ESB og fiskveiðar

 

euÞað eru miklir óvissutímar í pólitíkinni framundan.  Eitt er þó alveg vís að fólk fær tækifæri til að kveða upp sinn dóm í kosningum.  Hvort sem það verður á næsta ári eða þar næsta.  Að öllum líkindum mun fólk einnig fá tækifæri til að ákveða hvor Íslendingar gangi í Evrópusambandið eða ekki.  Ég vona bara að sú ákvörðun þjóðarinnar verði upplýst ákvörðun en ekki byggð á tilfinningum og ótta vegna þess sem gerst hefur í fjármálum þjóðarinnar undanfarið.

Bloggari hefur lesið sig töluvert til um Evrópusambandið og heimsótt helstu stofnanir þess í Brussel.  Hlustað á kynningu um starfsemina og fengið tækifæri til að spyrja um það sem forvitni leiddi til.  Hlustað á starfsmenn sendiráðs Íslands i Brussel segja frá samskipum sínum við þetta mikla bákn og hvernig þeir upplifa samstarf við bandalagið í gegnum EFTA.

Engu að síður er bloggari ekki sannfærðrur um hvað eigi að gera.  Það hljómar vel að skríða í skjól sambandsins á viðsjárverðum tímum þar sem allt annað en öryggi ríkir hjá afvegaleiddri smáþjóð í stormasömum heimi.  En það eru sjávarútvegsmálin sem allt hefur strandað á hjá Íslendingum.  Ekki gengur að fórna góðu og hagkvæmu fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir vitleysuna sem ríkir inna ESB.  Þar sem ákvörðun er tekin í desember á hverju ári í Brussel, um veiðimagn á komandi ári.  Þetta eru maraþonfundir þar sem haldið er á þar til örþreyttir pólitíkusar ná samkomulagi að lokum, sem að engu leiti er fengið á viðskiptalegum forsendum.  Ekki er litið til hagkvæmni eða veiðiþols eða ástand stofna í þeirri umræðu sem þar fram fer. 

Allar veiðiþjóðir innan sambandsins vilja fá að veiða meira á kostnað hinna og fyrir rest er málinu lokið með ákvörðun sem skilar engu fram á vegin en gerir stöðu sjávarútvegs í sambandinu enn verri en hún var.  Sjávarútvegstefnan er notuð sem byggðapólitík en er ekki rekin á viðskipalegum forsendum.  En er það kannski allt í lagi og á þá að horfa til ,,réttlætis" en ekki hagkvæmni?  Á að nota sjávarútvegsstefnu til að halda uppi atvinnu á landsbyggðinni?

Alls ekki.  Sjávarútvegsstefna á að vera eins hagkvæm og mögulegt er.  Tilgangur hennar á ekki að vera til að tryggja atvinnu heldur að skapa þjóðarauð. 

Með hagkvæmni fæst þjóðarauður þar sem tekjur fara ekki allar í kostnað.  Slíkt eykur velferð almennings og skapar aukna velmegun.  Með skynsamlegri veiðistjórn er ekki gengið á auðlindina heldur leitast við að tryggja hámars afrakstursgetu stofna (Maximum Sustainable Yield)

En það er nú eitthvað annað að gerast í Brussel.

Þó bloggari beri mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og því sem það stendur fyrir, að halda frið í Evrópu, og eins þeim árangri sem það nær í uppbyggingu landa eins og fyrrum kommúnistaríkjum austur Evrópu, þá er ekki hægt að fórna fiskveiðum Íslendinga á því altari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hvernig getur sjávarútvegur sem skuldar margfaldar tekjur talist hagkvæmur?

Ársæll Níelsson, 15.12.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Skuldir sjávarútvegs hafa ekkert með hagkvæmni útgerðar né fiskveiðastjórnunarkerfi að gera.  Þetta er nú svolítið langt mál að útskýra og kennski set ég það inn á síðuna áður en árið er allt.

Gunnar Þórðarson, 17.12.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband