Á leið heim í kulda og trekk

images_746327.jpg

Það hefur lítill tími gefist til að blogga undan farið enda styttist í ritgerðarskil.  En hér eru þó nokkur atriði sem nauðsynlegt er að koma til skila, meitlað í Google steininn.

Í fyrsta lagi er rétt að benda vini mínum Tryggva Guðmundsyni á að ég hef þegar hafnað Davíð tvisvar.  Þannig að miðað við biblíuna á ég eftir að gera það einu sinni enn.  Best að bæta úr því hér og nú þannig að nógu langt verði um liðið þegar ég hitti félaga mína í jólagufu 20 desember.

Því miður gengur málflutningur Davíðs ekki upp.  Hann virðist vera vonsvikin með hrakfarir sínar í Seðlabankanum  og ekki sáttur við að enda sinn feril á þann hátt sem í stefnir.  Davíð hefur gert margt gott fyrir þessa þjóð og ömurlegt að upplifa að hann virðist tilbúinn að fórna hagsmunum hennar fyrir persónulegan hégóma.  Þetta er farið að minna á þjóðhöfðingja í Afríku, sem oft kunna ekki að sleppa hendinni á stjórnartaumum, enda eru þeir sannfærðir um að enginn annar geti farið í sporin þeirra.  Þeir einir hafi þá „vision" sem þurfi til góðra verka og enda oft með allt í vitleysu eins og sjá má með Mugabe.  

hvalbatur.jpgEn fleiri þarf að gera upp við.  Ívar er enn við sama heygarðshornið og talar Ísland niður.  En nú er dollarinn í 114 krónum og en sjúklingurinn er allur að braggast, þvert á harkspár Ívars.  Haldi þetta á verður hann að blogga um viðreisnina af auðmýkt og þjóðerniskend.  Það skildi þó ekki vera að botninum væri náð og komin viðspyrna í klifrinu upp.  Ef kappinn nennir að sækja mig til Keflavíkur 19. desember þá  er ég til í að taka þessa umræðu við hann.

En flónin hlaupa eins og hauslausar hænur um borgríkið og brjótast inn í Alþingishúsið og mótmæla við lögreglustöðvar og hvaðeina.  Óskiljanlegt hverju er verið að mótmæla!  Ísland er lýðræðisríki og íbúarnir fá sitt tækifæri til að dæma pólitíkusa fyrir meint mistök.  Er ekki rétt að spyrja að leikslokum og fá meiri upplýsingar áður en stóri dómur fellur.  Síðan er það áskorun til Einars K.  Dríðu i að gefa út hvalakvóta.  Það mun stjúrka verstu óvinum okkar í dag, Bretum og Hollendingum öfugt.  Það eitt og sér réttlætir hvaladráp og myndi gefa þjóðinni viðspyrnu.  Það er ekker sem við getum gert betur til að stjúka þeim öfugt.  Ég vona bara að Einar verði í jólagufunni þannig að ég geti talað hann til.

Héðan er allt gott að frétta.  Frí í dag enda stórhátíð múslima.  Bloggari hefur ekki hugmynd út á hvað þessi hátíð gengur út á en er örugglega mikilvægt fyrir Allha.  Það snýst allt um golf og ritgerð þessa dagana en ánægilegasta uppákoma síðustu viku var þegar boðið var upp á djúpsteiktar engisprettur í kaffistofunni.  Kannski ég taki smá með mér heim og bjóði upp á herlegheitin í jólagufunni.  Ég gæti tekið með súkkulaðimaura sem eftirrétt.  En hér kemur ein góð saga í lokin.

Íslenskur félagi minn var að snæða með Afríkumönnum á ágætum veitingastað og boðið var upp á rækjur.  Ekki leist heimamönnum á þessi kvikindi og voru tregir til að smakka.  En eftir áeggjan félaga míns þá prófaði annar og liftis á honum brúnin.  ,,Þetta er alls ekki slæmt félagi.  Bragðast ein og einisprettur"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Gaman að sjá að þú ert ekki dauður úr öllum æðum, Gunnar vinur minn góði. En eitthvað bendir þó til þess, t.d. það að þú skulir teljast til hóps hinna blekktu, að sjá ekki í gegn um þetta sjónarspil með platkrónuna þína. Hvað segir hagfræðin þín um þá „fleytingu“, þegar amk. 500 milljarðar af gjaldeyriseftirpurn eru teknir í burtu (krónubréf og allir aðrir sem vilja út úr hrundu bankakerfi) og þrír ríkisstýrðir bankar eiga að þykjustu- versla sín á milli en hafa þá dagsskipun frá yfirmanni sínum eina að styrkja krónuna með ráðum og dáð? Fleyting, minn afturendi!

Með gjaldeyrishaftalögunum þá er þetta eins langt frá viðskiptafrelsi með gjaldeyrinn og hugsast getur, niðurgreiðsla á gjaldeyri fyrir þá fáu útvöldu sem mega kaupa hann, ríkisbankana og tengslafyrirtæki þeirra. Reynt verður að halda þessari sýningu áfram út 31. desember í ár, svo að fyrirtækin og stjórnmálamennirnir geti haldið áfram.

Endurskoðun ársins hjá fyrirtækjum krefst raunvirðis í mati eigna og þar með snarlækkunar eigin fjár þeirra. En leiðin út úr krónubréfunum sem ríkið gæti reynt er kannski sú að henda þeim pakka inn í risakröfupakka bankanna og afhenda svo allt saman til erlendu kröfuhafanna sem hlutafé, með kvótanum þínum, fasteignum landans og virkjunum fyrir afganginum.

En glaður brenni ég ódýru bensíni út á Keflavíkurvöll 19. desember að ná í kappann sem trúir því enn að ég hafi talað Ísland niður til andskotans. Ég sem hélt að það sé á leið þangað óstutt af mér. Raunar er ég gjaldeyrisskapandi. Ert þú það núna? Ha, ha, ha!!!

Ívar Pálsson, 8.12.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Það er aldeilis upp á þér ,,kamburinn" minn kæri vinur.   Nei ég verð nú að viðurkenna að lítið gagn er í mér þessa dagana við endurreisn míns heittelskaða lands.  En hugurinn dvelur þar langdvölum en ekki veit ég hvort það dugar eitthvað.  En ég er á heimleið í sumar til að kasta mér út í átökin fyrir fósturjörðina.  Ekki skal standa á mér þó ég þurfi að standa í slori upp í mitti, með mitt væntanlega meistarapróf í viðskiptafræðum.

Ísland þúsund ár!

Gunnar Þórðarson, 9.12.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband