9.12.2008 | 09:51
Ofbeldisfólk
Mikið óskaplega gera þessi ofbeldisverk mig reiðann. Ítrekað hafa hópar ofbeldismanna ráðist á þinghúsið, lögreglustöðvar og nú á ráðherrabústaðinn. Það er eitt að Íslend skyldi lenda svona illa í fjármálakreppunni en sýnu verra ef við missum eitt af því dýrmætasta sem við höfum átt. Öryggi borgaranna hér í landi hefur verið með besta móti á heimsmælikvarða. Ég hef upplifað erlendis þar sem nauðsynlegt er að hafa vopnaða verði við allar opinberar byggingar og þurft að aka ráðamönnum um í bílalestum og loka götum á meðan. Á Íslandi hefur ekki þurft verði við Alþingishúsið og Bessastaðir vekja mikla athygli þar sem engin sýnilegur vörður er um forseta landsins. En nú upplifum við miklar breytingar vegna aðgerða fámennra ofbeldismanna. Manna sem ekki kunna að tjá sig með öðrum hætti. Það er hreins skömm að þessum aðgerðum þeirra.
Átök við Ráðherrabústaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Gunnar að það sé hrein skömm að þessu. Kv. totinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 9.12.2008 kl. 10:02
Þú átt eftir að verð ennþá reiðari Gunnar þegar þú kemst að því að hafa ekki sjálfur tekið þátt í mótmælum fyrr.
Aldrei fyrr í Íslandssögunni hefur jafn fámennur hópur stjórnmálamanna eyðilagt jafn mikið á skömmum tíma. Auðmennirnir sem líka eru sakaðir um tjónið unnu í skjóli þeirra og skv. þeirra leikreglum eftir einkavinavæðingu bankanna og margra ríkisfyrirtækja.
Mótmælin núna eru algert smámál í samanburði við tilefnið, trúðu mér!
Haukur Nikulásson, 9.12.2008 kl. 10:03
Hvernig er hægt að kalla þessar aðgerðir ofbeldi og skemmdarverk, sjáið hvað er að gerast í Grikklandi núna, þar er kveikt í hundruðum bíla og rúður verslana brotnar í hundraðatali, það kalla ég ofbeldi og reiði, en hitt er ósköp skiljanlegt miðað við reiðina í þjóðfélaginu.
Skarfurinn, 9.12.2008 kl. 10:14
Sælir
Ekkert ofbeldi í gangi hjá mótmælendum þeir eru einfaldlega að fara lengra og lengra en viðbrögðin hjá ríkisstjórninni og lögreglu eru á þann hátt að auðvitað verður ofbeldi. Ég var samt ánægður með að lögregla skyldi bjóða mótmælendum inn til sín í gær það er ísland.
ef ég væri í ráðherraliðinu hefði ég sagt við fólkið komið og verið með okkur
Halldór Gunnarsson, 9.12.2008 kl. 10:23
Ég er hjartanleg sammála þér Gunnar. Að fólk skuli þurfa að leita til ofbeldis finnst mér alveg hreint ótrúlegt og finnst það skemma fyrir þeim málstað sem flestir mótmælendur hafa staðið fyrir hingað til. Örfáir menn og konur sem grípa til eggjakasts, ráðast á lögreglu og með því beita röngum aðferðum.
Mig langar engan veginn að búa við þær aðstæður sem hafa verið í mörgum öðrum löndum þegar óöld hefur átt sér stað og svarið virðist vera að grípa til ofbeldis. Ofbeldi er ekkert svar.
Og hverjum datt eiginlega í hug að ráðamenn hlusti á ofbeldisfólk? Ef það væri setið um húsið mitt og kastað í það eggjum þá myndi það ekki hjálpa til við að sannfæra mig. Ef það væri hinsvegar komið til mín með góð og haldbær rök fyrir að eitthvað gangi ekki OG tilllögur að lausnum á vandanum, þá færi ég að hlusta.
Skorrdal, þú segir að Gunnar eigi ekki að lepja bara upp það sem stendur í fréttum. Það er annað vandamál sem blasir við í dag og hefur gert í þónokkurn tíma. Fjölmiðlar eru að æsa upp fólk, grípa allt svona og blása það upp. Fjölmiðlar eru að missa mitt traust.
Halldór þú segir að fólk sé bara að fara lengra og lengra og finnst það ekkert mál.... Hvar stoppar þetta þá? Þegar einhver verður skotinn eða laminn til bana? Viltu að þetta verði eins og Skarfurinn er að lýsa í Grikklandi? Viðbrögðin hjá lögreglu er að vísa fólki frá, auðvitað verður það harkalegt ef fólk streitist á móti!
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 9.12.2008 kl. 10:28
Ég skil núna hvað er um að vera. Fólk hreinlega veit ekki hvað ofbeldi er. Ef til vill ætti það að fletta upp í alfræði eða orðabókum. Auðvitað er þetta ofbeldi og ekkert annað. Það þarf ekki að takast á um það. Við höfum þokkalegar skilgreiningar á því hvað slíkt er. Þetta er til vansa fyrir ykkur og því miður vekur þetta athygli erlendis. Allri þjóðinni til vansa. Við höfum lýðræðislegar leikreglur og engin hætta á að fólk fái ekki að senda kjörnum fulltrúum sínum skilaboð í gegnum kosningar. Nú ríður hinsvegar á að bjarga því sem bjargað verður. Pólísk óvissa er ekki til að laga hlutina í þeirri stöðu sem við erum í. Það kæmi örugglega illa við þá góðu vini okkar, Íslendinga, sem lánað hafa okkur fé til bjargráða, ef við settum stjórn landsins á annan endann í miðjum björgunaraðgerðum. Nei þið þetta ofbeldisfólk eruð ekki að gera neinum gagn með þessu. Aðeins að fá útrás fyrir persónulega reiði sem guð má vita hvers vegna er. Kannski ættuð þið að líta ykkur nær í leit að sökudólgi.
Gunnar Þórðarson, 9.12.2008 kl. 10:40
Ég er viss um að Skorrdal færi ekkert á límingunum þótt eins og einni og einni löggu yrði kálað í átökum við "friðsama" mótmælendur. Enda yrðu það bara "eðlileg" viðbrögð við "ofbeldi" Björns Bjarnasonar. En auðvitað væri Skorrdal þar hvergi nærri; hann sæti einhvers staðar með jónuna sína og segði "Peace, man!"
Halldór Halldórsson, 9.12.2008 kl. 10:58
Enginn getur haldið því fram að þessi mótmæli séu friðsamleg. Reglur flestra vestrænna ríkja eru t.d. þannig, að grímuklætt fólk í mótmælum megi handtaka. Hér á landi öskrar grímuklæddur mótmælandi í handalögmálum við yfirvaldið fúkyrði og móðganir að lögreglu og sjónvarpið tekur einskonar viðtal við hann á meðan! Linkindin er með endemum, fóstruð af sjónvarpinu og fréttafólki.
Af hverju skammast mótmælandinn sín svona fyrir skoðanir sínar? Eða gæti það verið að hann feli andlit sitt til þess eins að geta beitt ofbeldi?
Ívar Pálsson, 9.12.2008 kl. 15:37
Sæll Gunnar.
Ég skil riði þín vel og er sjálfur afar pirraður á þessu öllu. Mér hefur líka fundist fólk fara ansi léttilega með hugtök eins og lýðræði og fasisma. Held að sumir ættu að fletta því upp í orðabók um leið og það leitar að orðinu ofbeldi.
Það að vera að reyna að gera lögregluna að vonda aðilanum í þessu er í besta falli fáfræði svo ekki séu notuð sterkari orð. Verk lögreglunnar er að halda uppi lögum og reglum í landinu og hefur það gegnið í mesta part mjög vel. Þegar þú gerist brotlegur við lög t.d. með að virða ekki lokanir lögreglu eða fara ekki eftir tilmælum lögreglunnar og því lengur sem þú streydist á móti því harkalegri verða viðtökurnar, tala nú ekki um þegar þú ert farinn að slasa lögreglumenn og aðra eins og gerðist í gær þegar var ekki bara verið að brjóta lög heldur einnig gegn stjórnarskrá landsins.
" 36. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi."
Og svo finnst mér svolítið sniðugt þegar fólk er að nefa í sömu settningu mótmælin hér og mót mælin vegna hinns hræðilega morðs grísku lögreglunnar á 15 ára dreng um helgina, það er ekkert hægt að líku þessu við hvort annað. Og ef einhverjir ætla að fara hafa sama háttinn hér og þar, þá má fólk líka búa sig undir að fá sömu meðferð frá lögreglunni hér og í Grikklandi. Ég þetti athyglisvert að sjá mótmælendurnar reyna að hlaupa grímu klædd og öskrandi inn í þinghús einhverstaðar annar staðar en á Íslandi. Ég nokkuð viss um að úr því kæmust fæstir lifandi.
Hlynur Kristjánsson, 9.12.2008 kl. 18:20
Bíddu bara þangað til er við förum að takast á við ræningjana um kvótann !
Níels A. Ársælsson., 9.12.2008 kl. 20:43
Helstu hlutverk ríkisvaldsins er að tryggj röð og reglu, gæta öryggis borgaranna og verja ríkið frá utanaðkomandi ógnunum. Reyndar hafa margir viljað bæta við að tryggja galdmiðil þjóðarinnar.
En þessi skrílslæti eru ekkert nema ofbeldi. Svo eru nokkrir menn sem eru hreinlega stjórnleysingar. Níels Ársælsson er einn af þeim. Það fer þér ágætlega að taka undir málstað ofbeldissinna og hafa í hótunum skjálfur. En um kvótann nenni ég ekki að karpa við þig. Það er eins og tala við bókstafatrúarmann um þróunarkenninguna.
Gunnar Þórðarson, 12.12.2008 kl. 10:57
Hahahha !
Þú ert skemmtilegur Gunnar !
Kvótakerfið í höndum Einars K. Guðfinnssonar og þér finnst það ofbeldi að kasta eggjum og hrópa slagorð.
Þér finnst ekkert tiltökumál þjóðarmorðin í sjávarþorpunum sem þú og þínir líkar dásama, styðjið af heilum hug líkt og þýska þjóðin þriðja ríki nasiztanna.
Eigum við þá ekki bara að gera Lalla Johns að forstjóra fangelsismálastofnunnar.
Níels A. Ársælsson., 12.12.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.