12.12.2008 | 11:58
ESB og fiskveiðar
Það eru miklir óvissutímar í pólitíkinni framundan. Eitt er þó alveg vís að fólk fær tækifæri til að kveða upp sinn dóm í kosningum. Hvort sem það verður á næsta ári eða þar næsta. Að öllum líkindum mun fólk einnig fá tækifæri til að ákveða hvor Íslendingar gangi í Evrópusambandið eða ekki. Ég vona bara að sú ákvörðun þjóðarinnar verði upplýst ákvörðun en ekki byggð á tilfinningum og ótta vegna þess sem gerst hefur í fjármálum þjóðarinnar undanfarið.
Bloggari hefur lesið sig töluvert til um Evrópusambandið og heimsótt helstu stofnanir þess í Brussel. Hlustað á kynningu um starfsemina og fengið tækifæri til að spyrja um það sem forvitni leiddi til. Hlustað á starfsmenn sendiráðs Íslands i Brussel segja frá samskipum sínum við þetta mikla bákn og hvernig þeir upplifa samstarf við bandalagið í gegnum EFTA.
Engu að síður er bloggari ekki sannfærðrur um hvað eigi að gera. Það hljómar vel að skríða í skjól sambandsins á viðsjárverðum tímum þar sem allt annað en öryggi ríkir hjá afvegaleiddri smáþjóð í stormasömum heimi. En það eru sjávarútvegsmálin sem allt hefur strandað á hjá Íslendingum. Ekki gengur að fórna góðu og hagkvæmu fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir vitleysuna sem ríkir inna ESB. Þar sem ákvörðun er tekin í desember á hverju ári í Brussel, um veiðimagn á komandi ári. Þetta eru maraþonfundir þar sem haldið er á þar til örþreyttir pólitíkusar ná samkomulagi að lokum, sem að engu leiti er fengið á viðskiptalegum forsendum. Ekki er litið til hagkvæmni eða veiðiþols eða ástand stofna í þeirri umræðu sem þar fram fer.
Allar veiðiþjóðir innan sambandsins vilja fá að veiða meira á kostnað hinna og fyrir rest er málinu lokið með ákvörðun sem skilar engu fram á vegin en gerir stöðu sjávarútvegs í sambandinu enn verri en hún var. Sjávarútvegstefnan er notuð sem byggðapólitík en er ekki rekin á viðskipalegum forsendum. En er það kannski allt í lagi og á þá að horfa til ,,réttlætis" en ekki hagkvæmni? Á að nota sjávarútvegsstefnu til að halda uppi atvinnu á landsbyggðinni?
Alls ekki. Sjávarútvegsstefna á að vera eins hagkvæm og mögulegt er. Tilgangur hennar á ekki að vera til að tryggja atvinnu heldur að skapa þjóðarauð.
Með hagkvæmni fæst þjóðarauður þar sem tekjur fara ekki allar í kostnað. Slíkt eykur velferð almennings og skapar aukna velmegun. Með skynsamlegri veiðistjórn er ekki gengið á auðlindina heldur leitast við að tryggja hámars afrakstursgetu stofna (Maximum Sustainable Yield)
En það er nú eitthvað annað að gerast í Brussel.
Þó bloggari beri mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og því sem það stendur fyrir, að halda frið í Evrópu, og eins þeim árangri sem það nær í uppbyggingu landa eins og fyrrum kommúnistaríkjum austur Evrópu, þá er ekki hægt að fórna fiskveiðum Íslendinga á því altari.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 285835
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig getur sjávarútvegur sem skuldar margfaldar tekjur talist hagkvæmur?
Ársæll Níelsson, 15.12.2008 kl. 20:42
Skuldir sjávarútvegs hafa ekkert með hagkvæmni útgerðar né fiskveiðastjórnunarkerfi að gera. Þetta er nú svolítið langt mál að útskýra og kennski set ég það inn á síðuna áður en árið er allt.
Gunnar Þórðarson, 17.12.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.