðild mun snúast um fiskveiðistefnu og arðsemi þeirra fyrir íslenskt þjóðarbú.  Íslendingar þurfa að horfa til þess fordómalaust hvort skipan mála geti verið ásættanleg með inngöngu í ESB.  Það skiptir í sjálfu sér engu máli hver á frystihúsið á Flateyri, hvort það er Flateyringur eða Spánverji, ef arður er af veiðum og vinnslu og honum sé dreift til samfélagsins með ásættanlegum hætti.  Ef til vill blasir það við okkur að framtíðin liggi í sölu á ferskum fiski á markaði okkar, en ekki í frosnum.  Þannig að fiskinum verði alltaf landað á Íslandi og framleiðslan leiti ávallt í hagkvæmasta farveg, hvar svo sem eigandinn á lögheimili.  Íslendingar munu að sjálfsögðu ekki líta til þröngra hagsmuna núverandi kvótahafa þegar þeir greiða atkvæði sitt til með eða á móti aðild.  Íslenskir útgerðarmenn þurfa þess heldur ekki og eru örugglega vel í stakk búnir að takast á við samkeppni útlendinga í fiskveiðum og vinnslu.

Árni Oddur Þórðarson var maður ársins hjá Viðskiptablaðinu árið 2008.  Þrátt fyrir svartan október og bankakreppu er félag hans of föður hans, Eyrir Invest, á fljúgandi siglingu.  Félagið er kjölfestufjárfestir í Marel og Össuri og tapaði ekki krónu á falli bankana í haust.

desember_2008b_076.jpgEn í lokin vill bloggari bjóða öllum lesendum síðunnar árs og FRIÐAR með þakklæti fyrir það liðna.  Með fylgir mynd af göngugörpum á síðustu dögum viðburðarríks árs, 2008



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband